Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2019 08:56 Alls muni lækkanirnar auka ráðstöfunartekjur heimila Íslands um 21 milljarð króna. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin ætlar að lækka tekjuskatt einstaklinga hraðar en áður hafði verið áætlað. Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár nú í morgun og kom þar fram í máli hans að með lækkun tekjuskatts myndu ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu hækka um rúmar 120 þúsund krónur á ári. Alls muni lækkanirnar auka ráðstöfunartekjur heimila Íslands um 21 milljarð króna. Það samsvarar um tíu prósentum af tekjum ríkisins af tekjuskatti einstaklinga og í kynningu fjármálaráðuneytisins segir að um þessum breytingum sé ætlað að styðja við heimilin þegar hægir á atvinnulífinu.Klippa: Breytingar tekjuskatts útskýrðar - Fjárlög 2020 Í fjárlagafrumvarpinu segir að meginatriði skattkerfisbreytinganna séu:-Þriggja þrepa tekjuskattskerfi tekið upp.-Nýtt grunnþrep verður lægra en núverandi grunnþrep en á móti verður nýtt miðþrep lítillega hærra en núverandi grunnþrep.-Skattleysismörkum haldið óbreyttum að raunvirði með því að lækka persónuafslátt samhliða innleiðingu nýs þreps, en þau munu eftir innleiðingu breytinganna taka mið af verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls.-Þróun skattleysis- og þrepamarka mun fylgja sömu viðmiðum sem tryggir að sjálfvirk sveiflujöfnun kerfisins dreifist jafnar á alla tekjuhópa.-Dregið úr umfangi samnýtingar skattþrepa með innleiðingu nýs grunnþreps og hækkun skattprósentu miðþreps.Í frumvarpinu segir einnig að þegar skattsbreytingarnar verði komnar að fullu til framkvæmda árið 2021 verði grunnþrepið 5,5 prósentustigum lægra en núverandi grunnþrep og miðþrepið verði einu prósentustigi hærra en núverandi grunnþrep. Þannig verði jöfnunarhlutverki kerfisins viðhaldið í ríkara mæli en verið hefur í gegnum þrepamörk skattkerfisins. Fyrsta skattþrepið nær til 0-354.379 króna tekna. Annað nær til 989.283 króna tekna og það þriðja nær til allra tekna sem eru hærri. Viðmiðunarfjárhæðir tekjuskattkerfisins, eða þrepin sjálf, munu hækka meira um hver áramót en nú tíðkast og munu taka mið af bæði verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls. Einnig stendur til að lækka tryggingagjaldið um 0,25 prósentustig en hefur þegar verið lækkað um 0,25 prósentustig og var það gert í byrjun þessa árs. Um áramót hefur tryggingagjald því verið lækkað frá árinu 2013, úr 7,69 prósent í 6,35 prósent og er lækkunum þessum ætlað að styðja við atvinnusköpun og rekstrargrundvöll fyrirtækja.Nýir grænir skattar Ríkisstjórnin ætlar einnig að leggja á nýja græna skatta og eru það sögð mikilvæg skref í þágu loftlagsmála. Urðun úrgangs og flúoraðar gróðurhúsalofttegundir verða skattlagðar en sambærilegir skattar eru sagðir hafa verið í gildi um árabil í nágrannaríkjum Íslands og þar hafi þeir skilað góðum árangri. Áætlað er að skatturinn á urðun úrgangs muni nema um sex þúsund krónum fyrir fjögurra manna heimili á næsta ári. Nánar um fjárlagafrumvarpið í vaktinni hér að neðan.
Ríkisstjórnin ætlar að lækka tekjuskatt einstaklinga hraðar en áður hafði verið áætlað. Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár nú í morgun og kom þar fram í máli hans að með lækkun tekjuskatts myndu ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu hækka um rúmar 120 þúsund krónur á ári. Alls muni lækkanirnar auka ráðstöfunartekjur heimila Íslands um 21 milljarð króna. Það samsvarar um tíu prósentum af tekjum ríkisins af tekjuskatti einstaklinga og í kynningu fjármálaráðuneytisins segir að um þessum breytingum sé ætlað að styðja við heimilin þegar hægir á atvinnulífinu.Klippa: Breytingar tekjuskatts útskýrðar - Fjárlög 2020 Í fjárlagafrumvarpinu segir að meginatriði skattkerfisbreytinganna séu:-Þriggja þrepa tekjuskattskerfi tekið upp.-Nýtt grunnþrep verður lægra en núverandi grunnþrep en á móti verður nýtt miðþrep lítillega hærra en núverandi grunnþrep.-Skattleysismörkum haldið óbreyttum að raunvirði með því að lækka persónuafslátt samhliða innleiðingu nýs þreps, en þau munu eftir innleiðingu breytinganna taka mið af verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls.-Þróun skattleysis- og þrepamarka mun fylgja sömu viðmiðum sem tryggir að sjálfvirk sveiflujöfnun kerfisins dreifist jafnar á alla tekjuhópa.-Dregið úr umfangi samnýtingar skattþrepa með innleiðingu nýs grunnþreps og hækkun skattprósentu miðþreps.Í frumvarpinu segir einnig að þegar skattsbreytingarnar verði komnar að fullu til framkvæmda árið 2021 verði grunnþrepið 5,5 prósentustigum lægra en núverandi grunnþrep og miðþrepið verði einu prósentustigi hærra en núverandi grunnþrep. Þannig verði jöfnunarhlutverki kerfisins viðhaldið í ríkara mæli en verið hefur í gegnum þrepamörk skattkerfisins. Fyrsta skattþrepið nær til 0-354.379 króna tekna. Annað nær til 989.283 króna tekna og það þriðja nær til allra tekna sem eru hærri. Viðmiðunarfjárhæðir tekjuskattkerfisins, eða þrepin sjálf, munu hækka meira um hver áramót en nú tíðkast og munu taka mið af bæði verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls. Einnig stendur til að lækka tryggingagjaldið um 0,25 prósentustig en hefur þegar verið lækkað um 0,25 prósentustig og var það gert í byrjun þessa árs. Um áramót hefur tryggingagjald því verið lækkað frá árinu 2013, úr 7,69 prósent í 6,35 prósent og er lækkunum þessum ætlað að styðja við atvinnusköpun og rekstrargrundvöll fyrirtækja.Nýir grænir skattar Ríkisstjórnin ætlar einnig að leggja á nýja græna skatta og eru það sögð mikilvæg skref í þágu loftlagsmála. Urðun úrgangs og flúoraðar gróðurhúsalofttegundir verða skattlagðar en sambærilegir skattar eru sagðir hafa verið í gildi um árabil í nágrannaríkjum Íslands og þar hafi þeir skilað góðum árangri. Áætlað er að skatturinn á urðun úrgangs muni nema um sex þúsund krónum fyrir fjögurra manna heimili á næsta ári. Nánar um fjárlagafrumvarpið í vaktinni hér að neðan.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Skattar og tollar Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira