Enski boltinn

Átján ár síðan Michael Owen skoraði þrennu í bursti Englendinga á Þjóðverjum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Michael Owen og Steven Gerrard fagna.
Michael Owen og Steven Gerrard fagna. vísir/getty
Í dag eru átján ár síðan Michael Owen skoraði þrjú mörk í stórsigri Englendinga á Þýskalandi er liðin mættust í undankeppni fyrir HM 2002.

Liðin mættust á Ólympíuleikvanginum í Munchen þann 1. september en Englendingar voru sterkari á öllum sviðum fótboltans.







Michael Owen, þá framherji Liverpool, var funheitur í liði Englands og skoraði þrjú mörk en hin mörkin skoruðu Steven Gerrard og Emil Heskey.

Þeir voru allir á mála hjá Liverpool er leikurinn var spilaður fyrir framan 63 þúsund manns í Munchen en Carsten Jancker kom Þýskalandi yfir í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×