Svona var blaðamannafundur Ballarin Kolbeinn Tumi Daðason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 6. september 2019 11:33 Michelle Ballarin fór yfir plön sín á blaðamannafundinum í dag. Vísir Michele Ballarin, stjórnarformaður USAerospace Associates LLC, boðaði til blaðamannafundar á Grillinu á Hótel Sögu klukkan 13:30. Fundarefnið var kaup félagsins á eignum af skiptastjórum þrotabús WOW Air. Þetta kom fram í tilkynningu sem Gunnar Steinn Pálsson almannatengill sendir til fjölmiðla fyrir hennar hönd. Gunnar Steinn sagði í samtali við Vísi að endanlega sé búið að ganga frá kaupsamningi við þrotabúið. Ballarin er sjálf stödd á landinu. Fregnir af áhuga Ballarin á endurreisn WOW air komu fram í sumar. Þar kom meðal annars fram að hún hefði áætlanir um að gera Dulles flugvöll í Washington DC að höfuðstöðvum endurreists flugfélags. Á sínum tíma greindi hún frá því að flugmálayfirvöld í Washington DC væru ótrúlega spennt fyrir komu WOW air. Fjölmiðlafulltrúi Dulles flugvallar kannaðist ekki við þann áhuga í svari við fyrirspurn Túrista í júlí. Ballarin sagði í viðtali við Viðskiptamoggann í júlí að hún hefði tryggt félaginu um 12,5 milljarða króna til rekstursins. Áður hafði komið fram í Fréttablaðinu að viðskiptin væru frágengin en í ljós kom að greiðslur höfðu ekki borist. Ballarin hefur að eigin sögn eytt dágóðum tíma á Íslandi. Þar hafi hún fengið betri skilning á gildi staðsetningar landsins fyrir flugsamgöngur, svo og gildi landsins sem ferðamannastaðar. Beina útsendingu og lýsingu blaðamanns Vísis af fundinum má sjá hér fyrir neðan.
Michele Ballarin, stjórnarformaður USAerospace Associates LLC, boðaði til blaðamannafundar á Grillinu á Hótel Sögu klukkan 13:30. Fundarefnið var kaup félagsins á eignum af skiptastjórum þrotabús WOW Air. Þetta kom fram í tilkynningu sem Gunnar Steinn Pálsson almannatengill sendir til fjölmiðla fyrir hennar hönd. Gunnar Steinn sagði í samtali við Vísi að endanlega sé búið að ganga frá kaupsamningi við þrotabúið. Ballarin er sjálf stödd á landinu. Fregnir af áhuga Ballarin á endurreisn WOW air komu fram í sumar. Þar kom meðal annars fram að hún hefði áætlanir um að gera Dulles flugvöll í Washington DC að höfuðstöðvum endurreists flugfélags. Á sínum tíma greindi hún frá því að flugmálayfirvöld í Washington DC væru ótrúlega spennt fyrir komu WOW air. Fjölmiðlafulltrúi Dulles flugvallar kannaðist ekki við þann áhuga í svari við fyrirspurn Túrista í júlí. Ballarin sagði í viðtali við Viðskiptamoggann í júlí að hún hefði tryggt félaginu um 12,5 milljarða króna til rekstursins. Áður hafði komið fram í Fréttablaðinu að viðskiptin væru frágengin en í ljós kom að greiðslur höfðu ekki borist. Ballarin hefur að eigin sögn eytt dágóðum tíma á Íslandi. Þar hafi hún fengið betri skilning á gildi staðsetningar landsins fyrir flugsamgöngur, svo og gildi landsins sem ferðamannastaðar. Beina útsendingu og lýsingu blaðamanns Vísis af fundinum má sjá hér fyrir neðan.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Ágreiningur varð til þess að greiðslur fyrir eignir úr þrotabúi WOW drógust Ágreiningur um einn af nokkrum samningum vegna kaupa á eignum úr þrotabúi WOW air varð til þess að greiðslur á fyrsta samningnum drógust. Þetta herma heimildir fréttastofu en fullyrt er í Viðskiptamogganum að greiðslur fyrir eignirnar hafi enn ekki borist. Michele Ballarin, bandaríska athafnakonan sem hyggst endurreisa flugfélagið segist hafa tryggt félaginu sem hún kallar WOW 2 allt að hundrað milljónir Bandaríkjadala, eða um 12,5 milljarða íslenskra króna. 24. júlí 2019 12:00 Kröfuhafar í þrotabú WOW Air gagnrýna harðlega greiðslufrestinn Heimildamaður fréttastofu segir vinnubrögð skiptastjóra þrotabúsins forkastanleg. 27. júlí 2019 12:45 Ballarin ekki meðal þeirra sem sýna WOW áhuga nú Þorsteinn Einarsson annar skiptastjóri þrotabús WOW air segir að ýmsir hafi haft samband undanfarið og lýst yfir áhuga á eignum tengdum flugrekstrarhluta þrotabúsins. 31. júlí 2019 12:24 Telur ólíklegt að nýtt lággjaldaflugfélag líti dagsins ljós Höfundur bókar um ris og fall WOW air er ekki sérlega bjartsýnn á að nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag hefji sig til flugs. 30. júlí 2019 12:00 Ballarin segist hafa tryggt nýja WOW allt að 12,5 milljarða Þá herma heimildir ViðskiptaMoggans að greiðslur fyrir eignir úr þrotabúi WOW air hafi enn ekki borist en greint var frá því í Fréttablaðinu fyrr i þessum mánuði að viðskiptin væru frágengin. 24. júlí 2019 07:50 Ballarin sögð skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum: „Ég er forvitinn hvað hún ætlar að gera með WOW og eignirnar“ Það kemur ekki á óvart að Michele Ballarin, sem sögð er vera kaupandi af stórum hluta eigna úr þrotabúi WOW air, hyggist endurreisa félagið. Þetta segir blaðamaður hjá New York Times sem hefur skrifað um hana í bókum og blaðagreinum. Hún sé óvenjulegur persónuleiki og eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum. 23. júlí 2019 19:00 Segir greiðslufrest Ballarin á kaupum á eignum þrotabúsins ekki of langan Þorsteinn Einarsson, annar skiptastjóra þrotabús WOW air, telur að greiðslufrestur athafnakonunnar Michele Ballarin á kaupum á eignum þrotabúsins hafi ekki verið of langur. 29. júlí 2019 14:13 Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ Atvinnulíf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Sjá meira
Ágreiningur varð til þess að greiðslur fyrir eignir úr þrotabúi WOW drógust Ágreiningur um einn af nokkrum samningum vegna kaupa á eignum úr þrotabúi WOW air varð til þess að greiðslur á fyrsta samningnum drógust. Þetta herma heimildir fréttastofu en fullyrt er í Viðskiptamogganum að greiðslur fyrir eignirnar hafi enn ekki borist. Michele Ballarin, bandaríska athafnakonan sem hyggst endurreisa flugfélagið segist hafa tryggt félaginu sem hún kallar WOW 2 allt að hundrað milljónir Bandaríkjadala, eða um 12,5 milljarða íslenskra króna. 24. júlí 2019 12:00
Kröfuhafar í þrotabú WOW Air gagnrýna harðlega greiðslufrestinn Heimildamaður fréttastofu segir vinnubrögð skiptastjóra þrotabúsins forkastanleg. 27. júlí 2019 12:45
Ballarin ekki meðal þeirra sem sýna WOW áhuga nú Þorsteinn Einarsson annar skiptastjóri þrotabús WOW air segir að ýmsir hafi haft samband undanfarið og lýst yfir áhuga á eignum tengdum flugrekstrarhluta þrotabúsins. 31. júlí 2019 12:24
Telur ólíklegt að nýtt lággjaldaflugfélag líti dagsins ljós Höfundur bókar um ris og fall WOW air er ekki sérlega bjartsýnn á að nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag hefji sig til flugs. 30. júlí 2019 12:00
Ballarin segist hafa tryggt nýja WOW allt að 12,5 milljarða Þá herma heimildir ViðskiptaMoggans að greiðslur fyrir eignir úr þrotabúi WOW air hafi enn ekki borist en greint var frá því í Fréttablaðinu fyrr i þessum mánuði að viðskiptin væru frágengin. 24. júlí 2019 07:50
Ballarin sögð skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum: „Ég er forvitinn hvað hún ætlar að gera með WOW og eignirnar“ Það kemur ekki á óvart að Michele Ballarin, sem sögð er vera kaupandi af stórum hluta eigna úr þrotabúi WOW air, hyggist endurreisa félagið. Þetta segir blaðamaður hjá New York Times sem hefur skrifað um hana í bókum og blaðagreinum. Hún sé óvenjulegur persónuleiki og eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum. 23. júlí 2019 19:00
Segir greiðslufrest Ballarin á kaupum á eignum þrotabúsins ekki of langan Þorsteinn Einarsson, annar skiptastjóra þrotabús WOW air, telur að greiðslufrestur athafnakonunnar Michele Ballarin á kaupum á eignum þrotabúsins hafi ekki verið of langur. 29. júlí 2019 14:13