Spænsku stórliðin gætu sótt sér stjörnuleikmenn á lokadegi gluggans á Spáni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2019 07:00 Paul Pogba og Neymar á góðri stundu. Getty/Alexander Hassenstein Paul Pogba, Neymar og Christian Eriksen hafa allir verið orðaðir við spænsk félög í allt sumar og í dag er síðasti möguleikinn fyrir spænsku stórliðin að sækja þessa stórstjörnur. Félagsskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni lokaði fyrir fyrsta leik en fjórða umferðin kláraðist um helgina. Glugginn hjá restinni af Evrópu lokar aftur á móti ekki fyrr en í dag. Það er því ekki útilokað að lið eins og Barcelona eða Real Madrid styrki sem með einhverjum stórstjörnum en bæði lið hafa verið að hiksta í upphafi leiktíðar.Could it be a busy Monday? The #LaLiga deadline day deals to look out for https://t.co/8WEkbwBXHPpic.twitter.com/SGae7BQ8Ln — BBC Sport (@BBCSport) September 1, 2019Stærsta saga síðustu vikna hefur verið óvissan með framtíð Neymar hjá Paris Saint Germain og fréttir af allskonar tilboðum Barcelona til að endurheimta Brasilíumanninn. Neymar vill fara aftur til Barcelona og Barcelona vill fá hann. PSG keypti hann hins vegar á sínum tíma fyrir fáránlega háa upphæð og ætlar ekki að gefa mikinn afslátt. Barcelona hefur verið að bjóða mikinn pening og leikmenn með í kaupunum en samningar hafa enn ekki náðst. Glugginn lokar klukkan 22.00 að íslenskum tíma og eflaust verða frekari hræringar í dag. Önnur saga sumarsins snýr að Paul Pogba hjá Manchester United og miklum áhuga Zinedine Zidane að fá hann til Real Madrid. Zidane ýjaði að því um helgina að það væri enn möguleiki á einni eða tveimur bombum hjá Real Madrid í dag en félagið hefur þegar eytt miklum peningi í sumarglugganum. Það kemur líka til greina hjá Real Madrid að kaupa Christian Eriksen frá Tottenham eða Donny van de Beek frá Ajax. Miðjumennirnir Mateo Kovacic (til Chelsea), Dani Ceballos (Arsenal) og Marcos Llorente (Atletico Madrid) eru ekki lengur með liðinu og þá er Luka Modric orðinn 34 ára gamall. Zidane veit því að hann þarf að styrkja miðju liðsins. Atletico Madrid og Sevilla hafa bæði byrjar spænsku deildina betur en Real Madrid og Barcelona og það er búist við því að þau gætu bæði styrkt sig framarlega á vellinum. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Sjá meira
Paul Pogba, Neymar og Christian Eriksen hafa allir verið orðaðir við spænsk félög í allt sumar og í dag er síðasti möguleikinn fyrir spænsku stórliðin að sækja þessa stórstjörnur. Félagsskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni lokaði fyrir fyrsta leik en fjórða umferðin kláraðist um helgina. Glugginn hjá restinni af Evrópu lokar aftur á móti ekki fyrr en í dag. Það er því ekki útilokað að lið eins og Barcelona eða Real Madrid styrki sem með einhverjum stórstjörnum en bæði lið hafa verið að hiksta í upphafi leiktíðar.Could it be a busy Monday? The #LaLiga deadline day deals to look out for https://t.co/8WEkbwBXHPpic.twitter.com/SGae7BQ8Ln — BBC Sport (@BBCSport) September 1, 2019Stærsta saga síðustu vikna hefur verið óvissan með framtíð Neymar hjá Paris Saint Germain og fréttir af allskonar tilboðum Barcelona til að endurheimta Brasilíumanninn. Neymar vill fara aftur til Barcelona og Barcelona vill fá hann. PSG keypti hann hins vegar á sínum tíma fyrir fáránlega háa upphæð og ætlar ekki að gefa mikinn afslátt. Barcelona hefur verið að bjóða mikinn pening og leikmenn með í kaupunum en samningar hafa enn ekki náðst. Glugginn lokar klukkan 22.00 að íslenskum tíma og eflaust verða frekari hræringar í dag. Önnur saga sumarsins snýr að Paul Pogba hjá Manchester United og miklum áhuga Zinedine Zidane að fá hann til Real Madrid. Zidane ýjaði að því um helgina að það væri enn möguleiki á einni eða tveimur bombum hjá Real Madrid í dag en félagið hefur þegar eytt miklum peningi í sumarglugganum. Það kemur líka til greina hjá Real Madrid að kaupa Christian Eriksen frá Tottenham eða Donny van de Beek frá Ajax. Miðjumennirnir Mateo Kovacic (til Chelsea), Dani Ceballos (Arsenal) og Marcos Llorente (Atletico Madrid) eru ekki lengur með liðinu og þá er Luka Modric orðinn 34 ára gamall. Zidane veit því að hann þarf að styrkja miðju liðsins. Atletico Madrid og Sevilla hafa bæði byrjar spænsku deildina betur en Real Madrid og Barcelona og það er búist við því að þau gætu bæði styrkt sig framarlega á vellinum.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Sjá meira