Hefur komið til umræðu að lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. september 2019 18:30 Ekki er ólíklegt að formenn aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna lýsi yfir vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, á fundi sem verður haldinn eftir helgi. Mikil ólga er meðal lögreglumanna vegna ummæla og framferðis ríkislögreglustjóra undanfarin misseri. Nær öll lögreglufélög á landinu auk Landssambands lögreglumanna hafa lýst yfir ánægju með að Ríkisendurskoðun muni vinna heildstæða úttekt á rekstri Embættis ríkislögreglustjóra. Málefni bílamiðstöðvar embættisins og fatamál hafa vegið einna þyngst en lögregluembætti telja að ríkislögreglustóri hafi ofrukkað lögregluembættin vegna lögreglutækja. Mikil ólga er meðal lögreglumanna með framferði og framkomu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu síðustu helgi sem og í viðtölum eftir fund hans með dómsmálaráðherra á mánudag.Ráðherra sagði eftir fundinn ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt og þá sagði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali á Bylgjunni í morgun, eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem uppi er.Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna.Vísir/BaldurFormaður Landssamband lögreglumanna segir ástandið ekki hafa skánað síðustu daga. „Það er vægast sagt að brjálað innan stéttarinnar með það sem kemur fram í þessu viðtali og báðum þessum viðtölum og skýrir sig í raun sjálft miðað við það sem kemur fram í viðtalinu í Morgunblaðinu,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna. Um sjöhundruð lögreglumenn starfa innan raða allra lögregluembætta á landinu og segir Snorri ólguna meðal þeirra hafa byggst upp á löngum tíma. Treysta lögreglumenn ríkislögreglustjóra til áframhaldandi starfa? „Innan raða lögreglumanna hafa heyrst efasemdarraddir í þá veru og þær eru sennilega orðnar háværari heldur en hitt að traustið sé farið, þannig að ég held að það sé óhætt að segja að það sé afar lítið traust eins og staðan er í dag,“ segir Snorri.Fatamál lögreglumanna eru eitt þeirra mála sem lögreglumenn sætta sig ekki við.Vísir/VilhelmVantraust hefur komið til tals Formenn allra aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna koma saman til fundar eftir helgi þar sem málefni ríkislögreglustjóra verða til umfjöllunar. Snorri segir að vantraustsyfirlýsing hafi komið til tals. „Þetta hefur komið til umræðu í stjórn Landssambands lögreglumanna, það hefur gert það já, en það hefur ekki verið full samstaða um það,“ Hefur það eitthvað breyst eftir viðtalið í Morgunblaðinu og eftir fund hans með dómsmálaráðherra? „Það kann að vera og það getur verið að það komi í ljós á þessum fundi okkar,“ segir Snorri. Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Áslaug opin fyrir fækkun í yfirstjórn Dómsmálaráðherra opinn fyrir að fækka í yfirstjórn lögreglu og vill breyta fyrirkomulagi embættanna. Engin tilkynning borist héraðssaksóknara um meinta spillingu í lögreglunni sem ríkislögreglustjóri ræddi við Morgunblaðið. 17. september 2019 06:15 Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Lögreglufélag Vestfjarða fagnar úttekt á embætti ríkislögreglustjóra Lögreglufélag Vestfjarða fagnar því í ályktun sem félagið sendi frá sér í kvöld að stjórnsýsluúttekt fari fram á embætti ríkislögreglustjóra. 17. september 2019 23:53 Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46 Þætti ekki óeðlilegt ef Haraldur viki Fyrrverandi lögreglumaður og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem upp er komin. 18. september 2019 09:02 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Ekki er ólíklegt að formenn aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna lýsi yfir vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, á fundi sem verður haldinn eftir helgi. Mikil ólga er meðal lögreglumanna vegna ummæla og framferðis ríkislögreglustjóra undanfarin misseri. Nær öll lögreglufélög á landinu auk Landssambands lögreglumanna hafa lýst yfir ánægju með að Ríkisendurskoðun muni vinna heildstæða úttekt á rekstri Embættis ríkislögreglustjóra. Málefni bílamiðstöðvar embættisins og fatamál hafa vegið einna þyngst en lögregluembætti telja að ríkislögreglustóri hafi ofrukkað lögregluembættin vegna lögreglutækja. Mikil ólga er meðal lögreglumanna með framferði og framkomu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu síðustu helgi sem og í viðtölum eftir fund hans með dómsmálaráðherra á mánudag.Ráðherra sagði eftir fundinn ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt og þá sagði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali á Bylgjunni í morgun, eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem uppi er.Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna.Vísir/BaldurFormaður Landssamband lögreglumanna segir ástandið ekki hafa skánað síðustu daga. „Það er vægast sagt að brjálað innan stéttarinnar með það sem kemur fram í þessu viðtali og báðum þessum viðtölum og skýrir sig í raun sjálft miðað við það sem kemur fram í viðtalinu í Morgunblaðinu,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna. Um sjöhundruð lögreglumenn starfa innan raða allra lögregluembætta á landinu og segir Snorri ólguna meðal þeirra hafa byggst upp á löngum tíma. Treysta lögreglumenn ríkislögreglustjóra til áframhaldandi starfa? „Innan raða lögreglumanna hafa heyrst efasemdarraddir í þá veru og þær eru sennilega orðnar háværari heldur en hitt að traustið sé farið, þannig að ég held að það sé óhætt að segja að það sé afar lítið traust eins og staðan er í dag,“ segir Snorri.Fatamál lögreglumanna eru eitt þeirra mála sem lögreglumenn sætta sig ekki við.Vísir/VilhelmVantraust hefur komið til tals Formenn allra aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna koma saman til fundar eftir helgi þar sem málefni ríkislögreglustjóra verða til umfjöllunar. Snorri segir að vantraustsyfirlýsing hafi komið til tals. „Þetta hefur komið til umræðu í stjórn Landssambands lögreglumanna, það hefur gert það já, en það hefur ekki verið full samstaða um það,“ Hefur það eitthvað breyst eftir viðtalið í Morgunblaðinu og eftir fund hans með dómsmálaráðherra? „Það kann að vera og það getur verið að það komi í ljós á þessum fundi okkar,“ segir Snorri.
Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Áslaug opin fyrir fækkun í yfirstjórn Dómsmálaráðherra opinn fyrir að fækka í yfirstjórn lögreglu og vill breyta fyrirkomulagi embættanna. Engin tilkynning borist héraðssaksóknara um meinta spillingu í lögreglunni sem ríkislögreglustjóri ræddi við Morgunblaðið. 17. september 2019 06:15 Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Lögreglufélag Vestfjarða fagnar úttekt á embætti ríkislögreglustjóra Lögreglufélag Vestfjarða fagnar því í ályktun sem félagið sendi frá sér í kvöld að stjórnsýsluúttekt fari fram á embætti ríkislögreglustjóra. 17. september 2019 23:53 Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46 Þætti ekki óeðlilegt ef Haraldur viki Fyrrverandi lögreglumaður og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem upp er komin. 18. september 2019 09:02 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Áslaug opin fyrir fækkun í yfirstjórn Dómsmálaráðherra opinn fyrir að fækka í yfirstjórn lögreglu og vill breyta fyrirkomulagi embættanna. Engin tilkynning borist héraðssaksóknara um meinta spillingu í lögreglunni sem ríkislögreglustjóri ræddi við Morgunblaðið. 17. september 2019 06:15
Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33
Lögreglufélag Vestfjarða fagnar úttekt á embætti ríkislögreglustjóra Lögreglufélag Vestfjarða fagnar því í ályktun sem félagið sendi frá sér í kvöld að stjórnsýsluúttekt fari fram á embætti ríkislögreglustjóra. 17. september 2019 23:53
Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46
Þætti ekki óeðlilegt ef Haraldur viki Fyrrverandi lögreglumaður og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem upp er komin. 18. september 2019 09:02