Íslenski boltinn

Pepsi Max mörkin: Hvers konar útbúnaður er þetta eiginlega hjá dómurunum?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eysteinn Hrafnkelsson skiptir um skó.
Eysteinn Hrafnkelsson skiptir um skó. Mynd/Stöð 2 Sport
Eysteinn Hrafnkelsson, aðstoðardómari leiks KR og ÍA í Pepsi Max deild karla í gær, þurfti að fá aðstoð frá varadómaranum Þorvaldi Árnasyni í miðjum leik eftir vandræði með skóbúnað sinn.

Pepsi Max mörkin ræddu aðeins þessa uppákomu í leiknum en þarna var rúmlega hálftími liðinn af fyrri hálfleik.

„Logi, nú ertu mjög málkunnugur Guðna Bergssyni, formanni KSÍ. Þarf hann ekki að fara að splæsa í nýja skó fyrir menn sem eru að dæma þessa leiki,“ sagði Hörður Magnússon, umsjónarmaður Pepsi Max markanna.

Hörður beindi spurningu sinni til Loga Ólafssonar um leið og það voru sýndar myndir af Eysteini Hrafnkelssyni að skipta um skó í miðjum leik.

„Það þarf að minnsta kosti að hækka launin hjá aðstoðardómurunum,“ sagði Logi en Þorvaldur Árnason var kominn út á völl til að hjálpa Eysteini að skipta um skó.

„Dómarinn þarf þarna að fá nýja skó og sjáið skóinn sem hann er fara úr. Hvers konar útbúnaður er þetta eiginlega,“ spurði Logi.

„Ég held að dómarastjórinn þurfti að fara eyða í nýja skó fyrir þá,“ skaut Þorvaldur Örlygsson inn í.

„Þetta eru greinilega vel nýttir skór,“ sagði Hörður. „Já, það er ekkert verið að eyða neitt að óþörfu þarna,“ sagði Logi.

Það má sjá þetta innslag úr Pepsi Max mörkunum sem og myndir af skóm Eysteins í myndbandinu hér fyrir neðan.



Klippa: Pepsi Max mörkin: Dómarinn þurfti að skipta um skó



Fleiri fréttir

Sjá meira


×