Orkuverðið og umræðan Jón Skafti Gestsson skrifar 17. september 2019 09:35 Líflegar umræður um orkumál undanfarin misseri hafa líklegast ekki farið fram hjá mörgum. Í Bítinu 3. september sl. voru orkumál aftur til umræðu í tilefni samþykktar þriðja orkupakkans. Það er rétt að byrja á að þakka öllum hlutaðeigandi fyrir yfirvegaða og málefnalega umræðu um málaflokkinn. Þó eru nokkur atriði sem undirritaður vill gera athugasemdir við. Gestir og þáttastjórnendur voru sammála um að frá setningu gildandi raforkulaga hafi verðhækkanir verið slíkar að fólki sæi það auðveldlega á rafmagnreikningunum sínum. Reikningarnir væru nú þrír og samanlagt hærri en sá eini sem áður var. Orsökin var sögð vera hækkanir í flutningi og dreifingu, hjá Landsneti og veitufyrirtækjum. Orkustofnun hefði slakað of mikið á eftirlitshlutverki sínu. Þetta stenst tæpast skoðun. Raunverð til heimila hefur hækkað um 8% frá árinu 2006 en stærstur hluti þeirrar hækkunar kemur frá orkuframleiðendum og sölufyrirtækjum. Hlutur þeirra hefur hækkað um 10% úr 5,88 í 6,48 kr/kWst. Til samanburðar kostaði flutningur á raforku hjá Landsneti 2,2 kr/kWst árið 2006 og 2018 var kostnaðurinn 2,25 kr/kWst sem er vissulega hækkun upp á 2% en þar með er ekki öll sagan sögð. Verð á flutningi raforku sveiflast. Það náði lágmarki árið 2012 og hafði þá lækkað um 22%. Að jafnaði hefur verð Landsnets á þessum rúma áratug verið undir 2 kr/kWst.Heimild: EflaSé hlutfallslegur kostnaður skoðaður kemur svipuð mynd í ljós. Hlutfall flutnings af rafmagnsreikningi heimila var 12,6% árið 2006 en er nú 12% Að meðaltali hefur hann hins vegar verið 11% og fór lægst í 9,3%. Tekjur Landsnets af flutningi lúta ströngum reglum. Þær hækka þegar kerfið er styrkt eða endurnýjað en gjaldskráin lækkar þegar flutningur raforku eykst. Orkustofnun veitir Landsneti strangt aðhald og fer fram á ítarlegan rökstuðning til að tryggja að fjárfestingar fari ekki umfram það sem nauðsyn krefur. Eðli fjárfestinganna er hins vegar þannig að sveiflur eru óhjákvæmilegar. Lengri tíma meðaltal hefur hins vegar verið undir kostnaðinum sem var 2006. Undanfarin ár hefur Landsnet unnið að því að styrkja landshlutakerfin til að bæta afhendingaröryggi á landsbyggðinni í samræmi við lögbundið hlutverk sitt um að jafna atvinnutækifæri í landinu. Það hefur leitt til tímabundinnar hækkunar á flutningskostnaði en vonandi dylst engum að án stöðugs og áreiðanlegs rafmagns er rekstur nútímasamfélags ómögulegur. Stóra myndin er samt skýr og það er að kostnaður heimila af raforkuflutningi hefur verið lágur síðan breytingar á raforkulögum árið 2003 leiddu til stofnun Landsnets. Metnaður okkar hjá Landsneti stendur til að svo verði áfram.Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði hjá Landsneti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Orkumál Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Líflegar umræður um orkumál undanfarin misseri hafa líklegast ekki farið fram hjá mörgum. Í Bítinu 3. september sl. voru orkumál aftur til umræðu í tilefni samþykktar þriðja orkupakkans. Það er rétt að byrja á að þakka öllum hlutaðeigandi fyrir yfirvegaða og málefnalega umræðu um málaflokkinn. Þó eru nokkur atriði sem undirritaður vill gera athugasemdir við. Gestir og þáttastjórnendur voru sammála um að frá setningu gildandi raforkulaga hafi verðhækkanir verið slíkar að fólki sæi það auðveldlega á rafmagnreikningunum sínum. Reikningarnir væru nú þrír og samanlagt hærri en sá eini sem áður var. Orsökin var sögð vera hækkanir í flutningi og dreifingu, hjá Landsneti og veitufyrirtækjum. Orkustofnun hefði slakað of mikið á eftirlitshlutverki sínu. Þetta stenst tæpast skoðun. Raunverð til heimila hefur hækkað um 8% frá árinu 2006 en stærstur hluti þeirrar hækkunar kemur frá orkuframleiðendum og sölufyrirtækjum. Hlutur þeirra hefur hækkað um 10% úr 5,88 í 6,48 kr/kWst. Til samanburðar kostaði flutningur á raforku hjá Landsneti 2,2 kr/kWst árið 2006 og 2018 var kostnaðurinn 2,25 kr/kWst sem er vissulega hækkun upp á 2% en þar með er ekki öll sagan sögð. Verð á flutningi raforku sveiflast. Það náði lágmarki árið 2012 og hafði þá lækkað um 22%. Að jafnaði hefur verð Landsnets á þessum rúma áratug verið undir 2 kr/kWst.Heimild: EflaSé hlutfallslegur kostnaður skoðaður kemur svipuð mynd í ljós. Hlutfall flutnings af rafmagnsreikningi heimila var 12,6% árið 2006 en er nú 12% Að meðaltali hefur hann hins vegar verið 11% og fór lægst í 9,3%. Tekjur Landsnets af flutningi lúta ströngum reglum. Þær hækka þegar kerfið er styrkt eða endurnýjað en gjaldskráin lækkar þegar flutningur raforku eykst. Orkustofnun veitir Landsneti strangt aðhald og fer fram á ítarlegan rökstuðning til að tryggja að fjárfestingar fari ekki umfram það sem nauðsyn krefur. Eðli fjárfestinganna er hins vegar þannig að sveiflur eru óhjákvæmilegar. Lengri tíma meðaltal hefur hins vegar verið undir kostnaðinum sem var 2006. Undanfarin ár hefur Landsnet unnið að því að styrkja landshlutakerfin til að bæta afhendingaröryggi á landsbyggðinni í samræmi við lögbundið hlutverk sitt um að jafna atvinnutækifæri í landinu. Það hefur leitt til tímabundinnar hækkunar á flutningskostnaði en vonandi dylst engum að án stöðugs og áreiðanlegs rafmagns er rekstur nútímasamfélags ómögulegur. Stóra myndin er samt skýr og það er að kostnaður heimila af raforkuflutningi hefur verið lágur síðan breytingar á raforkulögum árið 2003 leiddu til stofnun Landsnets. Metnaður okkar hjá Landsneti stendur til að svo verði áfram.Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði hjá Landsneti.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun