Meint loforð Trump til annars þjóðarleiðtoga dregur dilk á eftir sér Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2019 09:16 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Samskipti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við annan þjóðarleiðtoga leiddu til þess að starfsmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna lagði fram formlega „uppljóstrarakvörtun“ til innri endurskoðenda leyniþjónusta Bandaríkjanna. Það gerði hann vegna loforðs sem Trump á að hafa gefið þessum tiltekna þjóðarleiðtoga, samkvæmt Washington Post.Innri endurskoðandinn, Michael Atkinson sem skipaður var í embætti af Trump, tók málið til skoðunar og ákvað að kvörtunin væri trúverðug og að málið væri „aðkallandi áhyggjuefni“, sem er lagaleg skilgreining sem, við eðlilegar kringumstæður, þýddi að málið ætti að fara fyrir nefndir Bandaríkjaþings. Það hefur hins vegar ekki gerst og Joseph Maguire, starfandi yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, neitar að upplýsa leyniþjónustunefnd þingsins um málið og hefur hann verið sakaður um að hylma yfir með forsetanum. Búist er við því að deilurnar aukist í dag þegar Atkinson fer á fund nefndarinnar en Maguire mun gera það í næstu viku.Ræddi við fimm þjóðarleiðtoga Kvörtunin var lögð fram þann 12. ágúst síðastliðinn. Á undanförnum vikum hafði Trump verið í samskiptum við fimm þjóðarleiðtoga. Þeir voru forsætisráðherrar Pakistan og Hollands, emír Katar, Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands. Tveimur vikum eftir að kvörtunin barst, sendi Atkinson skýrslu til Maguire. Samkvæmt lögum er honum skilyrt að upplýsa þingið um kvörtunina innan sjö daga. Það gerði hann ekki og segir Maguire að sú ákvörðun hafi verið tekin eftir að hann ræddi við starfsmenn Dómsmálaráðuneytisins. Atkinson virðist hins vegar hafa farið fram hjá Maguire og sagði hann formönnum leyniþjónustanefnda fulltrúadeildarinnar og öldungadeildarinnar frá tilvist kvörtunarinnar í byrjun september, án þess þó að segja um hvað hún snerist. Aðrir fjölmiðlar ytra hafa fengið sömu upplýsingar og Washington Post en Hvíta húsið og Maguire hafa ekki viljað tjá sig um málið.Ótækt að framkvæmdavaldið sé með málið á sínum höndum Í bréfi til Schiff, sem blaðamenn CNN hafa komið höndum yfir, sagði Maguire að kvörtunin sneri ekki að aðila innan leyniþjónustusamfélagsins, heldur að aðilum innan framkvæmdavaldsins. Því sé málið ekki nægilega mikilvægt til að upplýsa þingið um hvað það snýst. Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins og formaður nefndarinnar, sagði í gær að Atkinson hefði metið áðurnefnda kvörtun trúverðuga og málið væri áríðandi. Þá sagði hann nefndina leggja mikla áherslu á verndun uppljóstrara og uppljóstranir þeirra til þingsins. Þá segir þingmaðurinn að Maguire hafi farið út fyrir valdsvið sitt með því að ræða við Dómsmálaráðuneytið um málið. Það sé ótækt að aðilar innan framkvæmdavaldsins fjalli um kvörtun sem snúi að aðilum innan framkvæmdavaldsins. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Samningamaður í gíslatökum verður fjórði þjóðaröryggisráðgjafi Trump Robert O'Brien var sérstakur sendifulltrúi forsetaembættisins í gíslatökumálum. 18. september 2019 13:43 Nýjar þvinganir og nýr þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti hefur skipað Robert O'Brien nýjan þjóðaröryggisráðgjafa. 18. september 2019 21:00 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Samskipti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við annan þjóðarleiðtoga leiddu til þess að starfsmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna lagði fram formlega „uppljóstrarakvörtun“ til innri endurskoðenda leyniþjónusta Bandaríkjanna. Það gerði hann vegna loforðs sem Trump á að hafa gefið þessum tiltekna þjóðarleiðtoga, samkvæmt Washington Post.Innri endurskoðandinn, Michael Atkinson sem skipaður var í embætti af Trump, tók málið til skoðunar og ákvað að kvörtunin væri trúverðug og að málið væri „aðkallandi áhyggjuefni“, sem er lagaleg skilgreining sem, við eðlilegar kringumstæður, þýddi að málið ætti að fara fyrir nefndir Bandaríkjaþings. Það hefur hins vegar ekki gerst og Joseph Maguire, starfandi yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, neitar að upplýsa leyniþjónustunefnd þingsins um málið og hefur hann verið sakaður um að hylma yfir með forsetanum. Búist er við því að deilurnar aukist í dag þegar Atkinson fer á fund nefndarinnar en Maguire mun gera það í næstu viku.Ræddi við fimm þjóðarleiðtoga Kvörtunin var lögð fram þann 12. ágúst síðastliðinn. Á undanförnum vikum hafði Trump verið í samskiptum við fimm þjóðarleiðtoga. Þeir voru forsætisráðherrar Pakistan og Hollands, emír Katar, Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands. Tveimur vikum eftir að kvörtunin barst, sendi Atkinson skýrslu til Maguire. Samkvæmt lögum er honum skilyrt að upplýsa þingið um kvörtunina innan sjö daga. Það gerði hann ekki og segir Maguire að sú ákvörðun hafi verið tekin eftir að hann ræddi við starfsmenn Dómsmálaráðuneytisins. Atkinson virðist hins vegar hafa farið fram hjá Maguire og sagði hann formönnum leyniþjónustanefnda fulltrúadeildarinnar og öldungadeildarinnar frá tilvist kvörtunarinnar í byrjun september, án þess þó að segja um hvað hún snerist. Aðrir fjölmiðlar ytra hafa fengið sömu upplýsingar og Washington Post en Hvíta húsið og Maguire hafa ekki viljað tjá sig um málið.Ótækt að framkvæmdavaldið sé með málið á sínum höndum Í bréfi til Schiff, sem blaðamenn CNN hafa komið höndum yfir, sagði Maguire að kvörtunin sneri ekki að aðila innan leyniþjónustusamfélagsins, heldur að aðilum innan framkvæmdavaldsins. Því sé málið ekki nægilega mikilvægt til að upplýsa þingið um hvað það snýst. Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins og formaður nefndarinnar, sagði í gær að Atkinson hefði metið áðurnefnda kvörtun trúverðuga og málið væri áríðandi. Þá sagði hann nefndina leggja mikla áherslu á verndun uppljóstrara og uppljóstranir þeirra til þingsins. Þá segir þingmaðurinn að Maguire hafi farið út fyrir valdsvið sitt með því að ræða við Dómsmálaráðuneytið um málið. Það sé ótækt að aðilar innan framkvæmdavaldsins fjalli um kvörtun sem snúi að aðilum innan framkvæmdavaldsins.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Samningamaður í gíslatökum verður fjórði þjóðaröryggisráðgjafi Trump Robert O'Brien var sérstakur sendifulltrúi forsetaembættisins í gíslatökumálum. 18. september 2019 13:43 Nýjar þvinganir og nýr þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti hefur skipað Robert O'Brien nýjan þjóðaröryggisráðgjafa. 18. september 2019 21:00 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Samningamaður í gíslatökum verður fjórði þjóðaröryggisráðgjafi Trump Robert O'Brien var sérstakur sendifulltrúi forsetaembættisins í gíslatökumálum. 18. september 2019 13:43
Nýjar þvinganir og nýr þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti hefur skipað Robert O'Brien nýjan þjóðaröryggisráðgjafa. 18. september 2019 21:00
Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00