Styttist í Íslandsheimsókn Pence Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. september 2019 19:00 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þegar hann kemur hingað til lands á miðvikudag. Pence ætlar að ræða varnarmál á Norðurslóðum í heimsókn sinni. Varaforsetinn fundaði með forseta Póllands í dag en hélt svo þaðan í heimsókn til Írlands. Forsætisráðherra mun hitta bandaríska varaforsetann í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi miðvikudags, samkvæmt því sem kom fram á vef Stjórnarráðsins í dag. Þá verður Katrín komin til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku.Pence átti fund með Andrzej Duda, forseta Póllands, í Varsjá í dag. Undirrituðu þeir yfirlýsingu um samvinnu að uppbyggingu 5G-fjarskiptatækni en Bandaríkjamenn hafa sótt hart að bandamönnum sínum að versla ekki við kínverska tæknifyrirtækið Huawei, sem bandarískar öryggisstofnanir fullyrða að stundi njósnir fyrir kínversk stjórnvöld, á því sviði. „Þessi yfirlýsing mun tryggja öryggi fjarskiptainnviða okkar. Með henni setjum við mikilvæg fordæmi fyrir önnur Evrópuríki í 5G-uppbyggingarmálum,“ sagði Pence. Varaforsetahjónunum var svo vel tekið þegar þau lentu á Shannon-flugvelli á Írlandi. Pence fundar með með bæði forseta og forsætisráðherra Íra í Dyflinni á morgun. Efnt hefur verið til mótmæla vegna komu Pence til Dyflinnar. Einna helst má rekja óánægju mótmælenda til afstöðu varaforsetans til þungunarrofs og réttinda hinsegin fólks. Lögreglan hér heima býst einnig við mótmælum er Bandaríkjamaðurinn kemur til landsins í vikunni. Embætti ríkislögreglustjóra fer með yfirstjórn aðgerða vegna heimsóknarinnar og hafa mannfjöldastjórnunarflokkar verið kallaðir til frá öðrum lögregluumdæmum. Þá mun sérsveitin annast lífvarðagæslu og öryggisviðbúnað í samvinnu við öryggisgæslu Pence. Öryggisverðir varaforsetans fá leyfi til þess að bera vopn. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Norðurslóðir Varnarmál Tengdar fréttir Katrín og Pence funda á Keflavíkurflugvelli Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku. 2. september 2019 16:10 Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um "innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. 28. ágúst 2019 20:13 Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þegar hann kemur hingað til lands á miðvikudag. Pence ætlar að ræða varnarmál á Norðurslóðum í heimsókn sinni. Varaforsetinn fundaði með forseta Póllands í dag en hélt svo þaðan í heimsókn til Írlands. Forsætisráðherra mun hitta bandaríska varaforsetann í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi miðvikudags, samkvæmt því sem kom fram á vef Stjórnarráðsins í dag. Þá verður Katrín komin til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku.Pence átti fund með Andrzej Duda, forseta Póllands, í Varsjá í dag. Undirrituðu þeir yfirlýsingu um samvinnu að uppbyggingu 5G-fjarskiptatækni en Bandaríkjamenn hafa sótt hart að bandamönnum sínum að versla ekki við kínverska tæknifyrirtækið Huawei, sem bandarískar öryggisstofnanir fullyrða að stundi njósnir fyrir kínversk stjórnvöld, á því sviði. „Þessi yfirlýsing mun tryggja öryggi fjarskiptainnviða okkar. Með henni setjum við mikilvæg fordæmi fyrir önnur Evrópuríki í 5G-uppbyggingarmálum,“ sagði Pence. Varaforsetahjónunum var svo vel tekið þegar þau lentu á Shannon-flugvelli á Írlandi. Pence fundar með með bæði forseta og forsætisráðherra Íra í Dyflinni á morgun. Efnt hefur verið til mótmæla vegna komu Pence til Dyflinnar. Einna helst má rekja óánægju mótmælenda til afstöðu varaforsetans til þungunarrofs og réttinda hinsegin fólks. Lögreglan hér heima býst einnig við mótmælum er Bandaríkjamaðurinn kemur til landsins í vikunni. Embætti ríkislögreglustjóra fer með yfirstjórn aðgerða vegna heimsóknarinnar og hafa mannfjöldastjórnunarflokkar verið kallaðir til frá öðrum lögregluumdæmum. Þá mun sérsveitin annast lífvarðagæslu og öryggisviðbúnað í samvinnu við öryggisgæslu Pence. Öryggisverðir varaforsetans fá leyfi til þess að bera vopn.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Norðurslóðir Varnarmál Tengdar fréttir Katrín og Pence funda á Keflavíkurflugvelli Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku. 2. september 2019 16:10 Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um "innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. 28. ágúst 2019 20:13 Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Katrín og Pence funda á Keflavíkurflugvelli Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku. 2. september 2019 16:10
Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um "innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. 28. ágúst 2019 20:13
Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45