Rógburði um Omar sem Trump magnaði upp á Twitter eytt Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2019 16:19 Omar hefur ítrekað verið skotspónn Trump forseta. Vísir/EPA Tísti þar sem logið var upp á þingkonu Demókrataflokksins í Bandaríkjunum sem er múslimi að hún hefði farið að skemmta sér á afmæli hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 var eytt eftir að Donald Trump forseti hafði áframtíst því til milljóna fylgjenda sinna á miðlinum. Í tístinu sem ekki er lengur aðgengilegt sást Ilham Omar, fulltrúadeildarþingkona demókrata frá Minnesota, dansandi í hópi fólks. Terrence K. Williams, grínisti og stuðningsmaður Trump sem hefur komið fram á Fox News-sjónvarpsstöðinni, fullyrti í tístinu að Omar hefði „skemmt sér á afmæli 11. september“ og setti það í samhengi við að Trump hefði verið gagnrýndur fyrir að spila golf þann dag.SkjáskotTrump áframtísti myndbandinu og fullyrðingum Williams með þeim orðum að Omar ætti eftir að vinna þingsæti í Minnesota fyrir Repúblikanaflokkinn og að hún væri nýtt andlit Demókrataflokksins. Forsetinn hefur ítrekað reynt að mála róttækustu þingmenn flokksins sem helstu málsvara hans. Myndbandið af Omar var þó ekki frá 11. september. Jack Tapper, fréttamaður CNN-sjónvarpsstöðvarinnar, bendir á að aðgerðasinni hafi tekið myndbandið af Omar að dansa á árlegri ráðstefnu þingflokks svartra þingmanna í Bandaríkjaþingi 13. september. „Þetta er algerlega rangt, þetta er rógburður og veldur örugglega öryggisáhyggjum,“ tísti Tapper.1/ Anatomy of a smear: progressive activist @AdamGreen posts on Sept 13, at a reception for the Congressional Black Caucus annual legislative conference, video of @IlhanMN dancing:https://t.co/sYFKN76rto— Jake Tapper (@jaketapper) September 18, 2019 Þetta er hvorki í fyrsta skipti sem Trump vegur að Omar né sem hann áframtístir vafasömum tístum frá Williams. Omar, sem fæddist í Sómalíu en kom sem flóttamaður til Bandaríkjanna sem unglingur, var ein fjögurra þeldökkra þingkvenna sem Trump gaf í skyn að ættu að fara „til síns heima“ fyrr á þessu ári. Hinar þrjár þingkonurnar fæddust allar í Bandaríkjunum. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings fordæmdi ummæli forsetans. Þá áframtísti Trump samsæriskenningu frá Williams nýlega um dauða Jeffrey Epstein, auðkýfings sem var ákærður fyrir mansal á ungum stúlkum, sem hengdi sig í fangelsi í New York. Bendlaði grínistinn Bill Clinton við dauða Epstein. Donie O'Sullivan, fréttamaður CNN, segir að talsmaður Twitter hafi fullyrt að Williams hafi sjálfur eytt tístinu um Omar sem Trump áframtísti fyrr í dag.A Twitter spokesperson says @w_terrence deleted the tweet Trump cited earlier this morning. https://t.co/cAQ9ybgHyW— Donie O'Sullivan (@donie) September 18, 2019 Fréttin var uppfærð eftir að talsmaður Twitter staðfesti að Williams hefði sjálfur eytt tístinu um Omar. Upphaflega kom fram í henni að svo virtist sem að Twitter hefði eytt tístinu og að það væri ekki lengur aðgengilegt. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 Áhyggjur af öryggi Omar Demókratar sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs sem og aðrir kjörnir fulltrúar flokksins fordæmdu harkalega í gær hátterni þeirra sem sóttu fjöldafund Donalds Trump forseta í Norður-Karólínu í fyrrinótt. 19. júlí 2019 06:00 Vísar í fjölda fylgjenda tístarans til að verja dreifingu á rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki hafa miklar áhyggjur af því að hafa freift rakalausri samsæriskenningu um að Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi átt þátt í dauða Jeffrey Epstein í fangelsi um helgina 13. ágúst 2019 22:20 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Tísti þar sem logið var upp á þingkonu Demókrataflokksins í Bandaríkjunum sem er múslimi að hún hefði farið að skemmta sér á afmæli hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 var eytt eftir að Donald Trump forseti hafði áframtíst því til milljóna fylgjenda sinna á miðlinum. Í tístinu sem ekki er lengur aðgengilegt sást Ilham Omar, fulltrúadeildarþingkona demókrata frá Minnesota, dansandi í hópi fólks. Terrence K. Williams, grínisti og stuðningsmaður Trump sem hefur komið fram á Fox News-sjónvarpsstöðinni, fullyrti í tístinu að Omar hefði „skemmt sér á afmæli 11. september“ og setti það í samhengi við að Trump hefði verið gagnrýndur fyrir að spila golf þann dag.SkjáskotTrump áframtísti myndbandinu og fullyrðingum Williams með þeim orðum að Omar ætti eftir að vinna þingsæti í Minnesota fyrir Repúblikanaflokkinn og að hún væri nýtt andlit Demókrataflokksins. Forsetinn hefur ítrekað reynt að mála róttækustu þingmenn flokksins sem helstu málsvara hans. Myndbandið af Omar var þó ekki frá 11. september. Jack Tapper, fréttamaður CNN-sjónvarpsstöðvarinnar, bendir á að aðgerðasinni hafi tekið myndbandið af Omar að dansa á árlegri ráðstefnu þingflokks svartra þingmanna í Bandaríkjaþingi 13. september. „Þetta er algerlega rangt, þetta er rógburður og veldur örugglega öryggisáhyggjum,“ tísti Tapper.1/ Anatomy of a smear: progressive activist @AdamGreen posts on Sept 13, at a reception for the Congressional Black Caucus annual legislative conference, video of @IlhanMN dancing:https://t.co/sYFKN76rto— Jake Tapper (@jaketapper) September 18, 2019 Þetta er hvorki í fyrsta skipti sem Trump vegur að Omar né sem hann áframtístir vafasömum tístum frá Williams. Omar, sem fæddist í Sómalíu en kom sem flóttamaður til Bandaríkjanna sem unglingur, var ein fjögurra þeldökkra þingkvenna sem Trump gaf í skyn að ættu að fara „til síns heima“ fyrr á þessu ári. Hinar þrjár þingkonurnar fæddust allar í Bandaríkjunum. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings fordæmdi ummæli forsetans. Þá áframtísti Trump samsæriskenningu frá Williams nýlega um dauða Jeffrey Epstein, auðkýfings sem var ákærður fyrir mansal á ungum stúlkum, sem hengdi sig í fangelsi í New York. Bendlaði grínistinn Bill Clinton við dauða Epstein. Donie O'Sullivan, fréttamaður CNN, segir að talsmaður Twitter hafi fullyrt að Williams hafi sjálfur eytt tístinu um Omar sem Trump áframtísti fyrr í dag.A Twitter spokesperson says @w_terrence deleted the tweet Trump cited earlier this morning. https://t.co/cAQ9ybgHyW— Donie O'Sullivan (@donie) September 18, 2019 Fréttin var uppfærð eftir að talsmaður Twitter staðfesti að Williams hefði sjálfur eytt tístinu um Omar. Upphaflega kom fram í henni að svo virtist sem að Twitter hefði eytt tístinu og að það væri ekki lengur aðgengilegt.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 Áhyggjur af öryggi Omar Demókratar sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs sem og aðrir kjörnir fulltrúar flokksins fordæmdu harkalega í gær hátterni þeirra sem sóttu fjöldafund Donalds Trump forseta í Norður-Karólínu í fyrrinótt. 19. júlí 2019 06:00 Vísar í fjölda fylgjenda tístarans til að verja dreifingu á rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki hafa miklar áhyggjur af því að hafa freift rakalausri samsæriskenningu um að Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi átt þátt í dauða Jeffrey Epstein í fangelsi um helgina 13. ágúst 2019 22:20 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00
Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36
Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15
Áhyggjur af öryggi Omar Demókratar sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs sem og aðrir kjörnir fulltrúar flokksins fordæmdu harkalega í gær hátterni þeirra sem sóttu fjöldafund Donalds Trump forseta í Norður-Karólínu í fyrrinótt. 19. júlí 2019 06:00
Vísar í fjölda fylgjenda tístarans til að verja dreifingu á rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki hafa miklar áhyggjur af því að hafa freift rakalausri samsæriskenningu um að Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi átt þátt í dauða Jeffrey Epstein í fangelsi um helgina 13. ágúst 2019 22:20