Gerum landsbyggðina máttuga aftur! Einar Freyr Elínarson skrifar 4. september 2019 07:00 Hvernig gerum við það? Jú, að sjálfsögðu með menntun. Vandamálið sem við stöndum hins vegar frammi fyrir og þurfum að bregðast við nú þegar er að það ríkir ekki jafnrétti til náms fyrir ungmenni á landsbyggðinni. Fyrir það fyrsta þá kostar það foreldra á landsbyggðinni margar milljónir að styðja börnin sín í gegnum framhaldsskóla. Líklegast er það þó hvað dýrast fyrir foreldra af okkar svæði í Vestur-Skaftafellssýslu þar sem ekki er einu sinni í boði heimavist við FSu. Við þurfum annaðhvort að reiða okkur á ættingja á höfuðborgarsvæðinu eða vera svo heppin að finna einhvern sem er að leigja herbergi eða bílskúr. Í öðru lagi eru þær kröfur sem gerðar eru til barna sem flytja að heiman 15-16 ára gömul algjörlega fráleitar. Það er úr takt við tímann að ætlast til þess að 15-18 ára ungmenni sjái um sig sjálf. Það þarf ekki bara góðar heimavistir heldur þarf almennilega þjónustu á heimavist og í skóla. Það þarf utanumhald og eftirlit með vellíðan ungmenna, aðstoð við heimilishald o.s.frv. Eins og við gerum orðið stífar kröfur víða í okkar samfélagi þá höfum við spennt bogann allt of lágt þegar kemur að þeim ungmennum sem sækja nám fjarri lögheimili. Það er gjarnan sagt að þau ungmenni sem búa við þennan veruleika fullorðnist hraðar en önnur. Það kann svosem að vera. En fyrir utan það hvað það er fráleitt markmið í sjálfu sér þá mætti frekar að segja að þeir sem þola það þroskist við það en þeir sem þola það ekki flosni úr námi og líði fyrir það. Sem er kannski að hluta til skýringin á meira brottfalli úr skóla og aukinni hættu á geðrænum vandamálum hjá ungmennum á landsbyggðinni. Þessi veruleiki sem við búum við er stór áhrifaþáttur í því að fólk ákveður að setjast ekki að úti á landi eða ákveður að flytja á suðvesturhornið þegar styttist í framhaldsskólagöngu barna sinna. Þessu þarf að breyta. Til að leiðrétta kúrsinn má byrja á því að: -Skilgreina og veita stoðþjónustu samhliða námi fyrir nemendur sem sækja nám fjarri lögheimili. -Tryggja búsetuúrræði fyrir nemendur í framhaldsskóla á öllu landinu. Fyrsta skrefið verður að vera að koma á fót heimavist við FSu. -Bjóða ungmennum sem dvelja á heimavist gjaldfrjálst í almenningssamgöngur til að komast heim um helgar og tryggja að leiðakerfi þjónusti þennan hóp. -Veita foreldrum á landsbyggðinni skattaafslætti eða endurgreiða þeim allt að 2 milljónir króna vegna kostnaðar við að senda barn í framhaldsskóla. -Flytja ríkisstofnanir og störf markvisst á landsbyggðina í því augnamiði að hækka menntunarstig og veita fyrirtækjum á landsbyggðinni skattaafslætti til að ýta undir fjölbreyttari atvinnutækifæri. Það má vel ræða sameiningar sveitarfélaga. Þær einar og sér eru hins vegar engin lausn á þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir og ég hef áhyggjur af því að þær dreifi athyglinni frá því sem við þyrftum raunverulega að ræða. Við þurfum að ræða um hærra menntunarstig, fjölbreyttara atvinnulíf og öflugra menningarstarf. Ef ekki þá verðum við hægt og bítandi hagrædd í drep af Excel-erunum.Höfundur er oddviti Mýrdalshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar Freyr Elínarson Skóla - og menntamál Mest lesið Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr skrifar Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Hvernig gerum við það? Jú, að sjálfsögðu með menntun. Vandamálið sem við stöndum hins vegar frammi fyrir og þurfum að bregðast við nú þegar er að það ríkir ekki jafnrétti til náms fyrir ungmenni á landsbyggðinni. Fyrir það fyrsta þá kostar það foreldra á landsbyggðinni margar milljónir að styðja börnin sín í gegnum framhaldsskóla. Líklegast er það þó hvað dýrast fyrir foreldra af okkar svæði í Vestur-Skaftafellssýslu þar sem ekki er einu sinni í boði heimavist við FSu. Við þurfum annaðhvort að reiða okkur á ættingja á höfuðborgarsvæðinu eða vera svo heppin að finna einhvern sem er að leigja herbergi eða bílskúr. Í öðru lagi eru þær kröfur sem gerðar eru til barna sem flytja að heiman 15-16 ára gömul algjörlega fráleitar. Það er úr takt við tímann að ætlast til þess að 15-18 ára ungmenni sjái um sig sjálf. Það þarf ekki bara góðar heimavistir heldur þarf almennilega þjónustu á heimavist og í skóla. Það þarf utanumhald og eftirlit með vellíðan ungmenna, aðstoð við heimilishald o.s.frv. Eins og við gerum orðið stífar kröfur víða í okkar samfélagi þá höfum við spennt bogann allt of lágt þegar kemur að þeim ungmennum sem sækja nám fjarri lögheimili. Það er gjarnan sagt að þau ungmenni sem búa við þennan veruleika fullorðnist hraðar en önnur. Það kann svosem að vera. En fyrir utan það hvað það er fráleitt markmið í sjálfu sér þá mætti frekar að segja að þeir sem þola það þroskist við það en þeir sem þola það ekki flosni úr námi og líði fyrir það. Sem er kannski að hluta til skýringin á meira brottfalli úr skóla og aukinni hættu á geðrænum vandamálum hjá ungmennum á landsbyggðinni. Þessi veruleiki sem við búum við er stór áhrifaþáttur í því að fólk ákveður að setjast ekki að úti á landi eða ákveður að flytja á suðvesturhornið þegar styttist í framhaldsskólagöngu barna sinna. Þessu þarf að breyta. Til að leiðrétta kúrsinn má byrja á því að: -Skilgreina og veita stoðþjónustu samhliða námi fyrir nemendur sem sækja nám fjarri lögheimili. -Tryggja búsetuúrræði fyrir nemendur í framhaldsskóla á öllu landinu. Fyrsta skrefið verður að vera að koma á fót heimavist við FSu. -Bjóða ungmennum sem dvelja á heimavist gjaldfrjálst í almenningssamgöngur til að komast heim um helgar og tryggja að leiðakerfi þjónusti þennan hóp. -Veita foreldrum á landsbyggðinni skattaafslætti eða endurgreiða þeim allt að 2 milljónir króna vegna kostnaðar við að senda barn í framhaldsskóla. -Flytja ríkisstofnanir og störf markvisst á landsbyggðina í því augnamiði að hækka menntunarstig og veita fyrirtækjum á landsbyggðinni skattaafslætti til að ýta undir fjölbreyttari atvinnutækifæri. Það má vel ræða sameiningar sveitarfélaga. Þær einar og sér eru hins vegar engin lausn á þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir og ég hef áhyggjur af því að þær dreifi athyglinni frá því sem við þyrftum raunverulega að ræða. Við þurfum að ræða um hærra menntunarstig, fjölbreyttara atvinnulíf og öflugra menningarstarf. Ef ekki þá verðum við hægt og bítandi hagrædd í drep af Excel-erunum.Höfundur er oddviti Mýrdalshrepps.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar