„Til að breyta heiminum þurfum við fyrst að breyta okkur sjálfum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2019 20:15 Yfirlýsingin er þríþætt. Vísir/Tryggvi Páll. Forsvarsmenn tuttugu fyrirtækja og stofnana skrifuðu í dag undir loftslagsyfirlýsingu Akureyrarbæjar og Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð við hátíðlega athöfn í lystigarðinum á Akureyri. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, reið á vaðið og skrifaði undir yfirlýsinguna fyrir hönd bæjarins. Yfirýsingin felur í sér að þeir sem undir hana skrifa skuldbinda sig til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka myndun úrgans auk þess sem að mæla þarf árangurinn og gefa upplýsingar um hvernig gengur að fara eftir yfirlýsingunni. Loftslagsyfirlýsingin var þróuð af Festu og Reykjavíkurborg og var fyrst undirrituð í Höfða árið 2015 af forstjórum yfir eitt hundrað fyrirtækja og stofnana í aðdraganda Parísarráðstefnunnar um loftslagsmál.Forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana í bænum skrifuðu undir yfirlýsinguna.Mynd/AkureyrarbærAkureyrarbær og Festa buðu stofnunum og fyrirtækjum í bænum að undirrita yfirlýsinguna en á vef Akureyrarbæjar er haft eftir Ásthildi að mikilvægt sé að sem flest fyrirtæki í bænum leggi lóð sitt á vogarskálarnar til að stemma stigu við skaðlegum áhrif loftslagsbreytinga. „Akureyrarbær er í fremstu röð sveitarfélaga á Íslandi þegar kemur að því að flokka og endurnýta, og það er markmið okkar að sveitarfélagið verði kolefnishlutlaust á allra næstu árum. Við þurfum öll að leggjast á eitt til þess að svo megi verða. Til að breyta heiminum þurfum við fyrst að breyta okkur sjálfum, margt smátt getur orðið eitthvað risastórt," segir Ásthildur. Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóru Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð, segist vera ánægð með viðtökurnar sem fengust hjá fyrirtækjum og stofnunum á Akureyri og reiknar hún með að þau muni gera sitt besta til að fara eftir skilmálum yfirlýsingarinnar. „Þegar þú skrifar undir svona yfirlýsingu þá ert þú að lýsa því yfir að þú ert með skýran ásetning um að þú ætlar að mæla og birta niðurstöður um hvað þú ert að gera. Þetta er hvatningarverkefni sem að hver og einn gerir á sínum forsendum undir handleiðslu sérfræðinga og fyrst og fremst ábyrgð hvers og eins en það er okkar að taka saman árangurinn og styðja við ferlið,“ segir Hrund í samtali við fréttastofu. Akureyri Loftslagsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Forsvarsmenn tuttugu fyrirtækja og stofnana skrifuðu í dag undir loftslagsyfirlýsingu Akureyrarbæjar og Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð við hátíðlega athöfn í lystigarðinum á Akureyri. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, reið á vaðið og skrifaði undir yfirlýsinguna fyrir hönd bæjarins. Yfirýsingin felur í sér að þeir sem undir hana skrifa skuldbinda sig til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka myndun úrgans auk þess sem að mæla þarf árangurinn og gefa upplýsingar um hvernig gengur að fara eftir yfirlýsingunni. Loftslagsyfirlýsingin var þróuð af Festu og Reykjavíkurborg og var fyrst undirrituð í Höfða árið 2015 af forstjórum yfir eitt hundrað fyrirtækja og stofnana í aðdraganda Parísarráðstefnunnar um loftslagsmál.Forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana í bænum skrifuðu undir yfirlýsinguna.Mynd/AkureyrarbærAkureyrarbær og Festa buðu stofnunum og fyrirtækjum í bænum að undirrita yfirlýsinguna en á vef Akureyrarbæjar er haft eftir Ásthildi að mikilvægt sé að sem flest fyrirtæki í bænum leggi lóð sitt á vogarskálarnar til að stemma stigu við skaðlegum áhrif loftslagsbreytinga. „Akureyrarbær er í fremstu röð sveitarfélaga á Íslandi þegar kemur að því að flokka og endurnýta, og það er markmið okkar að sveitarfélagið verði kolefnishlutlaust á allra næstu árum. Við þurfum öll að leggjast á eitt til þess að svo megi verða. Til að breyta heiminum þurfum við fyrst að breyta okkur sjálfum, margt smátt getur orðið eitthvað risastórt," segir Ásthildur. Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóru Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð, segist vera ánægð með viðtökurnar sem fengust hjá fyrirtækjum og stofnunum á Akureyri og reiknar hún með að þau muni gera sitt besta til að fara eftir skilmálum yfirlýsingarinnar. „Þegar þú skrifar undir svona yfirlýsingu þá ert þú að lýsa því yfir að þú ert með skýran ásetning um að þú ætlar að mæla og birta niðurstöður um hvað þú ert að gera. Þetta er hvatningarverkefni sem að hver og einn gerir á sínum forsendum undir handleiðslu sérfræðinga og fyrst og fremst ábyrgð hvers og eins en það er okkar að taka saman árangurinn og styðja við ferlið,“ segir Hrund í samtali við fréttastofu.
Akureyri Loftslagsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira