Fjörutíu Haukur Örn Birgisson skrifar 3. september 2019 14:15 Það er ekki langt síðan ég hélt upp á fertugsafmælið. Mér fannst það ekkert stórmál enda lít ég enn á sjálfan mig sem strák. Ég veit samt vel að ég er það ekki. Ég er farinn að gera alls konar hluti sem raunverulegir strákar gera ekki. Með aldrinum fer maður að haga sér undarlega, segja skrítna hluti og hafa áhuga á hlutum sem áður þóttu glataðir. Oft á dag stend ég sjálfan mig að því að segja börnunum mínum pabbabrandara, sem þau hrista hausinn yfir og skammast sín fyrir. Ég skráði mig á hverfasíðu á Facebook, þar sem miðaldra nágrannar mínir kvarta undan aksturslagi fólks á tilteknum gatnamótum og unglingum sem aka um hjálmlausir á vespum. Þeir froðufella af reiði þegar einhver skýtur upp flugeldi um mitt sumar eftir klukkan tíu að kvöldi og svo birta þeir ljósmyndir af hundaskít á gangstéttum til að hafa upp á eigandanum. Vel á minnst, hver tekur eiginlega ljósmynd af kúk og birtir á samfélagsmiðli með GPS-hnitum saursins? Nema hvað ... Veðurfar og ættfræði fara að skipa stóran þátt í samtölum manns og alltof margir vinir finna hamingju í maraþoni og Járnkallskeppnum. Ef þeir eru ekki orðnir Landvættir þá eru þeir alveg að verða það. Tilvistarkreppan er slík að nauðsynlegt verður að sanna fyrir sjálfum sér og öðrum að líkami og sál séu ekki komin fram yfir síðasta söludag. Það er einhver firra sem leggst yfir fertuga. Líf manns verður eins og bíómynd sem er sýnd örlítið úr fókus, þannig að maður áttar sig ekki fyllilega á því hvers vegna maður gerir það sem maður gerir. Vonandi eldist þetta af manni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Tímamót Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Það er ekki langt síðan ég hélt upp á fertugsafmælið. Mér fannst það ekkert stórmál enda lít ég enn á sjálfan mig sem strák. Ég veit samt vel að ég er það ekki. Ég er farinn að gera alls konar hluti sem raunverulegir strákar gera ekki. Með aldrinum fer maður að haga sér undarlega, segja skrítna hluti og hafa áhuga á hlutum sem áður þóttu glataðir. Oft á dag stend ég sjálfan mig að því að segja börnunum mínum pabbabrandara, sem þau hrista hausinn yfir og skammast sín fyrir. Ég skráði mig á hverfasíðu á Facebook, þar sem miðaldra nágrannar mínir kvarta undan aksturslagi fólks á tilteknum gatnamótum og unglingum sem aka um hjálmlausir á vespum. Þeir froðufella af reiði þegar einhver skýtur upp flugeldi um mitt sumar eftir klukkan tíu að kvöldi og svo birta þeir ljósmyndir af hundaskít á gangstéttum til að hafa upp á eigandanum. Vel á minnst, hver tekur eiginlega ljósmynd af kúk og birtir á samfélagsmiðli með GPS-hnitum saursins? Nema hvað ... Veðurfar og ættfræði fara að skipa stóran þátt í samtölum manns og alltof margir vinir finna hamingju í maraþoni og Járnkallskeppnum. Ef þeir eru ekki orðnir Landvættir þá eru þeir alveg að verða það. Tilvistarkreppan er slík að nauðsynlegt verður að sanna fyrir sjálfum sér og öðrum að líkami og sál séu ekki komin fram yfir síðasta söludag. Það er einhver firra sem leggst yfir fertuga. Líf manns verður eins og bíómynd sem er sýnd örlítið úr fókus, þannig að maður áttar sig ekki fyllilega á því hvers vegna maður gerir það sem maður gerir. Vonandi eldist þetta af manni.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar