Þrjú fíkniefni í blóðinu og eitt í þvaginu Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. september 2019 11:12 Lögreglan á Suðurnesjum hafði margvísleg afskipti af manninum í fyrrasumar. Vísir/GVA Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært tvítugan mann fyrir ítrekuð brot á umferðar- og fíkefnalagabrot, sem hann á að hafa framið í fyrra. Manninum, sem fæddur er árið 1998, er gefið að sök að hafa þrívegis ekið bíl undir áhrifum margvíslegra vímuefna. Í ákæru á hendur manninum er hann sagður hafa fyrst verið sviptur ökuréttindum í maí á síðasta ári fyrir að hafa ekið undir áhrifum tveggja vímuefna, amfetamíns og kannabis, á Njarðarbraut í Reykjanesbraut. Hann hafi, ástands síns vegna, ekki verið „fær um að stjórna bifreiðinni örugglega,“ eins og það er orðað í ákærunni. Akstur mannsins var aftur stöðvaður um þremur vikum síðar, þegar hann ók um Reykjanesbæ. Þá eiga að hafa fundist í blóði mannsins leyfar af amfetamíni, metamfetamíni og kannabis, auk þess sem í þvagi hans á að hafa fundist MDMA. Aukinheldur er hann sagður hafa haft 0,21 gramm af marijúana í fórum sínum. Rúmum tveimur vikum síðar komst hann aftur í kast við lögin, þá með 1,87 grömm af maríjúana í fórum sínum. Því á hann að hafa framvísað þegar lögregla hafði afskipti af honum sem farþega í bíl. Maðurinn var svo tvívegis stöðvaður af lögreglu í júlímánuði vegna gruns um að hann æki bifreið sinni réttindalaus og undir áhrifum vímuefna. Í fyrra skiptið á að hafa fundist amfetamín, metamfetamín og kannabis í blóði hans og í því síðara eru sagðar hafa fundist leyfar af kannabis í blóði hans og amfetamín í þvagi. Aukinheldur eiga lögreglumenn að hafa fundið 0,43 grömm af marijúana í buxnavasa hans þegar maðurinn var á göngu um Reykjanesbæ í september. Málið gegn manninum verður dómtekið í Héraðsdómi Reykjaness þann 7. október næstkomandi. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært tvítugan mann fyrir ítrekuð brot á umferðar- og fíkefnalagabrot, sem hann á að hafa framið í fyrra. Manninum, sem fæddur er árið 1998, er gefið að sök að hafa þrívegis ekið bíl undir áhrifum margvíslegra vímuefna. Í ákæru á hendur manninum er hann sagður hafa fyrst verið sviptur ökuréttindum í maí á síðasta ári fyrir að hafa ekið undir áhrifum tveggja vímuefna, amfetamíns og kannabis, á Njarðarbraut í Reykjanesbraut. Hann hafi, ástands síns vegna, ekki verið „fær um að stjórna bifreiðinni örugglega,“ eins og það er orðað í ákærunni. Akstur mannsins var aftur stöðvaður um þremur vikum síðar, þegar hann ók um Reykjanesbæ. Þá eiga að hafa fundist í blóði mannsins leyfar af amfetamíni, metamfetamíni og kannabis, auk þess sem í þvagi hans á að hafa fundist MDMA. Aukinheldur er hann sagður hafa haft 0,21 gramm af marijúana í fórum sínum. Rúmum tveimur vikum síðar komst hann aftur í kast við lögin, þá með 1,87 grömm af maríjúana í fórum sínum. Því á hann að hafa framvísað þegar lögregla hafði afskipti af honum sem farþega í bíl. Maðurinn var svo tvívegis stöðvaður af lögreglu í júlímánuði vegna gruns um að hann æki bifreið sinni réttindalaus og undir áhrifum vímuefna. Í fyrra skiptið á að hafa fundist amfetamín, metamfetamín og kannabis í blóði hans og í því síðara eru sagðar hafa fundist leyfar af kannabis í blóði hans og amfetamín í þvagi. Aukinheldur eiga lögreglumenn að hafa fundið 0,43 grömm af marijúana í buxnavasa hans þegar maðurinn var á göngu um Reykjanesbæ í september. Málið gegn manninum verður dómtekið í Héraðsdómi Reykjaness þann 7. október næstkomandi.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira