Giannis mætti til leiks með látum og Grikkir komust áfram á HM í körfu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2019 14:15 Giannis Antetokounmpo treður boltanum í körfuna í dag. Getty/VCG Giannis Antetokounmpo og félagar í gríska landsliðinu voru síðasta liðið til að tryggja sér sæti í milliriðli á HM í körfubolta og Kína. Grikkland og Tékkland voru fimmtánda og sextánda liðið sem komust upp úr sínum riðli. Bandaríkjamenn voru sárir eftir síðasta leik þar sem þeir sluppu með sigur í framlengingu og létu Japani heldur betur finna fyrir því. Bandaríkin endar riðlakeppnina með fullt hús stiga eins og Pólland, Argentína, Spánn, Serbía, Brasilía, Frakkland og Ástralía. Giannis Antetokounmpo hefur verið daufur í byrjun heimsmeistaramótsins en hann sýndi mátt sinn í dag með 24 stigum, 10 fráköstum og 6 stoðsendingum í sex stiga sigri á Nýja-Sjálandi, 103-97. Þetta var hreinn úrslitaleikur um annað sætið og þar með tækifæri til að keppa um sextán efstu sæti mótsins.Ástralar unnu mikilvægan fimm stiga sigur á Litháen, 87-82, sem tryggði þeim ekki aðeins sigur í riðlinum heldur kom þeim einnig í mjög góða stöðu fyrir keppni í milliriðlinum. Litháar voru búnir að tryggja sér sæti í keppni sextán efstu þjóðanna. Ástralska liðið var með frumkvæðið nær allan leikinn en 11-0 sprettur Litháa í upphafi fjórða leikhluta kom þeim skyndilega yfir í leiknum. Ástralar voru hins vegar sterkari í lokin og lönduðu sigri. Þar munaði mikið um frammistöðu San Antonio Spurs leikmannsins Patty Mills sem kláraði leikinn með stórum körfum undir lokin. Patty Mills endaði með 23 stig en miðherjinn Aron Baynes (Phoenix Suns) var mjög öflugur með 21 stig og 13 fráköst. Marius Grigonis var atkvæðamestur hjá Litháen með 19 stig.Bandaríkjamenn mættu heldur betur tilbúnir eftir skrekkinn á móti Tyrkjum og unnu 53 stiga sigur á Japan, 98-45. Bandaríska liðið vann því alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni. Það gerðu einnig Frakkar sem burstuðu spútniklið Dóminíska Lýðveldisins með 34 stigum. Dóminíska Lýðveldið fer samt með Frökkum í milliriðla. Boston Celtics maðurinn Jaylen Brown var stigahæstur hjá bandaríska liðinu með 20 stig og annar Boston maður, Kemba Walker, skoraði 15 stig.Brasilíumenn kláruðu riðlakeppnina með fullt hús stiga úr þremur leikjum eftir ellefu stiga sigur á Svartfjallalandi, 84-73, í lokaumferðinni. Marcelinho Huertas var atkvæðamestur með 16 stig og 6 stoðsendingar, Cristiano Felicio (Chicago Bulls) skoraði 14 stig og Marquinhos var með 13 stig.Tyrkir voru nálægt því að vinna Bandaríkjamenn en þeir áttu ekki möguleika á móti Tékkum sem tryggðu sér sæti í milliriðli með sannfræandi fimmtán stiga sigri. Tomas Satoransky (Chicago Bulls) var öflugur hjá Tékkum með 11 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar, Vojtech Hruban skoraði 18 stig og Ondrej Balvin var með 17 stig og 11 fráköst. Cedi Osman (Cleveland Cavaliers) skoraði mest fyrir Tyrki eða 24 stig. Tyrkneska liðið var í lykilstöðu í leiknum á móti Bandaríkjunum, sem tapaðist í framlengingu, en þessi úrslit þýða að Tyrkir spilar um 17. til 32. sæti.Kanada þarf líka að spila um 17. til 32. sæti en kom sér í betri stöðu í baráttu um sæti í forkeppni Ólympíuleikanna eftir 22 stiga sigur á Senegal. Cory Joseph hjá Sacramento Kings var atkvæðamestur með 24 stig en Kevin Pangos (FC Barcelona) bauð upp á 13 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar.Úrslitin á HM í körfubolta í Kína í dag:E-riðill Tyrkland - Tékkland 76-91 Bandaríkin - Japan 98-45Stig þjóða: Bandaríkin 5, Tékkland 3, Tyrkland 2, Japan 0F-riðill Brasilía-Svartfjallaland 84-73 Grikkland - Nýja Sjáland 103-97Stig þjóða: Brasilía 6, Grikkland 4, Nýja-Sjáland 2, Svarfjallaland 0G-riðill Þýskaland - Jórdanía 96-62 Dóminíska Lýðveldið - Frakkland 56-90Stig þjóða: Frakkland 6, Dóminíska Lýðveldið 4, Þýskaland 2, Jórdanía 0.H-riðill Kanada - Senegal 82-60 Litháen - Ástralía 82-87Stig þjóða: Ástralía 6, Litháen 4, Kanada 2, Senegal 0.Þessar þjóðir komust áfram í milliriðla: Pólland, Venesúela, Rússland, Argentína, Spánn, Púertó Ríkó, Serbía, Ítalía, Bandaríkin, Tékkland, Brasilía, Frakkland, Dóminíska Lýðveldið, Ástralía og Litháen.Milliriðlarnir líta þannig út (með stigum sem þjóðirnar taka með):Milliriðill I: Argentína 6 stig Pólland 6 stig Venesúela 5 stig Rússland 5 stigMilliriðill J Serbía 6 stig Spánn 6 stig Ítalía 5 stig Púertó Ríka 5 stigMilliriðill K Bandaríkin 6 stig Brasilía 6 stig Tékkland 5 stig Grikkland 5 sitgMilliriðill L Frakkland 6 stig Ástralía 6 stig Litháen 5 stig Dóminíska Lýðveldið 5 stig Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Giannis Antetokounmpo og félagar í gríska landsliðinu voru síðasta liðið til að tryggja sér sæti í milliriðli á HM í körfubolta og Kína. Grikkland og Tékkland voru fimmtánda og sextánda liðið sem komust upp úr sínum riðli. Bandaríkjamenn voru sárir eftir síðasta leik þar sem þeir sluppu með sigur í framlengingu og létu Japani heldur betur finna fyrir því. Bandaríkin endar riðlakeppnina með fullt hús stiga eins og Pólland, Argentína, Spánn, Serbía, Brasilía, Frakkland og Ástralía. Giannis Antetokounmpo hefur verið daufur í byrjun heimsmeistaramótsins en hann sýndi mátt sinn í dag með 24 stigum, 10 fráköstum og 6 stoðsendingum í sex stiga sigri á Nýja-Sjálandi, 103-97. Þetta var hreinn úrslitaleikur um annað sætið og þar með tækifæri til að keppa um sextán efstu sæti mótsins.Ástralar unnu mikilvægan fimm stiga sigur á Litháen, 87-82, sem tryggði þeim ekki aðeins sigur í riðlinum heldur kom þeim einnig í mjög góða stöðu fyrir keppni í milliriðlinum. Litháar voru búnir að tryggja sér sæti í keppni sextán efstu þjóðanna. Ástralska liðið var með frumkvæðið nær allan leikinn en 11-0 sprettur Litháa í upphafi fjórða leikhluta kom þeim skyndilega yfir í leiknum. Ástralar voru hins vegar sterkari í lokin og lönduðu sigri. Þar munaði mikið um frammistöðu San Antonio Spurs leikmannsins Patty Mills sem kláraði leikinn með stórum körfum undir lokin. Patty Mills endaði með 23 stig en miðherjinn Aron Baynes (Phoenix Suns) var mjög öflugur með 21 stig og 13 fráköst. Marius Grigonis var atkvæðamestur hjá Litháen með 19 stig.Bandaríkjamenn mættu heldur betur tilbúnir eftir skrekkinn á móti Tyrkjum og unnu 53 stiga sigur á Japan, 98-45. Bandaríska liðið vann því alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni. Það gerðu einnig Frakkar sem burstuðu spútniklið Dóminíska Lýðveldisins með 34 stigum. Dóminíska Lýðveldið fer samt með Frökkum í milliriðla. Boston Celtics maðurinn Jaylen Brown var stigahæstur hjá bandaríska liðinu með 20 stig og annar Boston maður, Kemba Walker, skoraði 15 stig.Brasilíumenn kláruðu riðlakeppnina með fullt hús stiga úr þremur leikjum eftir ellefu stiga sigur á Svartfjallalandi, 84-73, í lokaumferðinni. Marcelinho Huertas var atkvæðamestur með 16 stig og 6 stoðsendingar, Cristiano Felicio (Chicago Bulls) skoraði 14 stig og Marquinhos var með 13 stig.Tyrkir voru nálægt því að vinna Bandaríkjamenn en þeir áttu ekki möguleika á móti Tékkum sem tryggðu sér sæti í milliriðli með sannfræandi fimmtán stiga sigri. Tomas Satoransky (Chicago Bulls) var öflugur hjá Tékkum með 11 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar, Vojtech Hruban skoraði 18 stig og Ondrej Balvin var með 17 stig og 11 fráköst. Cedi Osman (Cleveland Cavaliers) skoraði mest fyrir Tyrki eða 24 stig. Tyrkneska liðið var í lykilstöðu í leiknum á móti Bandaríkjunum, sem tapaðist í framlengingu, en þessi úrslit þýða að Tyrkir spilar um 17. til 32. sæti.Kanada þarf líka að spila um 17. til 32. sæti en kom sér í betri stöðu í baráttu um sæti í forkeppni Ólympíuleikanna eftir 22 stiga sigur á Senegal. Cory Joseph hjá Sacramento Kings var atkvæðamestur með 24 stig en Kevin Pangos (FC Barcelona) bauð upp á 13 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar.Úrslitin á HM í körfubolta í Kína í dag:E-riðill Tyrkland - Tékkland 76-91 Bandaríkin - Japan 98-45Stig þjóða: Bandaríkin 5, Tékkland 3, Tyrkland 2, Japan 0F-riðill Brasilía-Svartfjallaland 84-73 Grikkland - Nýja Sjáland 103-97Stig þjóða: Brasilía 6, Grikkland 4, Nýja-Sjáland 2, Svarfjallaland 0G-riðill Þýskaland - Jórdanía 96-62 Dóminíska Lýðveldið - Frakkland 56-90Stig þjóða: Frakkland 6, Dóminíska Lýðveldið 4, Þýskaland 2, Jórdanía 0.H-riðill Kanada - Senegal 82-60 Litháen - Ástralía 82-87Stig þjóða: Ástralía 6, Litháen 4, Kanada 2, Senegal 0.Þessar þjóðir komust áfram í milliriðla: Pólland, Venesúela, Rússland, Argentína, Spánn, Púertó Ríkó, Serbía, Ítalía, Bandaríkin, Tékkland, Brasilía, Frakkland, Dóminíska Lýðveldið, Ástralía og Litháen.Milliriðlarnir líta þannig út (með stigum sem þjóðirnar taka með):Milliriðill I: Argentína 6 stig Pólland 6 stig Venesúela 5 stig Rússland 5 stigMilliriðill J Serbía 6 stig Spánn 6 stig Ítalía 5 stig Púertó Ríka 5 stigMilliriðill K Bandaríkin 6 stig Brasilía 6 stig Tékkland 5 stig Grikkland 5 sitgMilliriðill L Frakkland 6 stig Ástralía 6 stig Litháen 5 stig Dóminíska Lýðveldið 5 stig
Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira