Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, keypti í morgun hlutabréf í fyrirtækinu fyrir tæplega 56 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallarinnar varðandi viðskipti innherja.
Heiðar keypti alls tvær milljónir hluta á genginu 27,85 krónur á hlut. Að viðskiptunum loknum á Heiðar rúmlega 27 milljónir hluta í fyrirtækinu sem hann stýrir. Verðmæti eignarhluts hans nemur í dag 756 milljónum króna.
Vísir er í eigu Sýnar.
