Málverkið af Bjarna ekki í fundarherberginu fræga Kristján Már Unnarsson skrifar 4. september 2019 15:30 Fundarherbergið fræga í Höfða í dag. Stólarnir og borðið eru enn á sínum stað en búið að fjarlægja myndina af Bjarna af veggnum. Í staðinn er málverk eftir Ásgrím Jónsson. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Mike Pence fær ekki að sjá málverkið af Bjarna Benedikssyni í fundarherberginu fræga í Höfða, þegar hann skoðar í dag vettvang leiðtogafundarins árið 1986. Sérstök skoðunarferð varaforseta Bandaríkjanna um húsið er á dagskrá kl. 15.35 að loknum fundi um viðskiptamál. Reagan og Gorbatsjof í fundarherbeginu í Höfða á opinberri ljósmynd af leiðtogafundinum 1986. Málverkið af Bjarna Benediktssyni hefur síðan verið tilefni sérkennilegrar togstreitu.Mynd/Hvíta húsið. Eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafði boðið Pence velkominn í móttökusal Höfða, og þeir sest í sömu sætin þar sem formleg mynd var tekin af þeim Reagan og Gorbatsjof, brá kvikmyndatökumaður Stöðvar 2, Sigurjón Ólason, sér rétt sem snöggvast inn í fundarherbergið við hliðina til að athuga hvað væri á veggnum. Málverkið af Bjarna Benediktssyni. Það málaði Svala Þórisdóttir Salman árið 1971. Nei, málverkið af Bjarna var ekki þar og hvergi sjáanlegt í Höfða. Það er haft í geymslu hjá Listasafni Reykjavíkur, samkvæmt upplýsingum Ólafar Kristínar Sigurðardóttur, safnstjóra Listasafnsins. Þess í stað er núna á veggnum olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson „Tjörnin séð úr Þingholtunum“, en Ólöf Kristín segir reglulega skipt um málverk í Höfða. Í þessu herbergi sátu leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna tveir á einkafundi fyrir 33 árum, ásamt túlkum sínum og riturum, og lögðu grunninn að endalokum kalda stríðsins og mestu kjarnorkuafvopnun sögunnar, - undir haukfránum augum Bjarna. Margir biðu því spenntir að sjá hvort myndin af Bjarna fengi að vera þar í dag. Málverk Ásgríms Jónssonar, Tjörnin séð úr Þingholtunum, er núna á veggnum. Í frétt Vísis fyrr í dag var rakið hvernig málverkið af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra, sem er svo áberandi á sögulegum ljósmyndum frá fundi þeirra Reagans og Gorbatsjofs í Höfða árið 1986, hefur síðan verið tilefni furðulegrar togstreitu innan borgarstjórnar Reykjavíkur. Það virðist nefnilega sem það ráðist af því hvort það eru sjálfstæðismenn eða vinstri menn sem fari með völdin í borginni hvort málverkið er haft uppi á veggnum í Höfða eða haft í lokaðri geymslu, hulið almenningi. Þannig hvarf myndin úr Höfða árið 1994 þegar R-listinn náði meirihlutanum í borginni undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Þegar sjálfstæðismenn komust á ný til valda árið 2006 var það eitt þeirra fyrsta verk að setja málverkið upp aftur með sérstakri viðhöfn. Það hvarf svo aftur af veggnum næst þegar vinstri menn náðu meirihlutanum í borgarstjórn. Í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir fimm árum kom málverkið af Bjarna við sögu: Borgarstjórn Heimsókn Mike Pence Sjálfstæðisflokkurinn Leiðtogafundurinn í Höfða Reykjavík Tengdar fréttir Forkólfar Sjálfstæðisflokksins hengja Bjarna Ben upp á ný Fjölmenni var á hátíðlegri athöfn í Höfða á föstudagskvöld þegar málverk af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, var hengt upp á ný. Helstu forkólfar Sjálfstæðisflokksins voru meðal þeirra sem heiðruðu minningu Bjarna Benediktssonar. 3. júlí 2006 16:09 Verður málverkið af Bjarna uppi á veggnum í Höfða? Það virðist sem það ráðist af því hvort það eru sjálfstæðismenn eða vinstri menn sem fari með völdin í borginni hvort málverkið er haft uppi á veggnum eða haft í lokaðri geymslu, hulið almenningi. 4. september 2019 12:12 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Mike Pence fær ekki að sjá málverkið af Bjarna Benedikssyni í fundarherberginu fræga í Höfða, þegar hann skoðar í dag vettvang leiðtogafundarins árið 1986. Sérstök skoðunarferð varaforseta Bandaríkjanna um húsið er á dagskrá kl. 15.35 að loknum fundi um viðskiptamál. Reagan og Gorbatsjof í fundarherbeginu í Höfða á opinberri ljósmynd af leiðtogafundinum 1986. Málverkið af Bjarna Benediktssyni hefur síðan verið tilefni sérkennilegrar togstreitu.Mynd/Hvíta húsið. Eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafði boðið Pence velkominn í móttökusal Höfða, og þeir sest í sömu sætin þar sem formleg mynd var tekin af þeim Reagan og Gorbatsjof, brá kvikmyndatökumaður Stöðvar 2, Sigurjón Ólason, sér rétt sem snöggvast inn í fundarherbergið við hliðina til að athuga hvað væri á veggnum. Málverkið af Bjarna Benediktssyni. Það málaði Svala Þórisdóttir Salman árið 1971. Nei, málverkið af Bjarna var ekki þar og hvergi sjáanlegt í Höfða. Það er haft í geymslu hjá Listasafni Reykjavíkur, samkvæmt upplýsingum Ólafar Kristínar Sigurðardóttur, safnstjóra Listasafnsins. Þess í stað er núna á veggnum olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson „Tjörnin séð úr Þingholtunum“, en Ólöf Kristín segir reglulega skipt um málverk í Höfða. Í þessu herbergi sátu leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna tveir á einkafundi fyrir 33 árum, ásamt túlkum sínum og riturum, og lögðu grunninn að endalokum kalda stríðsins og mestu kjarnorkuafvopnun sögunnar, - undir haukfránum augum Bjarna. Margir biðu því spenntir að sjá hvort myndin af Bjarna fengi að vera þar í dag. Málverk Ásgríms Jónssonar, Tjörnin séð úr Þingholtunum, er núna á veggnum. Í frétt Vísis fyrr í dag var rakið hvernig málverkið af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra, sem er svo áberandi á sögulegum ljósmyndum frá fundi þeirra Reagans og Gorbatsjofs í Höfða árið 1986, hefur síðan verið tilefni furðulegrar togstreitu innan borgarstjórnar Reykjavíkur. Það virðist nefnilega sem það ráðist af því hvort það eru sjálfstæðismenn eða vinstri menn sem fari með völdin í borginni hvort málverkið er haft uppi á veggnum í Höfða eða haft í lokaðri geymslu, hulið almenningi. Þannig hvarf myndin úr Höfða árið 1994 þegar R-listinn náði meirihlutanum í borginni undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Þegar sjálfstæðismenn komust á ný til valda árið 2006 var það eitt þeirra fyrsta verk að setja málverkið upp aftur með sérstakri viðhöfn. Það hvarf svo aftur af veggnum næst þegar vinstri menn náðu meirihlutanum í borgarstjórn. Í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir fimm árum kom málverkið af Bjarna við sögu:
Borgarstjórn Heimsókn Mike Pence Sjálfstæðisflokkurinn Leiðtogafundurinn í Höfða Reykjavík Tengdar fréttir Forkólfar Sjálfstæðisflokksins hengja Bjarna Ben upp á ný Fjölmenni var á hátíðlegri athöfn í Höfða á föstudagskvöld þegar málverk af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, var hengt upp á ný. Helstu forkólfar Sjálfstæðisflokksins voru meðal þeirra sem heiðruðu minningu Bjarna Benediktssonar. 3. júlí 2006 16:09 Verður málverkið af Bjarna uppi á veggnum í Höfða? Það virðist sem það ráðist af því hvort það eru sjálfstæðismenn eða vinstri menn sem fari með völdin í borginni hvort málverkið er haft uppi á veggnum eða haft í lokaðri geymslu, hulið almenningi. 4. september 2019 12:12 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Forkólfar Sjálfstæðisflokksins hengja Bjarna Ben upp á ný Fjölmenni var á hátíðlegri athöfn í Höfða á föstudagskvöld þegar málverk af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, var hengt upp á ný. Helstu forkólfar Sjálfstæðisflokksins voru meðal þeirra sem heiðruðu minningu Bjarna Benediktssonar. 3. júlí 2006 16:09
Verður málverkið af Bjarna uppi á veggnum í Höfða? Það virðist sem það ráðist af því hvort það eru sjálfstæðismenn eða vinstri menn sem fari með völdin í borginni hvort málverkið er haft uppi á veggnum eða haft í lokaðri geymslu, hulið almenningi. 4. september 2019 12:12