Orkupakkamálið snýst ekki um orku Þór Rögnvaldsson skrifar 2. september 2019 07:30 Tíundi áratugurinn var að mörgu leyti góður áratugur. Í þann tíma ríkti bjartsýni í heiminum og var ástæðan fyrst og fremst sú að þá höfðu múrar fallið. Fyrst féll Berlínarmúrinn og síðan lauk kalda stríðinu sem sundrað hafði heiminum allt frá stríðslokum. Í bjartsýnum heimi jókst samvinna á milli þjóða og einstaklinga. Menn höfðu ekki verið jafn mikið sama sinnis síðan, tja – ég veit bara ekki hvað segja skal: síðan aldrei fyrr í manna minnum! Heimurinn var sem sagt að sameinast og einangrunarhyggjan að víkja. Á þessum dögum sló „stóra hjartað“ í brjóstum manna sem vildu veg hugsjónarinnar sem mestan; þ.e. þeirrar hugsjónar sem kennir að öll séum við manneskjur og að þess vegna sé engin manneskja annarri æðri – óháð kyni og kynþætti; þjóðerni, menningu, trúarbrögðum og tungumáli. Síðan kom bakslag. Borgarastyrjöld hófst í Sýrlandi – og lauk með því að meiri hluti landsmanna fór á vergang og flúði land. Þetta fólk – sem og aðrir afrískir flóttamenn – flæddi síðan yfir Evrópu í leit að hæli og heimili. Og nú kom fljótlega annað hljóð í strokkinn. Nú bættist stöðugt í hóp þeirra sem fóru að líta á aðkomufólk þetta óvildaraugum. Hugsjónin um mennsku allra manna fór smátt og smátt hallloka fyrir því viðhorfi sem hafnaði samvinnu og hampaði einangrunarhyggju. Og því var rökrétt að nú efldust þær pólitísku hreyfingar sem lengi hafði kraumað í undir sléttu og felldu yfirborðinu: þær hreyfingar „litla hjartans“ sem kenna að hver sé sjálfum sér næstur. Þetta eru „hugsjónir“ poppúlismans sem um fram allt vill reisa múra og stefna að sem mestri einangrun. Og nú hefur þessi ófögnuður – poppúlisminn – líka fest rætur hér á landi. Og nú fara fulltrúar hreyfingarinnar hamförum – belgja sig upp af heilagri vandlætingu – út af málefni sem skiptir okkur Íslendinga litlu sem engu máli. Þriðji orkupakkinn lýtur að frjálsu flæði á orkuvörum – og þar af leiðandi líka rafmagni – þvert yfir landamæri þeirra ríkja sem gengið hafa Evrópusamvinnunni á hönd. Hér er um eðlilega löggjöf að ræða sem staðfestir þá staðreynd að markmiðið með Evrópusamstarfi þjóðanna sé, já – að stuðla að samstarfi! Í annan stað er ástæðan fyrir því að pakkinn skiptir okkur Íslendinga nánast engu máli sú staðreynd að við búum á eylandi lengst úti á ballarhafi – og að allar bollaleggingar um sæstreng eru ekki nema fleipur einar. Umræðan um þriðja orkupakkann snýst því ekki um orkumál. Umræðan um þriðja orkupakkann snýst um það hvort við Íslendingar eigum að kjósa samvinnu – eða einangrunarhyggju; hvort við eigum að kjósa viðhorf „stóra hjartans“ sem breiðir út arma sína – eða viðhorf „litla hjartans“ sem krýpur inn í eigin skel og bægir helst öllum „öðrum“ frá sér. Á hitt ber loks að líta að það væri stórhættulegt fyrir okkur Íslendinga að hafna þriðja orkupakkanum vegna þess að þannig værum við að vega að EES-aðild okkar og EES-samningurinn er langtum mikilvægasti og hagstæðasti milliríkjasamningur sem við höfum gert – og hér liggur hundurinn grafinn – vegna þess að þetta vita poppúlistarnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þór