Foreldrar fórnarlamba í Sandy Hook vara við nýju skólaári með magnþrungnu myndbandi Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2019 09:46 Þessi stúlka segir ný skæri nauðsynleg. Foreldrar barna sem voru skotin til bana í Sandy Hook árið 2012 hafa birt magnþrungið myndband til að vara fólk við því að nýtt skólaár feli í sér fleiri skotárásir í skólum. Myndbandið ber heitið; „Nauðsynlegir hlutir fyrir nýtt skólaár“, lauslega þýtt, og byrjar á glöðum börnum sem sýna nýja hluti sem þau fengu fyrir skólaárið. Myndbandið tekur þó fljótt aðra stefnu eftir að drengur setur á sig ný heyrnartól og heyrir ekki skothljóð og tekur ekki eftir að hin börnin taka til fóta. Næstu börn sem myndbandið sýnir eru á flótta undan skothríð og í senn segja frá nýju hlutunum þeirra. Það endar svo á stúlku í felum inn á klósetti senda móður sinni skilaboðin: „Ég elska þig“. Svo lítur hún grátandi í myndavélina og segist loksins hafa fengið eigin síma svo hún gæti verið í samskiptum við móður sína. Myndbandið endar á því að einhver gengur inn á klósettið og gengur nær stúlkunni. Eins og áður segir er myndbandið gert af foreldrum barna sem myrt voru í Sandy Hook skólanum. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana auk sex starfsmanna skólans. Breska ríkisútvarpið vísar til tölfræði Gun Violence Archive sem segir 302 skotárásir, þar sem fjórir eða fleiri verða fyrir skotum, að árásarmanni ótöldum, hafi átt sér stað í Bandaríkjunum á þessu ári. 263 dagar eru liðnir af árinu. Í samtali við Guardian segir Mark Barden, einn stofnanda Sandy Hook Promise og foreldri hins sjö ára gamla Daniel, sem lést í Sandy Hook, að með myndbandinu vilji foreldrarnir hvetja Bandaríkjamenn til aðgerða vegna skotárása. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira
Foreldrar barna sem voru skotin til bana í Sandy Hook árið 2012 hafa birt magnþrungið myndband til að vara fólk við því að nýtt skólaár feli í sér fleiri skotárásir í skólum. Myndbandið ber heitið; „Nauðsynlegir hlutir fyrir nýtt skólaár“, lauslega þýtt, og byrjar á glöðum börnum sem sýna nýja hluti sem þau fengu fyrir skólaárið. Myndbandið tekur þó fljótt aðra stefnu eftir að drengur setur á sig ný heyrnartól og heyrir ekki skothljóð og tekur ekki eftir að hin börnin taka til fóta. Næstu börn sem myndbandið sýnir eru á flótta undan skothríð og í senn segja frá nýju hlutunum þeirra. Það endar svo á stúlku í felum inn á klósetti senda móður sinni skilaboðin: „Ég elska þig“. Svo lítur hún grátandi í myndavélina og segist loksins hafa fengið eigin síma svo hún gæti verið í samskiptum við móður sína. Myndbandið endar á því að einhver gengur inn á klósettið og gengur nær stúlkunni. Eins og áður segir er myndbandið gert af foreldrum barna sem myrt voru í Sandy Hook skólanum. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana auk sex starfsmanna skólans. Breska ríkisútvarpið vísar til tölfræði Gun Violence Archive sem segir 302 skotárásir, þar sem fjórir eða fleiri verða fyrir skotum, að árásarmanni ótöldum, hafi átt sér stað í Bandaríkjunum á þessu ári. 263 dagar eru liðnir af árinu. Í samtali við Guardian segir Mark Barden, einn stofnanda Sandy Hook Promise og foreldri hins sjö ára gamla Daniel, sem lést í Sandy Hook, að með myndbandinu vilji foreldrarnir hvetja Bandaríkjamenn til aðgerða vegna skotárása.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira