Íslenski boltinn

Urðu bikarmeistarar nákvæmlega 28 árum eftir að þeir urðu síðast Íslandsmeistarar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Öfugt við flesta í liði Víkings voru þeir Kári Árnason, Halldór Smári Sigurðsson og Sölvi Geir Ottesen fæddir þegar Víkingar urðu Íslandsmeistarar 14. september 1991.
Öfugt við flesta í liði Víkings voru þeir Kári Árnason, Halldór Smári Sigurðsson og Sölvi Geir Ottesen fæddir þegar Víkingar urðu Íslandsmeistarar 14. september 1991. vísir/vilhelm
Víkingur varð í kvöld bikarmeistari, nákvæmlega 28 árum eftir að liðið varð Íslandsmeistari í fimmta sinn eftir sigur á Víði í Garði, 3-1, í lokaumferð efstu deildar 1991.

Víkingar hafa því unnið tvo síðustu stóru titlana í sögu félagsins 14. september.

Víkingur vann FH, 1-0, í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í kvöld. Óttar Magnús Karlsson skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 58. mínútu.

Þar með lauk 48 ára bið Víkinga eftir bikarmeistaratitli. Þeir urðu bikarmeistarar í fyrsta sinn eftir sigur á Breiðabliki, 1-0, á Melavellinum 1971.

Víkingar hafa unnið sjö stóra titla í sögu félagsins; fimm Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla.

Víkingar fagna Íslandsmeistaratitlinum eftir sigurinn á Víðismönnum í Garðinum 14. september 1991.mynd/ægir már kárason

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×