Yfirmenn Fukushima-kjarnorkuversins sýknaðir Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2019 10:16 Stuðningsmenn íbúanna í Fukushima mótmæla dómnum í Tókýó í dag. AP/Satoru Yonemaru Dómstóll í Japan sýknaði þrjá fyrrverandi yfirmenn orkufyrirtækisins sem rekur Fukushima-kjarnorkuverið af ákæru um vanrækslu þegar kjarnaofnar bræddu úr sér eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna miklu árið 2011. Búist er við því að stefnendurnir áfrýja dómnum. Tsunehisa Katsumata, fyrrverandi stjórnarformaður TEPCO, og tveir aðrir yfirmenn fyrirtækisins voru ákærðir fyrir að hafa ekki séð fyrir flóðbylgjuna sem myndaðist eftir jarðskjálftann og hafa ekki gripið til aðgerða sem hefðu getað varið kjarnorkuverið fyrir henni. Saksóknarar höfðu krafist fimm ára fangelsisvistar yfir þeim. Þetta er eina sakamálið sem hefur verið höfðað vegna Fukushima-kjarnorkuslyssins. Fram kom hjá saksóknurunum að yfirmennirnir hefðu haft aðgang að gögnum og rannsóknum sem gerðu ráð fyrir að flóðbylgja sem næði tíu metrum gæti leitt til þess að rafmagni slægi út með hættu á alvarlegum slysum. Þá lögðu saksóknararnir fram tölvupóst á milli öryggisfulltrúa fyrirtækisins og yfirmanna um að þörf væri á frekari flóðbylgjuvörnum. Yfirmennirnir fullyrtu fyrir dómi að ómögulegt hefði verið að sjá flóðbylgjuna fyrir, að því er AP-fréttastofan greinir frá. Þremenningarnir voru jafnframt sýknaðir af því að hafa valdið dauða 44 eldri borgara eftir að flytja þurfti þá í skyndi frá sjúkrahúsi í grennd við Fukushima Dai-ichi-kjarnorkuverið. Dómstóllinn taldi að þrátt fyrir að yfirmönnunum hefði verið kunnugt um að bæta þyrfti varnir gegn flóðbylgju hafi gjörðir þeirra verið í samræmi við öryggisviðmið stjórnvalda á þeim tíma sem hörmungarnar dundu yfir. Óvíst væri hvort þeir hefðu getað brugðist við áður en flóðbylgjan skall á.Yfirmennirnir þrír, frá vinstri: Tsunehisa Katsumata, stjórnarformaður, Sakae Muto og Ichiro Takekuro, varaforsetar TEPCO.AP/Satoru YonemaruGæti velkst um fyrir dómstólum í áratug Stuðningsmenn 5.700 íbúa Fukushima sem kærðu yfirmennina mótmæltu dómnum fyrir utan dómshúsið í Tókýó og sögðu hann óréttlátann. Lögmaður íbúanna segist búast við því að málið eigi eftir að veltast um fyrir dómstólum í allt að áratug. „Þetta er aðeins upphafið á mikilli orrustu,“ sagði Hiroyuki Kawai, lögmaðurinn. Þrír kjarnaofnar bræddu úr vegna skemmda sem urðu af völdum jarðskjálftans og flóðbylgjunnar 11. mars árið 2011. Geislavirkt efni dreifðist yfir svæðið í kring og út í hafið. Tugir þúsunda manna sem bjuggu í grennd við kjarnorkuverið hafa enn ekki fengið að snúa til síns heima. Niðurstaða rannsókn japönsku ríkisstjórnarinnar og þingsins var sú að skortu á öryggismenningu og léleg áhættustýring hafi leitt til hörmunganna í Fukushima. Þannig hafi yfirmenn versins vanmetið hættuna af flóðbylgjum. Þeir hafi ásamt eftirlitsstofnunum hunsað þá hættu. Japan Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Byrjað að fjarlægja eldsneytisstengur úr Fukushima-kjarnorkuverinu Hreinsunarstarfið á eftir að taka nokkur ár til viðbótar. 15. apríl 2019 09:01 Munu þurfa að losa geislavirkt vatn frá Fukushima út í Kyrrahafið Yoshiaki Harada, umhverfisráðherra Japans, segir að umsjónaraðili kjarnorkuversins í Fukushima, sem eyðilagðist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011, muni innan þriggja ára þurfa að losa geislavirkt vatn út í Kyrrahafið. 10. september 2019 11:49 Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Dómstóll í Japan sýknaði þrjá fyrrverandi yfirmenn orkufyrirtækisins sem rekur Fukushima-kjarnorkuverið af ákæru um vanrækslu þegar kjarnaofnar bræddu úr sér eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna miklu árið 2011. Búist er við því að stefnendurnir áfrýja dómnum. Tsunehisa Katsumata, fyrrverandi stjórnarformaður TEPCO, og tveir aðrir yfirmenn fyrirtækisins voru ákærðir fyrir að hafa ekki séð fyrir flóðbylgjuna sem myndaðist eftir jarðskjálftann og hafa ekki gripið til aðgerða sem hefðu getað varið kjarnorkuverið fyrir henni. Saksóknarar höfðu krafist fimm ára fangelsisvistar yfir þeim. Þetta er eina sakamálið sem hefur verið höfðað vegna Fukushima-kjarnorkuslyssins. Fram kom hjá saksóknurunum að yfirmennirnir hefðu haft aðgang að gögnum og rannsóknum sem gerðu ráð fyrir að flóðbylgja sem næði tíu metrum gæti leitt til þess að rafmagni slægi út með hættu á alvarlegum slysum. Þá lögðu saksóknararnir fram tölvupóst á milli öryggisfulltrúa fyrirtækisins og yfirmanna um að þörf væri á frekari flóðbylgjuvörnum. Yfirmennirnir fullyrtu fyrir dómi að ómögulegt hefði verið að sjá flóðbylgjuna fyrir, að því er AP-fréttastofan greinir frá. Þremenningarnir voru jafnframt sýknaðir af því að hafa valdið dauða 44 eldri borgara eftir að flytja þurfti þá í skyndi frá sjúkrahúsi í grennd við Fukushima Dai-ichi-kjarnorkuverið. Dómstóllinn taldi að þrátt fyrir að yfirmönnunum hefði verið kunnugt um að bæta þyrfti varnir gegn flóðbylgju hafi gjörðir þeirra verið í samræmi við öryggisviðmið stjórnvalda á þeim tíma sem hörmungarnar dundu yfir. Óvíst væri hvort þeir hefðu getað brugðist við áður en flóðbylgjan skall á.Yfirmennirnir þrír, frá vinstri: Tsunehisa Katsumata, stjórnarformaður, Sakae Muto og Ichiro Takekuro, varaforsetar TEPCO.AP/Satoru YonemaruGæti velkst um fyrir dómstólum í áratug Stuðningsmenn 5.700 íbúa Fukushima sem kærðu yfirmennina mótmæltu dómnum fyrir utan dómshúsið í Tókýó og sögðu hann óréttlátann. Lögmaður íbúanna segist búast við því að málið eigi eftir að veltast um fyrir dómstólum í allt að áratug. „Þetta er aðeins upphafið á mikilli orrustu,“ sagði Hiroyuki Kawai, lögmaðurinn. Þrír kjarnaofnar bræddu úr vegna skemmda sem urðu af völdum jarðskjálftans og flóðbylgjunnar 11. mars árið 2011. Geislavirkt efni dreifðist yfir svæðið í kring og út í hafið. Tugir þúsunda manna sem bjuggu í grennd við kjarnorkuverið hafa enn ekki fengið að snúa til síns heima. Niðurstaða rannsókn japönsku ríkisstjórnarinnar og þingsins var sú að skortu á öryggismenningu og léleg áhættustýring hafi leitt til hörmunganna í Fukushima. Þannig hafi yfirmenn versins vanmetið hættuna af flóðbylgjum. Þeir hafi ásamt eftirlitsstofnunum hunsað þá hættu.
Japan Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Byrjað að fjarlægja eldsneytisstengur úr Fukushima-kjarnorkuverinu Hreinsunarstarfið á eftir að taka nokkur ár til viðbótar. 15. apríl 2019 09:01 Munu þurfa að losa geislavirkt vatn frá Fukushima út í Kyrrahafið Yoshiaki Harada, umhverfisráðherra Japans, segir að umsjónaraðili kjarnorkuversins í Fukushima, sem eyðilagðist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011, muni innan þriggja ára þurfa að losa geislavirkt vatn út í Kyrrahafið. 10. september 2019 11:49 Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Byrjað að fjarlægja eldsneytisstengur úr Fukushima-kjarnorkuverinu Hreinsunarstarfið á eftir að taka nokkur ár til viðbótar. 15. apríl 2019 09:01
Munu þurfa að losa geislavirkt vatn frá Fukushima út í Kyrrahafið Yoshiaki Harada, umhverfisráðherra Japans, segir að umsjónaraðili kjarnorkuversins í Fukushima, sem eyðilagðist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011, muni innan þriggja ára þurfa að losa geislavirkt vatn út í Kyrrahafið. 10. september 2019 11:49
Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15