Rögnvaldsson Þriðji orkupakkinn Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Tíundi áratugurinn var að mörgu leyti góður áratugur. Í þann tíma ríkti bjartsýni í heiminum og var ástæðan fyrst og fremst sú að þá höfðu múrar fallið. Fyrst féll Berlínarmúrinn og síðan lauk kalda stríðinu sem sundrað hafði heiminum allt frá stríðslokum. Í bjartsýnum heimi jókst samvinna á milli þjóða og einstaklinga. Menn höfðu ekki verið jafn mikið sama sinnis síðan, tja – ég veit bara ekki hvað segja skal: síðan aldrei fyrr í manna minnum! Heimurinn var sem sagt að sameinast og einangrunarhyggjan að víkja. Á þessum dögum sló „stóra hjartað“ í brjóstum manna sem vildu veg hugsjónarinnar sem mestan; þ.e. þeirrar hugsjónar sem kennir að öll séum við manneskjur og að þess vegna sé engin manneskja annarri æðri – óháð kyni og kynþætti; þjóðerni, menningu, trúarbrögðum og tungumáli. Síðan kom bakslag. Borgarastyrjöld hófst í Sýrlandi – og lauk með því að meiri hluti landsmanna fór á vergang og flúði land. Þetta fólk – sem og aðrir afrískir flóttamenn – flæddi síðan yfir Evrópu í leit að hæli og heimili. Og nú kom fljótlega annað hljóð í strokkinn. Nú bættist stöðugt í hóp þeirra sem fóru að líta á aðkomufólk þetta óvildaraugum. Hugsjónin um mennsku allra manna fór smátt og smátt hallloka fyrir því viðhorfi sem hafnaði samvinnu og hampaði einangrunarhyggju. Og því var rökrétt að nú efldust þær pólitísku hreyfingar sem lengi hafði kraumað í undir sléttu og felldu yfirborðinu: þær hreyfingar „litla hjartans“ sem kenna að hver sé sjálfum sér næstur. Þetta eru „hugsjónir“ poppúlismans sem um fram allt vill reisa múra og stefna að sem mestri einangrun. Og nú hefur þessi ófögnuður – poppúlisminn – líka fest rætur hér á landi. Og nú fara fulltrúar hreyfingarinnar hamförum – belgja sig upp af heilagri vandlætingu – út af málefni sem skiptir okkur Íslendinga litlu sem engu máli. Þriðji orkupakkinn lýtur að frjálsu flæði á orkuvörum – og þar af leiðandi líka rafmagni – þvert yfir landamæri þeirra ríkja sem gengið hafa Evrópusamvinnunni á hönd. Hér er um eðlilega löggjöf að ræða sem staðfestir þá staðreynd að markmiðið með Evrópusamstarfi þjóðanna sé, já – að stuðla að samstarfi! Í annan stað er ástæðan fyrir því að pakkinn skiptir okkur Íslendinga nánast engu máli sú staðreynd að við búum á eylandi lengst úti á ballarhafi – og að allar bollaleggingar um sæstreng eru ekki nema fleipur einar. Umræðan um þriðja orkupakkann snýst því ekki um orkumál. Umræðan um þriðja orkupakkann snýst um það hvort við Íslendingar eigum að kjósa samvinnu – eða einangrunarhyggju; hvort við eigum að kjósa viðhorf „stóra hjartans“ sem breiðir út arma sína – eða viðhorf „litla hjartans“ sem krýpur inn í eigin skel og bægir helst öllum „öðrum“ frá sér. Á hitt ber loks að líta að það væri stórhættulegt fyrir okkur Íslendinga að hafna þriðja orkupakkanum vegna þess að þannig værum við að vega að EES-aðild okkar og EES-samningurinn er langtum mikilvægasti og hagstæðasti milliríkjasamningur sem við höfum gert – og hér liggur hundurinn grafinn – vegna þess að þetta vita poppúlistarnir.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar