Mesti samdráttur í utanlandsferðum Íslendinga í áratug Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2019 15:33 Hagsjáin dregur þá ályktun að brotfall WOW hafi sín áhrif. Vísir/Vilhelm Brottfarir Íslendinga um Leifsstöð voru í ágústmánuði 14% færri en á sama tíma fyrir ári. Þetta er mesti samdráttur sem hefur sést á flugferðum Íslendinga í ágústmánuði síðan 2009. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Yfir sumarmánuðina voru utanlandsferðir Íslendinga samtals 10% færri en í fyrra sem er mesti árlegi samdráttur yfir sumarmánuði síðan 2009. Ferðamálastofa gerði könnun í upphafi árs þar sem landsmenn voru spurðir um ferðaáform ársins. Þá töldu 53% Íslendinga líkur á borgarferð erlendis á árinu og 44% hugðust fara í sólarlandaferð. Marktækt fleiri sögðust ætla í sólarlandaferð í ár en á árunum 2011-2018. „Það má fastlega gera ráð fyrir að þau áform hafi breyst í kjölfar gjaldþrots WOW air. Einnig spilar inn í að sumarið á suðvesturhorni landsins var einstaklega sólríkt og gott og því kannski minni þörf á sólarlandaferð en ella,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Velta innlendra greiðslukorta dróst saman um 1,1% að raunvirði milli ára í ágúst og er þetta mesti samdráttur síðan í júní 2013. Samdráttur mældist bæði í verslunum hér á landi og erlendis. Í ágúst mældist samdráttur upp á 0,3% milli ára í verslunum hér á landi miðað við fast verðlag og 4,4% erlendis miðað við fast gengi. Til samanburðar var vöxturinn 17% erlendis og 5% í verslunum hér á landi í ágúst í fyrra. Það er því útlit fyrir að breyting hafi orðið á neyslu Íslendinga í ljósi færri utanlandsferða. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Sjá meira
Brottfarir Íslendinga um Leifsstöð voru í ágústmánuði 14% færri en á sama tíma fyrir ári. Þetta er mesti samdráttur sem hefur sést á flugferðum Íslendinga í ágústmánuði síðan 2009. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Yfir sumarmánuðina voru utanlandsferðir Íslendinga samtals 10% færri en í fyrra sem er mesti árlegi samdráttur yfir sumarmánuði síðan 2009. Ferðamálastofa gerði könnun í upphafi árs þar sem landsmenn voru spurðir um ferðaáform ársins. Þá töldu 53% Íslendinga líkur á borgarferð erlendis á árinu og 44% hugðust fara í sólarlandaferð. Marktækt fleiri sögðust ætla í sólarlandaferð í ár en á árunum 2011-2018. „Það má fastlega gera ráð fyrir að þau áform hafi breyst í kjölfar gjaldþrots WOW air. Einnig spilar inn í að sumarið á suðvesturhorni landsins var einstaklega sólríkt og gott og því kannski minni þörf á sólarlandaferð en ella,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Velta innlendra greiðslukorta dróst saman um 1,1% að raunvirði milli ára í ágúst og er þetta mesti samdráttur síðan í júní 2013. Samdráttur mældist bæði í verslunum hér á landi og erlendis. Í ágúst mældist samdráttur upp á 0,3% milli ára í verslunum hér á landi miðað við fast verðlag og 4,4% erlendis miðað við fast gengi. Til samanburðar var vöxturinn 17% erlendis og 5% í verslunum hér á landi í ágúst í fyrra. Það er því útlit fyrir að breyting hafi orðið á neyslu Íslendinga í ljósi færri utanlandsferða.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Sjá meira