„Hann verður einn sá besti í heimi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2019 09:45 Erling Braut Håland með boltann eftir þrennuna í gærkvöldi. Getty/TF-Images Jesse Marsch, knattspyrnustjóri Red Bull Salzburg, var að sjálfsögðu mjög ánægður með framherjann sinn Erling Braut Håland eftir 6-2 stórsigur á Genk í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Jesse Marsch var beðinn um að lýsa Erling Braut Håland í þremur orðum: „Jákvæður, orkumikill, spennandi eða kannski rafmagnaður,“ svaraði Jesse Marsch og þurfti að nota fjögur lýsingarorð enda ekki auðvelt að lýsa framtíðarstjörnu norska fótboltans.Erling Haland: Scored 9 goals in an U20 World Cup game Scored 17 goals in 9 games for Salzburg this season Scored a hat-trick on his Champions League debut Remember the name! pic.twitter.com/gfA742zAMR — ESPN UK (@ESPNUK) September 17, 2019 Liðsfélags Erling Braut Håland er líka yfir sig hrifnir af stráknum sem skoraði þrennu í sínum fyrsta Meistaradeildarleik í gær. Strákurinn er aðeins nítján ára gamall en búinn að skora 17 mörk í fyrstu 9 leikjum tímabilsins þar af þrennu í tveimur síðustu leikjum. „Hann er stórkostlegur. Með þessa hæð en samt svo lipur og ákveðinn með boltann. Það er mjög erfitt að spila á móti honum á æfingum og maður verður eiginlega bara að brjóta á honum,“ sagði Max Wöber, liðsfélagi Håland hjá Red Bull Salzburg.RB Salzburg's attacking four: Erling Braut Haland: 9 games, 17 goals & 5 assists Hee-chan Hwang: 8 games, 6 goals & 9 assists Takumi Minamino: 8 games, 4 goals & 6 assists Patson Daka: 8 games, 5 goals & 3 assists Entertaining style of play & entertaining players. pic.twitter.com/lvSfV6je2p — FootballTalentScout (@FTalentScout) September 17, 2019 „Enn einu sinni sannaði Erling það að hann mun verða einn besti framherji í heimi,“ bætti Wöber við. Erling Braut Håland sjálfur ætlar sér stóra hluti í Meistaradeildinni strax á þessu tímabili.Erling Braut Håland now holds the record for the youngest player to score a #UCL first-half hat-trick and most goals in a single U20 World Cup match. At 19 years old, expect plenty more records to be broken.https://t.co/7cqyFxGwsv— Squawka Football (@Squawka) September 17, 2019 „Það er allt mögulegt. Við sáum Ajax liðið á síðustu leiktíð. Það væri gaman að vera nýja Ajax en við vitum að það er fullt af góðum liðum. Þetta verður erfitt en miði er möguleiki,“ sagði Erling Braut Håland. Red Bull Salzburg á eftir að spila við Evrópumeistara Liverpool og ítalska félagið Napoli. Napoli vann einmitt Liverpool í hinum leik riðilsins í gærkvöldi.Erling Braut Håland fagnar.Getty/TF-Images Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr ensku boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Sjá meira
Jesse Marsch, knattspyrnustjóri Red Bull Salzburg, var að sjálfsögðu mjög ánægður með framherjann sinn Erling Braut Håland eftir 6-2 stórsigur á Genk í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Jesse Marsch var beðinn um að lýsa Erling Braut Håland í þremur orðum: „Jákvæður, orkumikill, spennandi eða kannski rafmagnaður,“ svaraði Jesse Marsch og þurfti að nota fjögur lýsingarorð enda ekki auðvelt að lýsa framtíðarstjörnu norska fótboltans.Erling Haland: Scored 9 goals in an U20 World Cup game Scored 17 goals in 9 games for Salzburg this season Scored a hat-trick on his Champions League debut Remember the name! pic.twitter.com/gfA742zAMR — ESPN UK (@ESPNUK) September 17, 2019 Liðsfélags Erling Braut Håland er líka yfir sig hrifnir af stráknum sem skoraði þrennu í sínum fyrsta Meistaradeildarleik í gær. Strákurinn er aðeins nítján ára gamall en búinn að skora 17 mörk í fyrstu 9 leikjum tímabilsins þar af þrennu í tveimur síðustu leikjum. „Hann er stórkostlegur. Með þessa hæð en samt svo lipur og ákveðinn með boltann. Það er mjög erfitt að spila á móti honum á æfingum og maður verður eiginlega bara að brjóta á honum,“ sagði Max Wöber, liðsfélagi Håland hjá Red Bull Salzburg.RB Salzburg's attacking four: Erling Braut Haland: 9 games, 17 goals & 5 assists Hee-chan Hwang: 8 games, 6 goals & 9 assists Takumi Minamino: 8 games, 4 goals & 6 assists Patson Daka: 8 games, 5 goals & 3 assists Entertaining style of play & entertaining players. pic.twitter.com/lvSfV6je2p — FootballTalentScout (@FTalentScout) September 17, 2019 „Enn einu sinni sannaði Erling það að hann mun verða einn besti framherji í heimi,“ bætti Wöber við. Erling Braut Håland sjálfur ætlar sér stóra hluti í Meistaradeildinni strax á þessu tímabili.Erling Braut Håland now holds the record for the youngest player to score a #UCL first-half hat-trick and most goals in a single U20 World Cup match. At 19 years old, expect plenty more records to be broken.https://t.co/7cqyFxGwsv— Squawka Football (@Squawka) September 17, 2019 „Það er allt mögulegt. Við sáum Ajax liðið á síðustu leiktíð. Það væri gaman að vera nýja Ajax en við vitum að það er fullt af góðum liðum. Þetta verður erfitt en miði er möguleiki,“ sagði Erling Braut Håland. Red Bull Salzburg á eftir að spila við Evrópumeistara Liverpool og ítalska félagið Napoli. Napoli vann einmitt Liverpool í hinum leik riðilsins í gærkvöldi.Erling Braut Håland fagnar.Getty/TF-Images
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr ensku boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Sjá meira