Orðin ein og sér duga ekki Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 5. september 2019 07:00 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem birt var 30. nóvember árið 2017 stendur eftirfarandi setning: „Einnig verður hugað að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila en áhersla verður einnig lögð á aðra þjónustuþætti, svo sem heimahjúkrun, dagþjálfun og endurhæfingu.“ Ýmislegt hefur gengið eftir sem boðað er í stefnuyfirlýsingunni, en ekki sá þáttur sem snertir rekstrargrunn hjúkrunarheimila og dagþjálfun og vitnað er til hér að ofan. Nú er kjörtímabilið nær hálfnað og á þeim tveimur árum sem ríkisstjórnin hefur setið við völd hefur hún hrint í framkvæmd stöðugum skerðingum á rekstrarframlagi til hjúkrunarheimila og hefur að auki boðað að svo verði áfram til og með árinu 2021, en áætlunin gildir til 2024. Samkvæmt áætluninni fá aðrar heilbrigðisstofnanir en hjúkrunarheimili aukið framlag og því ber auðvitað að fagna.Róðurinn þyngist ár frá ári Eins og Ríkisendurskoðun hefur bent á í skýrslum sínum er rekstur hjúkrunarheimila almennt mjög þungur og hefur róðurinn þyngst ár frá ári í samræmi við fjárhagsskerðingar ríkisstjórnarinnar. Í því sambandi skiptir einnig máli að ekki er lengur í gildi rammasamningur milli hjúkrunarheimilanna og Sjúkratrygginga Íslands, en síðasti samningur sem tók gildi 2016 rann sitt skeið í árslok 2018 þegar Sjúkratryggingar breyttu aðferðafræði sinni við útgreiðslu fjármagns tengt RAI-mati og einnig vinnubrögðum við úthlutun smæðarálags. Ákvörðun Sjúkratrygginga var tekin einhliða og án viðræðna við hjúkrunarheimilin, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) eða Samband íslenskra sveitarfélaga. SFV og sveitarfélögin starfrækja sameiginlega samninganefnd f.h. öldrunarstofnana við hið opinbera og ríkir mikill og góður samhljómur í þeim hópi.Galin fjármálaáætlun? Í fyrrnefndri fjármálaáætlun kemur fram að stærsta verkefni ríkissjóðs í tengslum við málefnasvið hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu sé átak sem felst í fjölgun hjúkrunarrýma bæði með endurgerð eldri rýma og byggingu nýrra, m.a. með byggingu hjúkrunarheimila. Er um að ræða rúmlega 900 rými í heild. Stjórnvöld hafa boðað að 717 rými verði byggð til 2024 þegar áætlað er að þau verði orðin 3.433 í heild, sem er 26% aukning frá árinu 2018. Á sama tíma gerir ríkisstjórnin ráð fyrir aðeins 6% auknu fjármagni til rekstrar málefnasviðsins, enda viðurkennt að í fjármálaáætluninni hefur lítið tillit verið tekið til byggingar eða rekstrar nýju hjúkrunarrýmanna.Fyrirheitin reynst orðin tóm Þau fyrirheit ríkisstjórnarinnar 30. nóvember 2017 um að hugað skyldi að styrkingu rekstrargrundvallar hjúkrunarheimila landsins, hafa á þeim 21 mánuði sem stjórnin hefur setið við völd að miklu leyti reynst orðin tóm enda áframhaldandi raunskerðingar boðaðar til og með árinu 2021 ár í það minnsta. En lengi skal manninn reyna. Því skora ég á Alþingi og ekki síst fjárveitingavaldið að fara alvarlega ofan í saumana á fjárhagsgrunni hjúkrunarheimilanna og rýna betur skýrslur Ríkisendurskoðunar um málefnasviðið. Trúverðugt samtal milli fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins, Sjúkratrygginga Íslands, öldrunarstofnana og sveitarfélaga væri gott fyrsta skref. Forsenda árangurs og breiðari sáttar um málaflokkinn er stóraukið samráð og skilningur á eðli rekstrar hjúkrunarheimila sem eru ein af mikilvægustu grunnstoðum íslenska velferðarkerfisins. Orð á blaði duga ekki ein og sér.Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Brákarhlíðar og varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Bjarki Þorsteinsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem birt var 30. nóvember árið 2017 stendur eftirfarandi setning: „Einnig verður hugað að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila en áhersla verður einnig lögð á aðra þjónustuþætti, svo sem heimahjúkrun, dagþjálfun og endurhæfingu.“ Ýmislegt hefur gengið eftir sem boðað er í stefnuyfirlýsingunni, en ekki sá þáttur sem snertir rekstrargrunn hjúkrunarheimila og dagþjálfun og vitnað er til hér að ofan. Nú er kjörtímabilið nær hálfnað og á þeim tveimur árum sem ríkisstjórnin hefur setið við völd hefur hún hrint í framkvæmd stöðugum skerðingum á rekstrarframlagi til hjúkrunarheimila og hefur að auki boðað að svo verði áfram til og með árinu 2021, en áætlunin gildir til 2024. Samkvæmt áætluninni fá aðrar heilbrigðisstofnanir en hjúkrunarheimili aukið framlag og því ber auðvitað að fagna.Róðurinn þyngist ár frá ári Eins og Ríkisendurskoðun hefur bent á í skýrslum sínum er rekstur hjúkrunarheimila almennt mjög þungur og hefur róðurinn þyngst ár frá ári í samræmi við fjárhagsskerðingar ríkisstjórnarinnar. Í því sambandi skiptir einnig máli að ekki er lengur í gildi rammasamningur milli hjúkrunarheimilanna og Sjúkratrygginga Íslands, en síðasti samningur sem tók gildi 2016 rann sitt skeið í árslok 2018 þegar Sjúkratryggingar breyttu aðferðafræði sinni við útgreiðslu fjármagns tengt RAI-mati og einnig vinnubrögðum við úthlutun smæðarálags. Ákvörðun Sjúkratrygginga var tekin einhliða og án viðræðna við hjúkrunarheimilin, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) eða Samband íslenskra sveitarfélaga. SFV og sveitarfélögin starfrækja sameiginlega samninganefnd f.h. öldrunarstofnana við hið opinbera og ríkir mikill og góður samhljómur í þeim hópi.Galin fjármálaáætlun? Í fyrrnefndri fjármálaáætlun kemur fram að stærsta verkefni ríkissjóðs í tengslum við málefnasvið hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu sé átak sem felst í fjölgun hjúkrunarrýma bæði með endurgerð eldri rýma og byggingu nýrra, m.a. með byggingu hjúkrunarheimila. Er um að ræða rúmlega 900 rými í heild. Stjórnvöld hafa boðað að 717 rými verði byggð til 2024 þegar áætlað er að þau verði orðin 3.433 í heild, sem er 26% aukning frá árinu 2018. Á sama tíma gerir ríkisstjórnin ráð fyrir aðeins 6% auknu fjármagni til rekstrar málefnasviðsins, enda viðurkennt að í fjármálaáætluninni hefur lítið tillit verið tekið til byggingar eða rekstrar nýju hjúkrunarrýmanna.Fyrirheitin reynst orðin tóm Þau fyrirheit ríkisstjórnarinnar 30. nóvember 2017 um að hugað skyldi að styrkingu rekstrargrundvallar hjúkrunarheimila landsins, hafa á þeim 21 mánuði sem stjórnin hefur setið við völd að miklu leyti reynst orðin tóm enda áframhaldandi raunskerðingar boðaðar til og með árinu 2021 ár í það minnsta. En lengi skal manninn reyna. Því skora ég á Alþingi og ekki síst fjárveitingavaldið að fara alvarlega ofan í saumana á fjárhagsgrunni hjúkrunarheimilanna og rýna betur skýrslur Ríkisendurskoðunar um málefnasviðið. Trúverðugt samtal milli fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins, Sjúkratrygginga Íslands, öldrunarstofnana og sveitarfélaga væri gott fyrsta skref. Forsenda árangurs og breiðari sáttar um málaflokkinn er stóraukið samráð og skilningur á eðli rekstrar hjúkrunarheimila sem eru ein af mikilvægustu grunnstoðum íslenska velferðarkerfisins. Orð á blaði duga ekki ein og sér.Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Brákarhlíðar og varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun