„Eftir mark Óskars þá reyndu þeir ekki að spila fótbolta. Ég er pínu svekktur yfir því hvernig KR-ingarnir koma inn í seinni hálfleikinn. Verðandi Íslandsmeistarar, reynið að spila smá fótbolta fyrir fólkið ykkar. Mér fannst það vera skrítið þar sem liðið er með fullt af frábærum fótboltamönnum,“ sagði Jóhannes Karl frekar svekktur eftir leik.
Óskar Örn sat ekki þegjandi undir svona ummælum og skaut fast á móti.
„Í fyrri hálfleik þá komu þeir ekki yfir miðju. Það er erfitt að skora á móti ellefu mönnum, sem æfa alla vikuna, og standa svo bara á teignum,“ sagði Óskar Örn.
Sjá má ummælin og umræðuna í Pepsi Max-mörkunum hér að neðan.