Á Pilsudskitorgi Davíð Stefánsson skrifar 2. september 2019 08:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var í gær viðstaddur táknræna minningarathöfn á Pilsudskitorgi í Varsjá í Póllandi. Hann tók þar, ásamt fleiri þjóðhöfðingjum og fulltrúum ríkja, þátt í athöfn til að minnast innrásar Þjóðverja í Pólland en sá atburður markaði upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar í Evrópu árið 1939. Á 80 árum fennir í sporin. Í tíma færist saga seinna stríðs sífellt fjær. En á hildarleikinn þarf að minna. Afleiðingar stríðsins voru ægilegar og hörmungarnar ólýsanlegar, ekki síst í Póllandi og Austur-Evrópu. Eða eins og forsetinn komst að orði í yfirlýsingu sinni: „Við megum aldrei gleyma þeim glæpum sem voru framdir, þeirri grimmd sem geisaði og þeim miska sem milljónir manna þurftu að þola. Við megum aldrei gleyma helfo¨rinni gegn gyðingum auk annarra u´try´mingarherferða nasista og handbenda þeirra.“ Aðdragandi stríðsins var langur. Átökin og mannfall gríðarlegt og afleiðingar miklar bæði pólitískar og menningarlegar. Enn þann dag í dag er svo margt í umhverfi okkar sem er litað af þessum atburðum. Minnisvarðar um ægilegt mannfall Sovétmanna eru í hverju þorpi og borg undir Úralfjöllum. Enn þann dag í dag ríkir tortryggni milli þjóða vegna þessa. Seinni heimsstyrjöldin, sem og stríð nútímans, ætti að vera okkur áminning um mikilvægi friðsamlegrar alþjóðasamvinnu, -samskipta og -viðskipta. Þannig komum við best í veg fyrir styrjaldir: Með því að samþætta lífshagsmuni og örlög ólíkra þjóða. Þannig mætum við líka best nýjum ógnum samtímans, hryðjuverkum, netógnum og síðast en ekki síst loftslagsbreytingum, mengun og ógnum við líffræðilega fjölbreytni. Í viðtali við Fréttablaðið um helgina benti forseti Íslands á að seinna stríð sýni í hvaða ógöngur ofstækisfull þjóðremba getur leitt okkur. Það eru skýr skilaboð ekki síst nú þegar öfga- og einangrunaröflum vex ásmegin. Boðað er að réttur hins sterka ráði til að fá sínu framgengt og með valdi ef með þarf. Þá skipta grundvallarreglur lýðræðis og réttarríkis litlu, hvað þá opinská umræðuhefð og umburðarlyndi. Þá er stutt í kynþáttahyggju og ofbeldisverk. Hér er þörf á árvekni og hugrekki til að standa í ístaðið og standa gegn yfirgangsseggjum. Athöfnin á Pilsudskitorgi er líka áminning um að huga þarf að eigin þjóðaröryggi. Fámenn eyþjóð sem hvorki hefur burði né vilja til að ráða yfir her tryggir öryggi sitt og varnir best með virkri alþjóðasamvinnu. Það gerum við með samvinnu við Evrópuþjóðir. Það gerum við með nánum samskiptum við Bandaríkin. Að þessu miðar starf Íslands innan Sameinuðu þjóðanna, alþjóðastofnana á borð við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, Evrópuráðið og NATO. Síðast en ekki síst eru atburðirnir sem minnst var á Pilsudskitorgi áminning um mikilvægi þess að eiga staðfasta og sterka bandamenn. Í því ljósi ætti að skoða heimsókn varaforseta Bandaríkjanna á miðvikudag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var í gær viðstaddur táknræna minningarathöfn á Pilsudskitorgi í Varsjá í Póllandi. Hann tók þar, ásamt fleiri þjóðhöfðingjum og fulltrúum ríkja, þátt í athöfn til að minnast innrásar Þjóðverja í Pólland en sá atburður markaði upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar í Evrópu árið 1939. Á 80 árum fennir í sporin. Í tíma færist saga seinna stríðs sífellt fjær. En á hildarleikinn þarf að minna. Afleiðingar stríðsins voru ægilegar og hörmungarnar ólýsanlegar, ekki síst í Póllandi og Austur-Evrópu. Eða eins og forsetinn komst að orði í yfirlýsingu sinni: „Við megum aldrei gleyma þeim glæpum sem voru framdir, þeirri grimmd sem geisaði og þeim miska sem milljónir manna þurftu að þola. Við megum aldrei gleyma helfo¨rinni gegn gyðingum auk annarra u´try´mingarherferða nasista og handbenda þeirra.“ Aðdragandi stríðsins var langur. Átökin og mannfall gríðarlegt og afleiðingar miklar bæði pólitískar og menningarlegar. Enn þann dag í dag er svo margt í umhverfi okkar sem er litað af þessum atburðum. Minnisvarðar um ægilegt mannfall Sovétmanna eru í hverju þorpi og borg undir Úralfjöllum. Enn þann dag í dag ríkir tortryggni milli þjóða vegna þessa. Seinni heimsstyrjöldin, sem og stríð nútímans, ætti að vera okkur áminning um mikilvægi friðsamlegrar alþjóðasamvinnu, -samskipta og -viðskipta. Þannig komum við best í veg fyrir styrjaldir: Með því að samþætta lífshagsmuni og örlög ólíkra þjóða. Þannig mætum við líka best nýjum ógnum samtímans, hryðjuverkum, netógnum og síðast en ekki síst loftslagsbreytingum, mengun og ógnum við líffræðilega fjölbreytni. Í viðtali við Fréttablaðið um helgina benti forseti Íslands á að seinna stríð sýni í hvaða ógöngur ofstækisfull þjóðremba getur leitt okkur. Það eru skýr skilaboð ekki síst nú þegar öfga- og einangrunaröflum vex ásmegin. Boðað er að réttur hins sterka ráði til að fá sínu framgengt og með valdi ef með þarf. Þá skipta grundvallarreglur lýðræðis og réttarríkis litlu, hvað þá opinská umræðuhefð og umburðarlyndi. Þá er stutt í kynþáttahyggju og ofbeldisverk. Hér er þörf á árvekni og hugrekki til að standa í ístaðið og standa gegn yfirgangsseggjum. Athöfnin á Pilsudskitorgi er líka áminning um að huga þarf að eigin þjóðaröryggi. Fámenn eyþjóð sem hvorki hefur burði né vilja til að ráða yfir her tryggir öryggi sitt og varnir best með virkri alþjóðasamvinnu. Það gerum við með samvinnu við Evrópuþjóðir. Það gerum við með nánum samskiptum við Bandaríkin. Að þessu miðar starf Íslands innan Sameinuðu þjóðanna, alþjóðastofnana á borð við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, Evrópuráðið og NATO. Síðast en ekki síst eru atburðirnir sem minnst var á Pilsudskitorgi áminning um mikilvægi þess að eiga staðfasta og sterka bandamenn. Í því ljósi ætti að skoða heimsókn varaforseta Bandaríkjanna á miðvikudag.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar