Allar treyjurnar uppseldar aðeins sólarhring eftir að félagið samdi við Bendtner Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2019 11:00 Nicklas Bendtner varð norskur bikarmeistari með Rosenborg í fyrra og vann einnig norsku deildina tvisvar sinnum með félaginu. Getty/Trond Tandberg Nicklas Bendtner er kominn heim til Danmerkur en hann samdi á mánudaginn við danska stórliðið FC frá Kaupmannahöfn. Það er óhætt að segja að þessi samningur hafi haft góð áhrif á treyjusölu danska félagsins. Aðeins sólarhring síðar þá voru allar FCK treyjurnar uppseldar og þá erum við að tala um allar fullorðinstreyjur og treyjur í öllum stærðum.Lord Bendtner strikes again! pic.twitter.com/cFyAXI4wKm — ESPN UK (@ESPNUK) September 3, 2019 Nicklas Bendtner er einn frægasti knattspyrnumaður Dana eftir tíma sinn hjá Arsenal en undanfarin ár hefur hann leikið með Rosenborg í Noregi. Þessi frábæra treyjusala er gott dæmi um vinsældir hans. Nicklas Bendtner er nú 31 árs gamall en hann var aðeins sextán ára gamall þegar hann yfirgaf unglingalið Kjøbenhavns Boldklub og samdi við Arsenal. Þá var árið 2004 en nú fimmtán árum síðan snýr hann aftur heim í danska boltann. Bendtner hafði árið 2004 skorað fjögur mörk í sex leikjum með dönskum unglingalandsliðum og vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína. Hann fékk síðan sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Arsenal rúmu ári síðar.September 2 - FC Copenhagen sign Nicklas Bendtner September 3 - FC Copenhagen's complete stock of adult jerseys sell out Doing the Lord's work pic.twitter.com/3LfLTlA8yJ — Goal (@goal) September 3, 2019 Bendtner fór á láni til Birmingham City áður en hann fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri með Arsenal. Undir lok tíma hans hjá Arsenal lánaði félagið hann til Juventus og eftir tíma sinn hjá Arsenal reyndi hann fyrir sér hjá Wolfsburg í Þýskalandi. Bendtner skoraði síðan 24 mörk í 57 deildarleikjum með Rosenborg í Noregi frá 2017 til 2019. View this post on InstagramA post shared by Nicklas Bendtner (@bendtner14) on Sep 3, 2019 at 8:59am PDT Danmörk Fótbolti Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Nicklas Bendtner er kominn heim til Danmerkur en hann samdi á mánudaginn við danska stórliðið FC frá Kaupmannahöfn. Það er óhætt að segja að þessi samningur hafi haft góð áhrif á treyjusölu danska félagsins. Aðeins sólarhring síðar þá voru allar FCK treyjurnar uppseldar og þá erum við að tala um allar fullorðinstreyjur og treyjur í öllum stærðum.Lord Bendtner strikes again! pic.twitter.com/cFyAXI4wKm — ESPN UK (@ESPNUK) September 3, 2019 Nicklas Bendtner er einn frægasti knattspyrnumaður Dana eftir tíma sinn hjá Arsenal en undanfarin ár hefur hann leikið með Rosenborg í Noregi. Þessi frábæra treyjusala er gott dæmi um vinsældir hans. Nicklas Bendtner er nú 31 árs gamall en hann var aðeins sextán ára gamall þegar hann yfirgaf unglingalið Kjøbenhavns Boldklub og samdi við Arsenal. Þá var árið 2004 en nú fimmtán árum síðan snýr hann aftur heim í danska boltann. Bendtner hafði árið 2004 skorað fjögur mörk í sex leikjum með dönskum unglingalandsliðum og vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína. Hann fékk síðan sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Arsenal rúmu ári síðar.September 2 - FC Copenhagen sign Nicklas Bendtner September 3 - FC Copenhagen's complete stock of adult jerseys sell out Doing the Lord's work pic.twitter.com/3LfLTlA8yJ — Goal (@goal) September 3, 2019 Bendtner fór á láni til Birmingham City áður en hann fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri með Arsenal. Undir lok tíma hans hjá Arsenal lánaði félagið hann til Juventus og eftir tíma sinn hjá Arsenal reyndi hann fyrir sér hjá Wolfsburg í Þýskalandi. Bendtner skoraði síðan 24 mörk í 57 deildarleikjum með Rosenborg í Noregi frá 2017 til 2019. View this post on InstagramA post shared by Nicklas Bendtner (@bendtner14) on Sep 3, 2019 at 8:59am PDT
Danmörk Fótbolti Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira