Gagnrýni á loftslagsbölsýni snúið gegn þeim sem krefjast aðgerða Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2019 10:15 Sumir aðgerðarsinnar í loftslagsmálum hafa talað um að 10-12 ár séu til að forða hörmungum. Málið er þó ekki svo einfalt. Vísir/Getty Lífleg umræða hefur geisað undanfarið um möguleika manna á að snúa við loftslagsbreytingum sem þeir valda á jörðinni og hversu langur tími er til stefnu til að grípa til aðgerða. Innlegg yfirmanns Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar í þá umræðu um óhóflegan bölmóð hefur reynst vatn á myllu hópa sem þræta fyrir þekkingu á loftslagsvísindum undanfarna daga. Viðtal Pettris Taalas, yfirmanns Alþjóðaveðurfræðistofnunnar (WMO), við tímaritið Talousemälä í heimalandi hans Finnlandi á dögunum hefði alla jafna ekki vakið mikla athygli. Gagnrýni Talaas á að snúið væri út úr vísindum til að réttlæta öfgafullar ákvarðanir í nafni loftslagsaðgerða tryggði þó að ummælum hans í Finnlandi var dreift víða í hópum sem þræta fyrir lofslagsvísindi og gera lítið úr mikilvægi aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í þessum hópum voru ummæli Taalas talin staðfesting á þeirra eigin gagnrýni á umræðu um loftslagsmál. Hann væri sammála þeim um að þeir sem boða róttækar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum aðhyllist dómsdags- og öfgahyggju sem ekki eigi sér stoð í raunveruleikanum. Ummæli Talaas bárust meðal annars inn í íslenska umræðu í síðustu viku þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, vísaði óbeint til orða Talaas í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Sagði hann að WMO hefði varað við „ofstæki í loftslagsmálum“. Síðar talaði hann sjálfur um „heimsendaspámenn“ í loftslagsmálum. Alþjóðaveðurfræðistofnunin birti yfirlýsingu frá Taalas á fimmtudag þar sem hann sagði að orð sín í viðtalinu hefðu verið „túlkuð valkvætt“ í fjölmiðlum.Guðni Elísson hefur stýrt Earth 101-verkefninu, upplýsingaveitu um loftslagsmál, undanfarin ár.Vísun í fullyrðingar um „tólf ár til að bjarga heiminum“ Það sem skorti inn í endursagnir afneitunarhópa af viðtalinu við Taalas og vísun formanns Miðflokksins í það var samhengið sem hann talaði inn í með gagnrýni sinni, að sögn Guðna Elíssonar frá Earth 101, upplýsingaveitu um loftslagsmál við Háskóla Íslands. „Taalas er hér líklega fyrst og fremst að vísa í umræðu sem hefur verið í gangi undanfarnar vikur, en fjölmargir stjórnmálamenn hafa lýst því yfir að við höfum bara tólf ár til þess að bjarga heiminum. Ég skil punktinn sem liggur undir [hjá þeim] en það er samt skekkja í þessari framsetningu sem veldur því að margir sem hafa verið lengi í umræðunni hafna svona fullyrðingum,“ segir Guðni. Vísar Guðni þar til ummæla ýmissa stjórnmálamanna og aðgerðasinna víða um heim um að mannkynið hafi aðeins til ársins 2030 til þess „bjarga heiminum“. Sumir róttækir umhverfisverndarhópar hafa jafnvel talað um „heimsenda“ í þessu samhengi.Tímaramminn tíu til tólf ár er vísun í skýrslu sem milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) lét gera um metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður og birtist í október í fyrra. Hún leiddi í ljós að stórauknar aðgerðir þyrfti fyrir árið 2030 til að ná því markmiði.Sjá einnig:Brýnt að halda hlýnun jarðar undir 1,5 gráðum Skýrsluhöfundar fóru yfir muninn á áhrifum 1,5 gráðu hlýnunar annars vegar við tveggja gráðu hlýnun hins vegar. Komust þeir að því að munurinn væri þýðingarmikill, meðal annars hvað varðaði framboð á vatni og matvælum, sjávarstöðu og örlög kóralrifja. Afleiðingar 1,5 gráðu hlýnunar væru einnig verulega alvarlegar. Til þess að halda hlýnun innan við 1,5 gráður þyrfti að fimmfalda núverandi aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þannig þyrfti mannkynið að draga úr losun sinni um 45% fyrir árið 2030.Petteri Taalas, yfirmaður WMO, sá þörf til að senda frá sér yfirlýsingu til að skýra ummæli sem höfð voru eftir honum í Finnlandi í síðustu viku.Vísir/EPAGömul átakalína úr loftslagsumræðunni Í yfirlýsingunni sem Taalas, yfirmaður WMO, sendi frá sér virtist hans vísa í umræðu um 1,5°C-markmiðið þegar hann sagði að grafið væri undan vísindalegri nálgun þegar „staðreyndir væru teknar úr samhengi til að réttlæta öfgakenndar aðgerðir í nafni loftslagsaðgerða“. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í vikunni sagðist Talaas óttast að ótti almennings við yfirvofandi loftslagsbreytingar geti leitt til lömunar. „Þegar ég var ungur vorum við hrædd við kjarnorkustríð. Við trúðum því í alvöru að það væri betra að eignast ekki börn. Ég upplifi svipaðar tilfinningar hjá ungu fólki þessa stundina svo við verðum að gæta okkur svolítið í hvernig við tjáum hlutina,“ segir Taalas. Guðni Elísson segir þetta gamlan átakapunkt úr loftslagsumræðunni, hvernig eigi að draga upp veruleikann eins og hann er. Vísindasamfélagið hafi reyndar frekar dregið úr ógninni en hitt og gefið falska bjartsýna mynd af stöðunni. Þeir sem vilji afneita vandanum hafi engu að síður sakað þá um hrak- og dómsdagsspár. Guðni telur það hafa haft áhrif á vísindamenn og hvatt þá til draga frekar úr viðvörunum sínum og verið vatn á myllu afneitara. Afneitunarhópar hafi yfir að ráða gríðarlega virku upplýsinganeti þar sem þeir dreifa falsfréttum og útúrsnúningum. Það hafi meðal annars gerst með viðtalið við Taalas í Finnlandi. Það hafi farið víða um net afneitara en ummæli hans rifin úr því samhengi sem þau áttu heima. Á Íslandi birti vefsíðan Viljinn þannig færslu um viðtal Taalas í Finnlandi undir þeim formerkjum að „veðurfræðingar“ hafi varað við ofstæki í loftslagsmálum. Taalas hafi „ávítað talsmenn aðgerða í loftslagsmálum á fordæmalausan hátt“. Sú færsla byggði á grein í bandaríska miðlinum Epoch Times þar sem vitnað var í þekkta afneitara loftslagsvísinda og farið var með rangfærslur um áreiðanleika loftslagslíkana. Miðillinn hefur í gegnum tíðina verið sakaður um að dreifa stoðlausum samsæriskenningum.Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins sem kynnti þættina Hvað höfum við gert?Vísir/BaldurÁhyggjurnar ekki að ástæðulausu Hvað sem útleggingum slíkra hópa á ummælum Taalas og ásökunum um dómsdagsspár líður bendir fátt til þess að heimsbyggðin nái markmiðinu um að takmarka hlýnun við 1,5 gráður. Vísindamenn hafa auk þess verið tilbúnari til að tengja veðuröfgar sem þegar eru komnar fram beint við loftslagsbreytingar af völdum manna en þeir voru fyrir aðeins nokkrum árum þegar meiri óvissa ríkti um tengslin. Haldi mannkynið áfram núverandi losun gróðurhúsalofttegunda gæti hnattræn hlýnun í versta falli numið allt frá þremur til fimm gráðum fyrir lok aldarinnar samkvæmt skýrslum IPCC. Raunveruleg umræða á því sér nú stað um hvernig eigi að miðla hættunni sem fylgir loftslagsbreytingum af völdum manna til almennings. Á meðal þess sem er rætt um er hvort það geti dregið úr vilja fólks til aðgerða ef dregin er of dökk mynd af framtíðinni, sama hvort sú mynd eigi við rök að styðjast eða ekki. Sævar Helgi Bragason, kynnir þáttanna „Hvað höfum við gert?“ um loftslagsmál og einn þekktasti vísindamiðlari landsins, segir það rangt af sumum stjórnmálamönnum og aðgerðasinnum að tala um að aðeins séu tíu til tólf ár til að bjarga heiminum. Slíkt tal spili aðeins upp í hendurnar á þeim sem afneita alvarleika loftslagsbreytinga og annarrar umhverfisvár. „Að ýmsu leyti er það jafn skaðlegt og að afneita loftslagsbreytingum af mannavöldum. Slíkt tal getur nefnilega leitt okkur á braut aðgerðarleysis. Við megum alls ekki við því,“ segir hann. Engu að síður telur Sævar Helgi ekki sanngjarnt að saka þá sem vilja aðgerðir í loftslagsmálum um „dómsdagsspár“ enda sé hættan raunveruleg. „Það er ekki að ástæðulausu að nánast allir heimsins vísindamenn hafa miklar áhyggjur af því í hvað stefnir ef við bregðumst ekki við,“ segir hann. Vísindamönnum beri skylda til að tala tæpitungulaust um hættuna á sama tíma og þeir beri fram lausnir. „Dómsdagstal gagnast auðvitað engum alveg eins og það gagnast engum að gera lítið úr alvarleika vandans. Þetta reddast nefnilega ekki nema ríki, stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar taki höndum saman. Vandinn er gríðarstór en í því liggja jafn mikil tækifæri til að gera heiminn betri. Og þar er vonin,“ segir hann.Ekki klettur heldur hlíð sem við rennum fram af Það er á þeim forsendum sem sumir loftslagsvísindamenn hafa gagnrýnt orðræðu um að aðeins nokkur ár séu til stefnu þó að þeir vilji ekki afskrifa hana algerlega. „Þið hafið ef til vill heyrt að við höfum tólf ár til að bjarga öllu. Það er vel meinandi vitleysa en vitleysa engu að síður. Við höfum bæði engan tíma og meiri tíma. Loftslagsbreytingar eru ekki klettur sem við föllum fram af heldur hlíð sem við rennum niður,“ skrifaði Kate Marvel, loftslagsvísindamaður bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA í fyrra. Gernot Wagner, hagfræðingur sem sérhæfir sig í loftslagsmálum við New York-háskóla, og Constantine Samaras, aðstoðarprófessors við Carnegie Mellon-háskólanna, tóku undir það í skoðanagrein í New York Times í gær. Þeir segja tal um tólf ár til stefnu til að forða loftslagshörmungum bæði rangt og rétt. Heimurinn muni ekki enda ef losun gróðurhúsalofttegunda dregst ekki saman fyrir árið 2030 en það verði gríðarleg áskorun að draga úr losun um helming fyrir 2030 vegna þess hve lengi taki að skipta út núverandi innviðum. Gríðarlega stefnubreytingu þurfi hjá opinberum aðilum jafnt sem einkaaðilum, stórauknar fjárfestingar og nýsköpun ef markmiðið um 1,5 gráðu á að nást. „Tíu til tólf ár eru nógu nærri í tíma til að skerpa hugi og athygli. Það er nógu langt fram í tímann til að nauðsynlegar grundvallar- og kerfislægar breytingar hafi áhrif. Ekkert af því tryggir þó árangur,“ skrifa fræðimennirnir.Halldór Björnsson, hópstjóri lofslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands.VísirHver gráða skiptir máli Einn gallinn á orðræðunni um að aðeins tólf ár séu til stefnu er að hún lítur að stórum hluta fram hjá að þýðingarmikill munur er á hversu mikil hnattræn hlýnun verður á endanum, jafnvel þó að mönnum takist ekki að halda henni innan markmiða Parísarsamkomulagsins. Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að lengi hafi verið ljóst að neikvæðum afleiðingum hlýnunar fjölgi hratt þegar farið er yfir tvær gráður. Það þýði ekki að áhrifin verði ekki neikvæð við 1,5 gráður, sérstaklega í tilfelli láglendra Kyrrahafseyja sem eru í hættu vegna hækkandi sjávarstöðu. Þrátt fyrir að 1,5 gráðu markmiðið sé erfitt geti það auðveldað mönnum að halda sig innan tveggja gráðna. „Ef við miðum við 1,5 gráður og það misheppnast förum við vonandi ekki langt yfir það og undir tvær gráður að minnsta kosti,“ segir Halldór. Einnig sé gríðarlegur munur á því hvort að hlýnun nái tveimur gráðum, þremur eða þaðan af meira eins og verstu sviðsmyndir miðað við óbreytta losun gróðurhúsalofttegunda benda til að hún gæti orðið. Sævar Helgi tekur í sama streng. Takist mönnum ekki að draga úr losun sinni fyrir 2030 um 45% til að halda hlýnun innan við 1,5°C þurfi þeir að gera allt sem þeir geti til að koma í veg fyrir tveggja gráðu hlýnun. Náist það ekki þurfi að koma í veg fyrir þriggja gráðu hlýnun og svo framvegis. „Hver gráða skiptir miklu máli. Við höfum tíu ár til að stíga hressilega á bremsurnar og koma þannig í veg fyrir algerlega óþarfar loftslagshamfarir,“ segir hann.Loftslagsmótmælendur í Rotterdam, annar með skilti um að fólk hætti að eignast börn til að bjarga umhverfinu. Taalas, yfirmaður WMO, segir þá umræðu minna sig á ótta sinnar kynslóðar við kjarnorkustríð.Vísir/GettyFræðslan má ekki lama fólk Halldór varar við því sem hann nefnir öngstræti umhverfismenntunar þegar sérfræðingar og stjórnmálamenn ræða um loftslagsbreytingar. „Tilgangur uppfræðslu getur ekki verið að lama einstaklinginn sem er að hlusta. Það er fullt af neikvæðum afleiðingum en líka margar jákvæðar sögur sem hægt er að segja af hlutum sem hægt er að gera til að bregðast við. Þetta er ekkert tapað spil. Þó að neikvæðar afleiðingar séu mögulegar þurfa þær ekki að rætast,“ segir hann. Hann bendir jafnframt á að umræðan um loftslagsaðgerðir snúist ekki beint um vísindi heldur séu þær siðferðislegt álitamál. Ákveði menn til dæmis að gera ekkert til að draga úr losun næstu tólf árin verði afleiðingarnar gríðarlega alvarlegar. „En sú ákvörðun að gera eitthvað er ekki vísindaleg heldur siðferðisleg,“ segir Halldór sem telur því skiljanlegt að heilmikil umræða eigi sér stað um aðgerðir í loftslagsmálum sem ekki sé hægt að flokka sem vísindalega þó að hún þurfi vissulega að vera upplýst af vísindum. Fréttaskýringar Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Segja Sigmund byggja mál sitt á þekktum loftslagssvindlurum Náttúruverndarsamtök Íslands telja tilefni til að leiðrétta fullyrðingar formanns Miðflokksins um loftslagsmál. 12. september 2019 11:18 Stjóri veðurstofnunar sem Sigmundur vitnaði í segir orð sín afbökuð Formaður Miðflokksins virðist hafa vitnað í umfjöllun erlendra miðla um viðtal við yfirmann Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Sá segir umfjöllunina valkvæða túlkun á því sem hann sagði og afstöðu hans. 12. september 2019 16:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Lífleg umræða hefur geisað undanfarið um möguleika manna á að snúa við loftslagsbreytingum sem þeir valda á jörðinni og hversu langur tími er til stefnu til að grípa til aðgerða. Innlegg yfirmanns Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar í þá umræðu um óhóflegan bölmóð hefur reynst vatn á myllu hópa sem þræta fyrir þekkingu á loftslagsvísindum undanfarna daga. Viðtal Pettris Taalas, yfirmanns Alþjóðaveðurfræðistofnunnar (WMO), við tímaritið Talousemälä í heimalandi hans Finnlandi á dögunum hefði alla jafna ekki vakið mikla athygli. Gagnrýni Talaas á að snúið væri út úr vísindum til að réttlæta öfgafullar ákvarðanir í nafni loftslagsaðgerða tryggði þó að ummælum hans í Finnlandi var dreift víða í hópum sem þræta fyrir lofslagsvísindi og gera lítið úr mikilvægi aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í þessum hópum voru ummæli Taalas talin staðfesting á þeirra eigin gagnrýni á umræðu um loftslagsmál. Hann væri sammála þeim um að þeir sem boða róttækar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum aðhyllist dómsdags- og öfgahyggju sem ekki eigi sér stoð í raunveruleikanum. Ummæli Talaas bárust meðal annars inn í íslenska umræðu í síðustu viku þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, vísaði óbeint til orða Talaas í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Sagði hann að WMO hefði varað við „ofstæki í loftslagsmálum“. Síðar talaði hann sjálfur um „heimsendaspámenn“ í loftslagsmálum. Alþjóðaveðurfræðistofnunin birti yfirlýsingu frá Taalas á fimmtudag þar sem hann sagði að orð sín í viðtalinu hefðu verið „túlkuð valkvætt“ í fjölmiðlum.Guðni Elísson hefur stýrt Earth 101-verkefninu, upplýsingaveitu um loftslagsmál, undanfarin ár.Vísun í fullyrðingar um „tólf ár til að bjarga heiminum“ Það sem skorti inn í endursagnir afneitunarhópa af viðtalinu við Taalas og vísun formanns Miðflokksins í það var samhengið sem hann talaði inn í með gagnrýni sinni, að sögn Guðna Elíssonar frá Earth 101, upplýsingaveitu um loftslagsmál við Háskóla Íslands. „Taalas er hér líklega fyrst og fremst að vísa í umræðu sem hefur verið í gangi undanfarnar vikur, en fjölmargir stjórnmálamenn hafa lýst því yfir að við höfum bara tólf ár til þess að bjarga heiminum. Ég skil punktinn sem liggur undir [hjá þeim] en það er samt skekkja í þessari framsetningu sem veldur því að margir sem hafa verið lengi í umræðunni hafna svona fullyrðingum,“ segir Guðni. Vísar Guðni þar til ummæla ýmissa stjórnmálamanna og aðgerðasinna víða um heim um að mannkynið hafi aðeins til ársins 2030 til þess „bjarga heiminum“. Sumir róttækir umhverfisverndarhópar hafa jafnvel talað um „heimsenda“ í þessu samhengi.Tímaramminn tíu til tólf ár er vísun í skýrslu sem milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) lét gera um metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður og birtist í október í fyrra. Hún leiddi í ljós að stórauknar aðgerðir þyrfti fyrir árið 2030 til að ná því markmiði.Sjá einnig:Brýnt að halda hlýnun jarðar undir 1,5 gráðum Skýrsluhöfundar fóru yfir muninn á áhrifum 1,5 gráðu hlýnunar annars vegar við tveggja gráðu hlýnun hins vegar. Komust þeir að því að munurinn væri þýðingarmikill, meðal annars hvað varðaði framboð á vatni og matvælum, sjávarstöðu og örlög kóralrifja. Afleiðingar 1,5 gráðu hlýnunar væru einnig verulega alvarlegar. Til þess að halda hlýnun innan við 1,5 gráður þyrfti að fimmfalda núverandi aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þannig þyrfti mannkynið að draga úr losun sinni um 45% fyrir árið 2030.Petteri Taalas, yfirmaður WMO, sá þörf til að senda frá sér yfirlýsingu til að skýra ummæli sem höfð voru eftir honum í Finnlandi í síðustu viku.Vísir/EPAGömul átakalína úr loftslagsumræðunni Í yfirlýsingunni sem Taalas, yfirmaður WMO, sendi frá sér virtist hans vísa í umræðu um 1,5°C-markmiðið þegar hann sagði að grafið væri undan vísindalegri nálgun þegar „staðreyndir væru teknar úr samhengi til að réttlæta öfgakenndar aðgerðir í nafni loftslagsaðgerða“. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í vikunni sagðist Talaas óttast að ótti almennings við yfirvofandi loftslagsbreytingar geti leitt til lömunar. „Þegar ég var ungur vorum við hrædd við kjarnorkustríð. Við trúðum því í alvöru að það væri betra að eignast ekki börn. Ég upplifi svipaðar tilfinningar hjá ungu fólki þessa stundina svo við verðum að gæta okkur svolítið í hvernig við tjáum hlutina,“ segir Taalas. Guðni Elísson segir þetta gamlan átakapunkt úr loftslagsumræðunni, hvernig eigi að draga upp veruleikann eins og hann er. Vísindasamfélagið hafi reyndar frekar dregið úr ógninni en hitt og gefið falska bjartsýna mynd af stöðunni. Þeir sem vilji afneita vandanum hafi engu að síður sakað þá um hrak- og dómsdagsspár. Guðni telur það hafa haft áhrif á vísindamenn og hvatt þá til draga frekar úr viðvörunum sínum og verið vatn á myllu afneitara. Afneitunarhópar hafi yfir að ráða gríðarlega virku upplýsinganeti þar sem þeir dreifa falsfréttum og útúrsnúningum. Það hafi meðal annars gerst með viðtalið við Taalas í Finnlandi. Það hafi farið víða um net afneitara en ummæli hans rifin úr því samhengi sem þau áttu heima. Á Íslandi birti vefsíðan Viljinn þannig færslu um viðtal Taalas í Finnlandi undir þeim formerkjum að „veðurfræðingar“ hafi varað við ofstæki í loftslagsmálum. Taalas hafi „ávítað talsmenn aðgerða í loftslagsmálum á fordæmalausan hátt“. Sú færsla byggði á grein í bandaríska miðlinum Epoch Times þar sem vitnað var í þekkta afneitara loftslagsvísinda og farið var með rangfærslur um áreiðanleika loftslagslíkana. Miðillinn hefur í gegnum tíðina verið sakaður um að dreifa stoðlausum samsæriskenningum.Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins sem kynnti þættina Hvað höfum við gert?Vísir/BaldurÁhyggjurnar ekki að ástæðulausu Hvað sem útleggingum slíkra hópa á ummælum Taalas og ásökunum um dómsdagsspár líður bendir fátt til þess að heimsbyggðin nái markmiðinu um að takmarka hlýnun við 1,5 gráður. Vísindamenn hafa auk þess verið tilbúnari til að tengja veðuröfgar sem þegar eru komnar fram beint við loftslagsbreytingar af völdum manna en þeir voru fyrir aðeins nokkrum árum þegar meiri óvissa ríkti um tengslin. Haldi mannkynið áfram núverandi losun gróðurhúsalofttegunda gæti hnattræn hlýnun í versta falli numið allt frá þremur til fimm gráðum fyrir lok aldarinnar samkvæmt skýrslum IPCC. Raunveruleg umræða á því sér nú stað um hvernig eigi að miðla hættunni sem fylgir loftslagsbreytingum af völdum manna til almennings. Á meðal þess sem er rætt um er hvort það geti dregið úr vilja fólks til aðgerða ef dregin er of dökk mynd af framtíðinni, sama hvort sú mynd eigi við rök að styðjast eða ekki. Sævar Helgi Bragason, kynnir þáttanna „Hvað höfum við gert?“ um loftslagsmál og einn þekktasti vísindamiðlari landsins, segir það rangt af sumum stjórnmálamönnum og aðgerðasinnum að tala um að aðeins séu tíu til tólf ár til að bjarga heiminum. Slíkt tal spili aðeins upp í hendurnar á þeim sem afneita alvarleika loftslagsbreytinga og annarrar umhverfisvár. „Að ýmsu leyti er það jafn skaðlegt og að afneita loftslagsbreytingum af mannavöldum. Slíkt tal getur nefnilega leitt okkur á braut aðgerðarleysis. Við megum alls ekki við því,“ segir hann. Engu að síður telur Sævar Helgi ekki sanngjarnt að saka þá sem vilja aðgerðir í loftslagsmálum um „dómsdagsspár“ enda sé hættan raunveruleg. „Það er ekki að ástæðulausu að nánast allir heimsins vísindamenn hafa miklar áhyggjur af því í hvað stefnir ef við bregðumst ekki við,“ segir hann. Vísindamönnum beri skylda til að tala tæpitungulaust um hættuna á sama tíma og þeir beri fram lausnir. „Dómsdagstal gagnast auðvitað engum alveg eins og það gagnast engum að gera lítið úr alvarleika vandans. Þetta reddast nefnilega ekki nema ríki, stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar taki höndum saman. Vandinn er gríðarstór en í því liggja jafn mikil tækifæri til að gera heiminn betri. Og þar er vonin,“ segir hann.Ekki klettur heldur hlíð sem við rennum fram af Það er á þeim forsendum sem sumir loftslagsvísindamenn hafa gagnrýnt orðræðu um að aðeins nokkur ár séu til stefnu þó að þeir vilji ekki afskrifa hana algerlega. „Þið hafið ef til vill heyrt að við höfum tólf ár til að bjarga öllu. Það er vel meinandi vitleysa en vitleysa engu að síður. Við höfum bæði engan tíma og meiri tíma. Loftslagsbreytingar eru ekki klettur sem við föllum fram af heldur hlíð sem við rennum niður,“ skrifaði Kate Marvel, loftslagsvísindamaður bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA í fyrra. Gernot Wagner, hagfræðingur sem sérhæfir sig í loftslagsmálum við New York-háskóla, og Constantine Samaras, aðstoðarprófessors við Carnegie Mellon-háskólanna, tóku undir það í skoðanagrein í New York Times í gær. Þeir segja tal um tólf ár til stefnu til að forða loftslagshörmungum bæði rangt og rétt. Heimurinn muni ekki enda ef losun gróðurhúsalofttegunda dregst ekki saman fyrir árið 2030 en það verði gríðarleg áskorun að draga úr losun um helming fyrir 2030 vegna þess hve lengi taki að skipta út núverandi innviðum. Gríðarlega stefnubreytingu þurfi hjá opinberum aðilum jafnt sem einkaaðilum, stórauknar fjárfestingar og nýsköpun ef markmiðið um 1,5 gráðu á að nást. „Tíu til tólf ár eru nógu nærri í tíma til að skerpa hugi og athygli. Það er nógu langt fram í tímann til að nauðsynlegar grundvallar- og kerfislægar breytingar hafi áhrif. Ekkert af því tryggir þó árangur,“ skrifa fræðimennirnir.Halldór Björnsson, hópstjóri lofslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands.VísirHver gráða skiptir máli Einn gallinn á orðræðunni um að aðeins tólf ár séu til stefnu er að hún lítur að stórum hluta fram hjá að þýðingarmikill munur er á hversu mikil hnattræn hlýnun verður á endanum, jafnvel þó að mönnum takist ekki að halda henni innan markmiða Parísarsamkomulagsins. Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að lengi hafi verið ljóst að neikvæðum afleiðingum hlýnunar fjölgi hratt þegar farið er yfir tvær gráður. Það þýði ekki að áhrifin verði ekki neikvæð við 1,5 gráður, sérstaklega í tilfelli láglendra Kyrrahafseyja sem eru í hættu vegna hækkandi sjávarstöðu. Þrátt fyrir að 1,5 gráðu markmiðið sé erfitt geti það auðveldað mönnum að halda sig innan tveggja gráðna. „Ef við miðum við 1,5 gráður og það misheppnast förum við vonandi ekki langt yfir það og undir tvær gráður að minnsta kosti,“ segir Halldór. Einnig sé gríðarlegur munur á því hvort að hlýnun nái tveimur gráðum, þremur eða þaðan af meira eins og verstu sviðsmyndir miðað við óbreytta losun gróðurhúsalofttegunda benda til að hún gæti orðið. Sævar Helgi tekur í sama streng. Takist mönnum ekki að draga úr losun sinni fyrir 2030 um 45% til að halda hlýnun innan við 1,5°C þurfi þeir að gera allt sem þeir geti til að koma í veg fyrir tveggja gráðu hlýnun. Náist það ekki þurfi að koma í veg fyrir þriggja gráðu hlýnun og svo framvegis. „Hver gráða skiptir miklu máli. Við höfum tíu ár til að stíga hressilega á bremsurnar og koma þannig í veg fyrir algerlega óþarfar loftslagshamfarir,“ segir hann.Loftslagsmótmælendur í Rotterdam, annar með skilti um að fólk hætti að eignast börn til að bjarga umhverfinu. Taalas, yfirmaður WMO, segir þá umræðu minna sig á ótta sinnar kynslóðar við kjarnorkustríð.Vísir/GettyFræðslan má ekki lama fólk Halldór varar við því sem hann nefnir öngstræti umhverfismenntunar þegar sérfræðingar og stjórnmálamenn ræða um loftslagsbreytingar. „Tilgangur uppfræðslu getur ekki verið að lama einstaklinginn sem er að hlusta. Það er fullt af neikvæðum afleiðingum en líka margar jákvæðar sögur sem hægt er að segja af hlutum sem hægt er að gera til að bregðast við. Þetta er ekkert tapað spil. Þó að neikvæðar afleiðingar séu mögulegar þurfa þær ekki að rætast,“ segir hann. Hann bendir jafnframt á að umræðan um loftslagsaðgerðir snúist ekki beint um vísindi heldur séu þær siðferðislegt álitamál. Ákveði menn til dæmis að gera ekkert til að draga úr losun næstu tólf árin verði afleiðingarnar gríðarlega alvarlegar. „En sú ákvörðun að gera eitthvað er ekki vísindaleg heldur siðferðisleg,“ segir Halldór sem telur því skiljanlegt að heilmikil umræða eigi sér stað um aðgerðir í loftslagsmálum sem ekki sé hægt að flokka sem vísindalega þó að hún þurfi vissulega að vera upplýst af vísindum.
Fréttaskýringar Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Segja Sigmund byggja mál sitt á þekktum loftslagssvindlurum Náttúruverndarsamtök Íslands telja tilefni til að leiðrétta fullyrðingar formanns Miðflokksins um loftslagsmál. 12. september 2019 11:18 Stjóri veðurstofnunar sem Sigmundur vitnaði í segir orð sín afbökuð Formaður Miðflokksins virðist hafa vitnað í umfjöllun erlendra miðla um viðtal við yfirmann Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Sá segir umfjöllunina valkvæða túlkun á því sem hann sagði og afstöðu hans. 12. september 2019 16:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Segja Sigmund byggja mál sitt á þekktum loftslagssvindlurum Náttúruverndarsamtök Íslands telja tilefni til að leiðrétta fullyrðingar formanns Miðflokksins um loftslagsmál. 12. september 2019 11:18
Stjóri veðurstofnunar sem Sigmundur vitnaði í segir orð sín afbökuð Formaður Miðflokksins virðist hafa vitnað í umfjöllun erlendra miðla um viðtal við yfirmann Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Sá segir umfjöllunina valkvæða túlkun á því sem hann sagði og afstöðu hans. 12. september 2019 16:30