Opið bréf til borgarstjóra Ásta Kristrún Ólafsdóttir skrifar 5. september 2019 07:00 Sæll, borgarstjóri. Ég veit ekki hversu vel þú þekkir til barna með fötlun, foreldra þeirra og fjölskyldna. Ég vona að þú misvirðir það ekki við mig þótt ég upplýsi þig um að það krefst styrks, þolgæðis og endalausrar ástar og umburðarlyndis að annast fatlað barn, á hvaða aldri sem er. Það krefst mikils tíma og orku og því fylgir mikið álag. Það er sjaldnast orka aflögu til að berjast fyrir réttindum barns síns þótt margir hafi gert það af miklu hugrekki og seiglu. Ég trúi að börn með þroskahömlun gegni mikilvægu hlutverki í lífi okkar allra. Þau kenna okkur skilyrðislausan kærleik, þau vekja hlýjar tilfinningar í brjóstum fólks með falsleysi sínu og einlægni. Þau kenna okkur umburðarlyndi, lækna okkur af fullkomnunaráráttu og þau minna okkur á hvað skiptir mestu máli í lífinu. Þau eru mikils virði. Þau eru dýrmæt og þau þurfa á okkur að halda. Samfélag með gott siðferði annast þá sem minnst mega sín og ég er þakklát fyrir allt sem samfélag okkar, ríki og borg, gerir fyrir fötluðu börnin okkar. Við verðum þó að vita hvaða þjónusta er í boði til að geta nýtt okkur hana. Við, sem erum ekki dugleg að leita á vefsíðum eða láta okkur detta í hug eitthvað sem barnið okkar gæti hugsanlega átt rétt á, eigum á hættu að fara á mis við ýmsa þjónustu. Oft höfum við ekki orku til að standa í slíku og ekki er hægt að gera þá kröfu til barnanna okkar sem hafa ekki færni til þess sökum fötlunar sinnar. Þegar sonur minn, sem er með þroskahömlun, var lítill, áttaði ég mig á því að upplýsingar um réttindi og þjónustu komu oftar en ekki frá öðrum foreldrum fatlaðra barna frekar en frá hinu opinbera. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það að þetta er ekki nógu gott. Það ætti ekki að vera flókið að útbúa bækling fyrir foreldra þar sem væri að finna allar upplýsingar um þjónustu og réttindi, bæði fyrir barnið og foreldrana. Þá ætti heldur ekki að vera flókið að setja upp vefsíðu með sömu upplýsingum. Þegar minnihlutinn í borgarstjórn bar fram tillögu þessa efnis var henni vísað frá. Nú vil ég biðja þig, borgarstjóri, að útskýra fyrir mér og öðrum sem málið varðar, hvers vegna borgin vill ekki eða getur ekki bætt upplýsingagjöf til fatlaðra og aðstandenda þeirra, með eins einföldum hætti og að útbúa bækling.Ásta Kristrún Ólafsdóttir, móðir ungs manns með fötlun, sálfræðingur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Sæll, borgarstjóri. Ég veit ekki hversu vel þú þekkir til barna með fötlun, foreldra þeirra og fjölskyldna. Ég vona að þú misvirðir það ekki við mig þótt ég upplýsi þig um að það krefst styrks, þolgæðis og endalausrar ástar og umburðarlyndis að annast fatlað barn, á hvaða aldri sem er. Það krefst mikils tíma og orku og því fylgir mikið álag. Það er sjaldnast orka aflögu til að berjast fyrir réttindum barns síns þótt margir hafi gert það af miklu hugrekki og seiglu. Ég trúi að börn með þroskahömlun gegni mikilvægu hlutverki í lífi okkar allra. Þau kenna okkur skilyrðislausan kærleik, þau vekja hlýjar tilfinningar í brjóstum fólks með falsleysi sínu og einlægni. Þau kenna okkur umburðarlyndi, lækna okkur af fullkomnunaráráttu og þau minna okkur á hvað skiptir mestu máli í lífinu. Þau eru mikils virði. Þau eru dýrmæt og þau þurfa á okkur að halda. Samfélag með gott siðferði annast þá sem minnst mega sín og ég er þakklát fyrir allt sem samfélag okkar, ríki og borg, gerir fyrir fötluðu börnin okkar. Við verðum þó að vita hvaða þjónusta er í boði til að geta nýtt okkur hana. Við, sem erum ekki dugleg að leita á vefsíðum eða láta okkur detta í hug eitthvað sem barnið okkar gæti hugsanlega átt rétt á, eigum á hættu að fara á mis við ýmsa þjónustu. Oft höfum við ekki orku til að standa í slíku og ekki er hægt að gera þá kröfu til barnanna okkar sem hafa ekki færni til þess sökum fötlunar sinnar. Þegar sonur minn, sem er með þroskahömlun, var lítill, áttaði ég mig á því að upplýsingar um réttindi og þjónustu komu oftar en ekki frá öðrum foreldrum fatlaðra barna frekar en frá hinu opinbera. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það að þetta er ekki nógu gott. Það ætti ekki að vera flókið að útbúa bækling fyrir foreldra þar sem væri að finna allar upplýsingar um þjónustu og réttindi, bæði fyrir barnið og foreldrana. Þá ætti heldur ekki að vera flókið að setja upp vefsíðu með sömu upplýsingum. Þegar minnihlutinn í borgarstjórn bar fram tillögu þessa efnis var henni vísað frá. Nú vil ég biðja þig, borgarstjóri, að útskýra fyrir mér og öðrum sem málið varðar, hvers vegna borgin vill ekki eða getur ekki bætt upplýsingagjöf til fatlaðra og aðstandenda þeirra, með eins einföldum hætti og að útbúa bækling.Ásta Kristrún Ólafsdóttir, móðir ungs manns með fötlun, sálfræðingur og kennari.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun