Loftslagsbankinn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 18. september 2019 08:00 Ríkið er eigandi að stærstum hluta íslenska fjármálakerfisins. Sú staða gefur okkur færi á því að hugsa upp á nýtt hvernig við teljum réttast að fjármálakerfið sé, þjóðinni til heilla. Loftslagsváin er stærsta viðfangsefni stjórnvalda í dag. Við eigum að hugsa allar okkar ákvarðanir út frá henni, þar með talið þegar kemur að fjármálakerfinu. Víða er unnið að góðum verkefnum sem miða að því að gera samfélagið kolefnishlutlaust og enn víðar eru góðar hugmyndir sem ekki komast til framkvæmda, sumar vegna fjárskorts. Ríkið styrkir við nýsköpun og rannsóknir í þeim efnum. En hvers vegna ekki að ganga skrefinu lengra og nýta bankakerfið sem hefur hvort eð er það hlutverk að lána peninga til verkefna almennings og atvinnulífs? Hvers vegna ekki að stofna fjárfestingarbanka loftslagsmála sem hefur lánastefnu sem tekur meira tillit til áhrifa á kolefnishlutleysi en arðsemiskröfu? Sem lánar fyrst og fremst til verkefna sem skila árangri í að gera Ísland kolefnishlutlaust, verkefna sem eiga kannski óhægt um vik að fá lán hjá hefðbundnum lánastofnunum. Við gætum horft til Norðurlandanna hvað fyrirmyndir varðar. Norræni fjárfestingarbankinn hefur til dæmis sett sér sjálfbærnimarkmið sem hafa áhrif á útlánastefnuna. Að ekki sé minnst á Norræna umhverfisfjárfestingasjóðinn NEFCO. Hann lánar til verkefna sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Ísland er aðili að báðum þessum stofnunum. Hví ekki að stofna eina slíka hér heima fyrir? Hvítbók um fjármálakerfið, sem kom út í fyrra, kom inn á ýmislegt ágætt varðandi bankakerfið, en heldur fannst mér afgreiðslan á samfélagsbanka rýr þar. Samfélagsbanki getur nefnilega verið alls konar. Hann getur verið fjárfestingarbanki loftslagsmála, eða umhverfisfjárfestingarsjóður. Hann getur líka hugað að byggðamálum í lánastefnu sinni, lánað inn á svæði sem aðrir bankar gera trauðla í dag. Eða hann getur gert bæði. Að láta arðsemiskröfu eina ráða er gamaldags hugsun, enda þarf að taka kolefnisverð inn í alla útreikninga. Fjárfestingabanki loftslagsmála mundi gera það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Ríkið er eigandi að stærstum hluta íslenska fjármálakerfisins. Sú staða gefur okkur færi á því að hugsa upp á nýtt hvernig við teljum réttast að fjármálakerfið sé, þjóðinni til heilla. Loftslagsváin er stærsta viðfangsefni stjórnvalda í dag. Við eigum að hugsa allar okkar ákvarðanir út frá henni, þar með talið þegar kemur að fjármálakerfinu. Víða er unnið að góðum verkefnum sem miða að því að gera samfélagið kolefnishlutlaust og enn víðar eru góðar hugmyndir sem ekki komast til framkvæmda, sumar vegna fjárskorts. Ríkið styrkir við nýsköpun og rannsóknir í þeim efnum. En hvers vegna ekki að ganga skrefinu lengra og nýta bankakerfið sem hefur hvort eð er það hlutverk að lána peninga til verkefna almennings og atvinnulífs? Hvers vegna ekki að stofna fjárfestingarbanka loftslagsmála sem hefur lánastefnu sem tekur meira tillit til áhrifa á kolefnishlutleysi en arðsemiskröfu? Sem lánar fyrst og fremst til verkefna sem skila árangri í að gera Ísland kolefnishlutlaust, verkefna sem eiga kannski óhægt um vik að fá lán hjá hefðbundnum lánastofnunum. Við gætum horft til Norðurlandanna hvað fyrirmyndir varðar. Norræni fjárfestingarbankinn hefur til dæmis sett sér sjálfbærnimarkmið sem hafa áhrif á útlánastefnuna. Að ekki sé minnst á Norræna umhverfisfjárfestingasjóðinn NEFCO. Hann lánar til verkefna sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Ísland er aðili að báðum þessum stofnunum. Hví ekki að stofna eina slíka hér heima fyrir? Hvítbók um fjármálakerfið, sem kom út í fyrra, kom inn á ýmislegt ágætt varðandi bankakerfið, en heldur fannst mér afgreiðslan á samfélagsbanka rýr þar. Samfélagsbanki getur nefnilega verið alls konar. Hann getur verið fjárfestingarbanki loftslagsmála, eða umhverfisfjárfestingarsjóður. Hann getur líka hugað að byggðamálum í lánastefnu sinni, lánað inn á svæði sem aðrir bankar gera trauðla í dag. Eða hann getur gert bæði. Að láta arðsemiskröfu eina ráða er gamaldags hugsun, enda þarf að taka kolefnisverð inn í alla útreikninga. Fjárfestingabanki loftslagsmála mundi gera það.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun