Viðskipti innlent

Kaupir Merkismenn

Atli Ísleifsson skrifar
Gunnar Trausti Gunnbjörnsson, seljandi Merkismanna, og Ragnar Másson, framkvæmdastjóri Fjölprents.
Gunnar Trausti Gunnbjörnsson, seljandi Merkismanna, og Ragnar Másson, framkvæmdastjóri Fjölprents. fjölprent
Fjölprent hefur keypt Merkismenn og hefur sameinað starfsemi fyrirtækjanna undir sínu nafni.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu, en Merkismenn hafa starfað allt frá árinu 1989 við skiltagerð, auk þess að merkja bíla, prenta útifána og gluggafilmur.

Í tilkynningunni segir að Fjölprent hafi sérhæft sig í prentun auglýsingaskilta, límmiða og fána. Fjölprent var upphaflega stofnað árið 1953 og er til húsa að við Norðlingabraut í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×