„Til að breyta heiminum þurfum við fyrst að breyta okkur sjálfum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2019 20:15 Yfirlýsingin er þríþætt. Vísir/Tryggvi Páll. Forsvarsmenn tuttugu fyrirtækja og stofnana skrifuðu í dag undir loftslagsyfirlýsingu Akureyrarbæjar og Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð við hátíðlega athöfn í lystigarðinum á Akureyri. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, reið á vaðið og skrifaði undir yfirlýsinguna fyrir hönd bæjarins. Yfirýsingin felur í sér að þeir sem undir hana skrifa skuldbinda sig til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka myndun úrgans auk þess sem að mæla þarf árangurinn og gefa upplýsingar um hvernig gengur að fara eftir yfirlýsingunni. Loftslagsyfirlýsingin var þróuð af Festu og Reykjavíkurborg og var fyrst undirrituð í Höfða árið 2015 af forstjórum yfir eitt hundrað fyrirtækja og stofnana í aðdraganda Parísarráðstefnunnar um loftslagsmál.Forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana í bænum skrifuðu undir yfirlýsinguna.Mynd/AkureyrarbærAkureyrarbær og Festa buðu stofnunum og fyrirtækjum í bænum að undirrita yfirlýsinguna en á vef Akureyrarbæjar er haft eftir Ásthildi að mikilvægt sé að sem flest fyrirtæki í bænum leggi lóð sitt á vogarskálarnar til að stemma stigu við skaðlegum áhrif loftslagsbreytinga. „Akureyrarbær er í fremstu röð sveitarfélaga á Íslandi þegar kemur að því að flokka og endurnýta, og það er markmið okkar að sveitarfélagið verði kolefnishlutlaust á allra næstu árum. Við þurfum öll að leggjast á eitt til þess að svo megi verða. Til að breyta heiminum þurfum við fyrst að breyta okkur sjálfum, margt smátt getur orðið eitthvað risastórt," segir Ásthildur. Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóru Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð, segist vera ánægð með viðtökurnar sem fengust hjá fyrirtækjum og stofnunum á Akureyri og reiknar hún með að þau muni gera sitt besta til að fara eftir skilmálum yfirlýsingarinnar. „Þegar þú skrifar undir svona yfirlýsingu þá ert þú að lýsa því yfir að þú ert með skýran ásetning um að þú ætlar að mæla og birta niðurstöður um hvað þú ert að gera. Þetta er hvatningarverkefni sem að hver og einn gerir á sínum forsendum undir handleiðslu sérfræðinga og fyrst og fremst ábyrgð hvers og eins en það er okkar að taka saman árangurinn og styðja við ferlið,“ segir Hrund í samtali við fréttastofu. Akureyri Loftslagsmál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Forsvarsmenn tuttugu fyrirtækja og stofnana skrifuðu í dag undir loftslagsyfirlýsingu Akureyrarbæjar og Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð við hátíðlega athöfn í lystigarðinum á Akureyri. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, reið á vaðið og skrifaði undir yfirlýsinguna fyrir hönd bæjarins. Yfirýsingin felur í sér að þeir sem undir hana skrifa skuldbinda sig til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka myndun úrgans auk þess sem að mæla þarf árangurinn og gefa upplýsingar um hvernig gengur að fara eftir yfirlýsingunni. Loftslagsyfirlýsingin var þróuð af Festu og Reykjavíkurborg og var fyrst undirrituð í Höfða árið 2015 af forstjórum yfir eitt hundrað fyrirtækja og stofnana í aðdraganda Parísarráðstefnunnar um loftslagsmál.Forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana í bænum skrifuðu undir yfirlýsinguna.Mynd/AkureyrarbærAkureyrarbær og Festa buðu stofnunum og fyrirtækjum í bænum að undirrita yfirlýsinguna en á vef Akureyrarbæjar er haft eftir Ásthildi að mikilvægt sé að sem flest fyrirtæki í bænum leggi lóð sitt á vogarskálarnar til að stemma stigu við skaðlegum áhrif loftslagsbreytinga. „Akureyrarbær er í fremstu röð sveitarfélaga á Íslandi þegar kemur að því að flokka og endurnýta, og það er markmið okkar að sveitarfélagið verði kolefnishlutlaust á allra næstu árum. Við þurfum öll að leggjast á eitt til þess að svo megi verða. Til að breyta heiminum þurfum við fyrst að breyta okkur sjálfum, margt smátt getur orðið eitthvað risastórt," segir Ásthildur. Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóru Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð, segist vera ánægð með viðtökurnar sem fengust hjá fyrirtækjum og stofnunum á Akureyri og reiknar hún með að þau muni gera sitt besta til að fara eftir skilmálum yfirlýsingarinnar. „Þegar þú skrifar undir svona yfirlýsingu þá ert þú að lýsa því yfir að þú ert með skýran ásetning um að þú ætlar að mæla og birta niðurstöður um hvað þú ert að gera. Þetta er hvatningarverkefni sem að hver og einn gerir á sínum forsendum undir handleiðslu sérfræðinga og fyrst og fremst ábyrgð hvers og eins en það er okkar að taka saman árangurinn og styðja við ferlið,“ segir Hrund í samtali við fréttastofu.
Akureyri Loftslagsmál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira