Plastlaus september Heiður Magný Herbertsdóttir skrifar 4. september 2019 07:00 Ánægjulegt er að segja frá því að nú í þriðja skipti fer árvekniátakið Plastlaus september af stað. Á þessum tveimur árum síðan átakið fór fyrst af stað hefur mikið vatn runnið til sjávar. Tölur frá Sorpu sýna að plast skili sér betur til endurvinnslu og hlutfall þess fer minnkandi í almennu heimilissorpi. Aðgengi og úrval af plastlausum vörum hefur stóraukist og nú má finna í almennum matvöruverslunum plastminni og plastlausar vörur. Þegar farið er í matvörubúð má sjá að framleiðendur eru farnir að leita leiða til þess að minnka pakkningar sínar. Sem dæmi má nefna pakkningar af kjöti þar sem leitast er við að minnka plastið og byrjað að nota pappa með. Á þessar pakkningar eru komnar leiðbeiningar um hvernig þær skal flokka, til þess að einfalda neytandanum lífið. Einnig er hægt kaupa bambustannbursta og bambuseyrnapinna í helstu matvörubúðum. Þetta sýnir að það er eftirspurn eftir plastminni vörum og að einstaklingar hafa áhrif þegar þeir velja vörur. Plastlaus september snýst um það að minnka neyslu, velja fjölnota umbúðir fram yfir einnota. Átakið snýst ekki um að vera fullkomlega plastlaus í september heldur að finna sér markmið í mánuðinum til að minnka neyslu á einnota plastumbúðum. Talað er um að það taki 21 dag að breyta venjum sínum. Hvet ég því alla til að taka þátt í átakinu með því að setja sér markmið við hæfi í mánuðinum. Því margar litlar breytingar verða að einni stóri og getum við öll haft áhrif. Höfum jákvæðnina að leiðarljósi í breyttum neysluvenjum og hrósum hvert öðru fyrir það sem er vel gert. Hægt er að kynna sér átakið nánar á vefsíðunni plastlausseptember.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ánægjulegt er að segja frá því að nú í þriðja skipti fer árvekniátakið Plastlaus september af stað. Á þessum tveimur árum síðan átakið fór fyrst af stað hefur mikið vatn runnið til sjávar. Tölur frá Sorpu sýna að plast skili sér betur til endurvinnslu og hlutfall þess fer minnkandi í almennu heimilissorpi. Aðgengi og úrval af plastlausum vörum hefur stóraukist og nú má finna í almennum matvöruverslunum plastminni og plastlausar vörur. Þegar farið er í matvörubúð má sjá að framleiðendur eru farnir að leita leiða til þess að minnka pakkningar sínar. Sem dæmi má nefna pakkningar af kjöti þar sem leitast er við að minnka plastið og byrjað að nota pappa með. Á þessar pakkningar eru komnar leiðbeiningar um hvernig þær skal flokka, til þess að einfalda neytandanum lífið. Einnig er hægt kaupa bambustannbursta og bambuseyrnapinna í helstu matvörubúðum. Þetta sýnir að það er eftirspurn eftir plastminni vörum og að einstaklingar hafa áhrif þegar þeir velja vörur. Plastlaus september snýst um það að minnka neyslu, velja fjölnota umbúðir fram yfir einnota. Átakið snýst ekki um að vera fullkomlega plastlaus í september heldur að finna sér markmið í mánuðinum til að minnka neyslu á einnota plastumbúðum. Talað er um að það taki 21 dag að breyta venjum sínum. Hvet ég því alla til að taka þátt í átakinu með því að setja sér markmið við hæfi í mánuðinum. Því margar litlar breytingar verða að einni stóri og getum við öll haft áhrif. Höfum jákvæðnina að leiðarljósi í breyttum neysluvenjum og hrósum hvert öðru fyrir það sem er vel gert. Hægt er að kynna sér átakið nánar á vefsíðunni plastlausseptember.is.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun