Nýsköpun á niðurleið eftir aukningu eftirhrunsáranna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. september 2019 07:15 Magnús Þór Torfason, lektor við Háskóla Íslands, stóð að rannsókninni auk Wesley Sine. Fréttablaðið/Vilhelm Hlutfallsleg aukning varð í nýsköpun á Íslandi á árunum eftir bankahrunið 2008. Síðan 2014 hefur hlutfallið hins vegar lækkað. Þetta kemur fram í rannsókn sem Magnús Þór Torfason, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, og Wesley Sine, prófessor við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, vinna nú að út frá gögnum frá Hagstofunni. Í aðdraganda hrunsins réðu bankarnir mikið af nýútskrifuðu fólki úr ýmsum geirum. „Það er aðlaðandi fyrir fólk að fara inn í geira þar sem er þensla og mikil eftirspurn eftir fólki,“ segir Magnús. Samkeppni ríkti um starfsfólk, ungt fólk sem var að velta framtíðinni fyrir sér og hefði annars verið líklegt til að stofna eitthvað nýtt. Rannsóknin sýnir greinilega hlutfallslega fjölgun fyrirtækja í vísindum, tækni, ferðaþjónustu og fleiri nýsköpunartengdum greinum eftir hrunið þegar fólki fækkaði í bönkunum. Magnús segir að það séu engar róttækar hugmyndir að baki rannsókninni. „Rannsóknir hafa verið gerðar á því þegar hugbúnaðarfyrirtækið Oz hætti starfsemi. Þar inni var mikið af hæfileikaríku fólki sem stofnaði ný fyrirtæki, eins og til dæmis CCP,“ segir Magnús. „Líklega á það sama við um leikjafyrirtækið Plain Vanilla. Starfsfólkið þar hvarf ekki þegar fyrirtækið hvarf af sjónarsviðinu. Þetta er í anda kenningar hagfræðingsins Joseph Schumpeter um skapandi eyðileggingu. Að mikilvægt væri að fyrirtæki færu stundum á hausinn til að rýma fyrir öðrum.“ Í hruninu gerðist þetta á mun stærri skala. Nú er stefnan hjá Magnúsi og Wesley að komast að því hvort aukning í nýsköpun megi rekja til þeirra sem störfuðu í fjármálageiranum fyrir hrun. Áætlað er að niðurstöðurnar birtist á þessu ári. Wesley hefur áður rannsakað tengsl nýsköpunar og hagsveiflu erlendis. Þegar niðurstöður þessarar rannsóknar liggja fyrir munu þær verða skoðaðar í samhengi við útlönd. Magnús segir hrunið hér á Íslandi vera mjög skýrt og afmarkað, kreppa sem drifin var á einum geira sem krafðist fjölda af menntuðu fólki. Lækkunin síðan 2014 vekur athygli í ljósi ferðamannasprengjunnar sem orðið hefur. Magnús segir að aukin umsvif séu ekki ávísun á aukna nýsköpun. „Við eigum eftir að skoða betur af hverju þessi lækkun er tilkomin,“ segir hann. „Það er hægt að ímynda sér að lækkunin sé vegna þess að þensla eykst í hagkerfinu á ný og að hlutfallið sé aftur að færast í eðlilegt ástand. Fólk er einnig að keyra áfram fyrirtæki sem voru stofnuð fyrr frekar en að stofna ný fyrirtæki.“ Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Sjá meira
Hlutfallsleg aukning varð í nýsköpun á Íslandi á árunum eftir bankahrunið 2008. Síðan 2014 hefur hlutfallið hins vegar lækkað. Þetta kemur fram í rannsókn sem Magnús Þór Torfason, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, og Wesley Sine, prófessor við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, vinna nú að út frá gögnum frá Hagstofunni. Í aðdraganda hrunsins réðu bankarnir mikið af nýútskrifuðu fólki úr ýmsum geirum. „Það er aðlaðandi fyrir fólk að fara inn í geira þar sem er þensla og mikil eftirspurn eftir fólki,“ segir Magnús. Samkeppni ríkti um starfsfólk, ungt fólk sem var að velta framtíðinni fyrir sér og hefði annars verið líklegt til að stofna eitthvað nýtt. Rannsóknin sýnir greinilega hlutfallslega fjölgun fyrirtækja í vísindum, tækni, ferðaþjónustu og fleiri nýsköpunartengdum greinum eftir hrunið þegar fólki fækkaði í bönkunum. Magnús segir að það séu engar róttækar hugmyndir að baki rannsókninni. „Rannsóknir hafa verið gerðar á því þegar hugbúnaðarfyrirtækið Oz hætti starfsemi. Þar inni var mikið af hæfileikaríku fólki sem stofnaði ný fyrirtæki, eins og til dæmis CCP,“ segir Magnús. „Líklega á það sama við um leikjafyrirtækið Plain Vanilla. Starfsfólkið þar hvarf ekki þegar fyrirtækið hvarf af sjónarsviðinu. Þetta er í anda kenningar hagfræðingsins Joseph Schumpeter um skapandi eyðileggingu. Að mikilvægt væri að fyrirtæki færu stundum á hausinn til að rýma fyrir öðrum.“ Í hruninu gerðist þetta á mun stærri skala. Nú er stefnan hjá Magnúsi og Wesley að komast að því hvort aukning í nýsköpun megi rekja til þeirra sem störfuðu í fjármálageiranum fyrir hrun. Áætlað er að niðurstöðurnar birtist á þessu ári. Wesley hefur áður rannsakað tengsl nýsköpunar og hagsveiflu erlendis. Þegar niðurstöður þessarar rannsóknar liggja fyrir munu þær verða skoðaðar í samhengi við útlönd. Magnús segir hrunið hér á Íslandi vera mjög skýrt og afmarkað, kreppa sem drifin var á einum geira sem krafðist fjölda af menntuðu fólki. Lækkunin síðan 2014 vekur athygli í ljósi ferðamannasprengjunnar sem orðið hefur. Magnús segir að aukin umsvif séu ekki ávísun á aukna nýsköpun. „Við eigum eftir að skoða betur af hverju þessi lækkun er tilkomin,“ segir hann. „Það er hægt að ímynda sér að lækkunin sé vegna þess að þensla eykst í hagkerfinu á ný og að hlutfallið sé aftur að færast í eðlilegt ástand. Fólk er einnig að keyra áfram fyrirtæki sem voru stofnuð fyrr frekar en að stofna ný fyrirtæki.“
Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Sjá meira