Menntun svarar stafrænu byltingunni Lilja Alfreðsdóttir skrifar 6. september 2019 07:00 Stafræna byltingin hefur áhrif á daglegt líf okkar allra. Miklu af þeirri þjónustu sem við áður sóttum til fyrirtækja eða opinberra aðila sinnum við nú sjálf í gegnum snjallsíma. Sjálfvirknivæðingin, sýndarveruleikinn og gervigreindin eru komin til að vera og eru að umbylta landslagi menntunar og vinnumarkaðar. Í gegnum tíðina hafa falist mörg tækifæri fyrir Ísland í tæknibyltingum. Við höfum séð vinnumarkaðinn gjörbreytast á stuttum tíma og menntun verður að mæta þessum nýju og spennandi tímum. Meðal mikilvægustu verkfæra unga fólksins okkar, sem móta munu framtíð samfélagsins, eru samvinnuhæfni, frumkvæði, skapandi hugsun og það að geta unnið með upplýsingar og tækni á fjölbreyttan hátt. Fjórða iðnbyltingin krefur okkur með sínum öru samfélags- og tæknibreytingum um nýja nálgun á ýmis kerfi, þar með talið menntun og starfsþjálfun af öllu tagi. Sem dæmi um gott viðbragð við breyttum tímum er nýtt nám sem hófst við Verzlunarskóla Íslands nú í haust. Það ber yfirskriftina „Stafræn viðskiptalína“ og er skipulagt í góðu samstarfi við atvinnulífið, meðal annars í gegnum SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu. Markmið námsins er að mæta nýjum þörfum atvinnulífsins en sérstaða námsins er meðal annars fólgin í áföngum sem tengjast stafrænum lausnum, greiningu á gögnum og notagildi samfélagsmiðla. Þá fer hluti námsins fram í starfsnámi sem útfært verður í samstarfi við ýmis fyrirtæki. Þegar ég heimsótti nemendur á þessari nýju braut í vikunni spurði ég þá af hverju þetta nám hefði orðið fyrir valinu. Svörin voru margvísleg en eitt stóð upp úr: „Við vitum hversu mikilvægt það er að við höfum góðan skilning á forritun, bæði til að skilja samfélagið og hvað bíður okkar.“ Ég fagna nýjungum í menntun á Íslandi og sérstaklega þeim sem miða að því að mæta þörfum framtíðarinnar og efla tengsl menntakerfisins við samfélagið. Ég óska Verzlunarskólanum og Samtökum verslunar og þjónustu til hamingju með þennan áfanga og nýja námið.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Stafræna byltingin hefur áhrif á daglegt líf okkar allra. Miklu af þeirri þjónustu sem við áður sóttum til fyrirtækja eða opinberra aðila sinnum við nú sjálf í gegnum snjallsíma. Sjálfvirknivæðingin, sýndarveruleikinn og gervigreindin eru komin til að vera og eru að umbylta landslagi menntunar og vinnumarkaðar. Í gegnum tíðina hafa falist mörg tækifæri fyrir Ísland í tæknibyltingum. Við höfum séð vinnumarkaðinn gjörbreytast á stuttum tíma og menntun verður að mæta þessum nýju og spennandi tímum. Meðal mikilvægustu verkfæra unga fólksins okkar, sem móta munu framtíð samfélagsins, eru samvinnuhæfni, frumkvæði, skapandi hugsun og það að geta unnið með upplýsingar og tækni á fjölbreyttan hátt. Fjórða iðnbyltingin krefur okkur með sínum öru samfélags- og tæknibreytingum um nýja nálgun á ýmis kerfi, þar með talið menntun og starfsþjálfun af öllu tagi. Sem dæmi um gott viðbragð við breyttum tímum er nýtt nám sem hófst við Verzlunarskóla Íslands nú í haust. Það ber yfirskriftina „Stafræn viðskiptalína“ og er skipulagt í góðu samstarfi við atvinnulífið, meðal annars í gegnum SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu. Markmið námsins er að mæta nýjum þörfum atvinnulífsins en sérstaða námsins er meðal annars fólgin í áföngum sem tengjast stafrænum lausnum, greiningu á gögnum og notagildi samfélagsmiðla. Þá fer hluti námsins fram í starfsnámi sem útfært verður í samstarfi við ýmis fyrirtæki. Þegar ég heimsótti nemendur á þessari nýju braut í vikunni spurði ég þá af hverju þetta nám hefði orðið fyrir valinu. Svörin voru margvísleg en eitt stóð upp úr: „Við vitum hversu mikilvægt það er að við höfum góðan skilning á forritun, bæði til að skilja samfélagið og hvað bíður okkar.“ Ég fagna nýjungum í menntun á Íslandi og sérstaklega þeim sem miða að því að mæta þörfum framtíðarinnar og efla tengsl menntakerfisins við samfélagið. Ég óska Verzlunarskólanum og Samtökum verslunar og þjónustu til hamingju með þennan áfanga og nýja námið.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun