Pepsi Max-mörkin um þjálfaraskiptin í Árbænum: Hvað liggur á að tala um þetta? Anton Ingi Leifsson skrifar 19. september 2019 08:30 Helgi Sigurðsson er á sínu síðasta tímabili með Fylki. vísir/bára Helgi Sigurðsson hættir með Fylki eftir tímabilið í Pepsi Max-deild karla en þetta var tilkynnt á dögunum. Niðurstaðan var talin sameiginleg. Fylkir unnu svo 3-1 sigur á Víkingum í gærkvöldi og eru komnir upp í 5. sæti deildarinnar. Helgi steig fram eftir leikinn og sagði mögulega að of miklar kröfur væru gerðar í Árbænum. Pepsi Max-mörkin voru á dagskrá í gærkvöldi og þar var meðal annars rætt um þjálfaraskiptin í Árbænum. „Það lítur út fyrir að hann hafi fengið þau svör að hans starfskrafta hafi ekki verið óskað áfram eða þeir hafi ekki vitað hvað þeir vildu gera,“ sagði Þorvaldur Örlygsson og hélt áfram: „Helgi hefur gert mjög gott starf eins og hann bendir sjálfur á. Hann tekur við þeim í Inkasso og fer með þá upp og það má segja að hann hafi gert það sem hann var beðinn um að gera.“ Logi Ólafsson var hinn spekingur þáttarins í gærkvöld og hann segir að það sé smá óvissa framundan í Árbænum. „Það kemur svolítið á óvart að þetta sé niðurstaðan. Helgi hafði sjálfur sínar efasemdir og það er óvissuþættir í félaginu. Hvað verður um Castillion? Sagan um markverðina, er Emil farinn og svo framvegis,“ en Emil Ásmundsson er sagður á leið í KR. „Það eru tveir eldri menn sem eru í liðinu og hvað verður um þá? Geta þeir spilað jafn vel aftur? Svo það lá jafnvel fyrir hjá honum að hann þyrfti að byggja upp nýtt lið.“ „Það sem kemur mest á óvart er loksins Fylkir að ná upp stöðugleika og þetta er búið að vera stigvaxandi árangur í þrjú ár svo það kemur pínu á óvart ef þetta er ákvörðun Fylkis að hann verði ekki áfram,“ sagði Logi. Logi sagði einnig tímasetninguna undarlega og spyr sig afhverju Fylkismenn þurfa að melda þetta út svo snemma en liðið getur enn endað ofarlega í töflunni. „Hvað liggur á að tala um þetta þó að það séu einhverjar sögusagnir um þetta í gangi hjá Dr. Football eða á öllum þessum síðum og hlaðvörpum? Menn hljóta að geta látið slíkt sem vindum eyrum þjóta. Gefum okkur það að Helgi og félagar vinni næstu tvo leiki, þá enda þeir í fjórða sæti. Hefði þá staðan verið önnur er staðan yrði rædd í haust?“ Innslagið í heild má sjá hér að neðan.Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Helga Sigurðsson Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 3-1 | Fylkismenn upp í 5. sætið Fylkir vann 3-1 sigur á nýkrýndum bikarmeisturum Víkings í Árbænum í kvöld. 18. september 2019 21:45 Helgi: Kannski of miklar kröfur gerðar hérna í Árbænum Þjálfari Fylkis kvaðst stoltur af sínum mönnum eftir sigurinn á Víkingi. 18. september 2019 21:38 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Helgi Sigurðsson hættir með Fylki eftir tímabilið í Pepsi Max-deild karla en þetta var tilkynnt á dögunum. Niðurstaðan var talin sameiginleg. Fylkir unnu svo 3-1 sigur á Víkingum í gærkvöldi og eru komnir upp í 5. sæti deildarinnar. Helgi steig fram eftir leikinn og sagði mögulega að of miklar kröfur væru gerðar í Árbænum. Pepsi Max-mörkin voru á dagskrá í gærkvöldi og þar var meðal annars rætt um þjálfaraskiptin í Árbænum. „Það lítur út fyrir að hann hafi fengið þau svör að hans starfskrafta hafi ekki verið óskað áfram eða þeir hafi ekki vitað hvað þeir vildu gera,“ sagði Þorvaldur Örlygsson og hélt áfram: „Helgi hefur gert mjög gott starf eins og hann bendir sjálfur á. Hann tekur við þeim í Inkasso og fer með þá upp og það má segja að hann hafi gert það sem hann var beðinn um að gera.“ Logi Ólafsson var hinn spekingur þáttarins í gærkvöld og hann segir að það sé smá óvissa framundan í Árbænum. „Það kemur svolítið á óvart að þetta sé niðurstaðan. Helgi hafði sjálfur sínar efasemdir og það er óvissuþættir í félaginu. Hvað verður um Castillion? Sagan um markverðina, er Emil farinn og svo framvegis,“ en Emil Ásmundsson er sagður á leið í KR. „Það eru tveir eldri menn sem eru í liðinu og hvað verður um þá? Geta þeir spilað jafn vel aftur? Svo það lá jafnvel fyrir hjá honum að hann þyrfti að byggja upp nýtt lið.“ „Það sem kemur mest á óvart er loksins Fylkir að ná upp stöðugleika og þetta er búið að vera stigvaxandi árangur í þrjú ár svo það kemur pínu á óvart ef þetta er ákvörðun Fylkis að hann verði ekki áfram,“ sagði Logi. Logi sagði einnig tímasetninguna undarlega og spyr sig afhverju Fylkismenn þurfa að melda þetta út svo snemma en liðið getur enn endað ofarlega í töflunni. „Hvað liggur á að tala um þetta þó að það séu einhverjar sögusagnir um þetta í gangi hjá Dr. Football eða á öllum þessum síðum og hlaðvörpum? Menn hljóta að geta látið slíkt sem vindum eyrum þjóta. Gefum okkur það að Helgi og félagar vinni næstu tvo leiki, þá enda þeir í fjórða sæti. Hefði þá staðan verið önnur er staðan yrði rædd í haust?“ Innslagið í heild má sjá hér að neðan.Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Helga Sigurðsson
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 3-1 | Fylkismenn upp í 5. sætið Fylkir vann 3-1 sigur á nýkrýndum bikarmeisturum Víkings í Árbænum í kvöld. 18. september 2019 21:45 Helgi: Kannski of miklar kröfur gerðar hérna í Árbænum Þjálfari Fylkis kvaðst stoltur af sínum mönnum eftir sigurinn á Víkingi. 18. september 2019 21:38 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 3-1 | Fylkismenn upp í 5. sætið Fylkir vann 3-1 sigur á nýkrýndum bikarmeisturum Víkings í Árbænum í kvöld. 18. september 2019 21:45
Helgi: Kannski of miklar kröfur gerðar hérna í Árbænum Þjálfari Fylkis kvaðst stoltur af sínum mönnum eftir sigurinn á Víkingi. 18. september 2019 21:38
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti