Föstudagurinn þrettándi á Bráðamóttökunni Elín Tryggvadóttir skrifar 14. september 2019 17:32 Föstudagurinn þrettándi september var erfiður dagur í sögu Landspítala. Starfsfólk Bráðamóttöku veit að þjóðsögur um föstudaginn þrettánda eru sannar og þegar dagurinn ber upp á fullu tungli er voðinn vís á vaktinni. Ekkert okkar grunaði að nýtt og ömurlegt met yrði slegið þennan dag. Innlagnarstaðan á 36 rúma Bráðamóttökunni fór í 41 sjúkling. Það þýðir að deild sem veltir um 100 skjólstæðingum á sólarhring var yfirfull af sjúklingum sem hefðu átt að liggja á legudeildum og ekkert svigrúm var fyrir starfsfólk að taka á móti nýjum sem samt streymdu á spítalann bæði í einkabílum sem sjúkrabílum. Þetta þýðir á mannamáli að eina bráðamóttaka suðvesturhornsins var óstarfhæf þennan dag. Spáið í því! Fyrir tveimur vikum voru örfá dæmi um að innlagnarstaða deildarinnar hafi farið yfir 30 sjúklinga. Síðastliðnar tvær vikur hefur staðan verið önnur. Talan þrjátíuogeitthvað ullar ítrekað á okkur af sjúklingaskjáborðinu. Spilin sem starfsmenn Landspítala voru gefin þennan föstudag voru ömurleg og ekkert annað en þrekvirki kom til greina til að leysa úr vandanum. Þennan sama dag, á annarri ríkisstofnun, var starfsmönnum gefið frí. Allir starfsmenn áttu þó að mæta á vinnustaðinn en þennan dag voru þó engin verk unnin. Starfsfólkið mætti klukkan tíu og steig upp í rútu á leið í óvissuferð á kostnað stofnunarinnar. Fólk sem vinnur með tölur verður að fá að hvílast og lyfta sér upp. Hlaða batteríin og tengjast vinnufélögum. Þessi sama stofnun hefur ítrekað skilað verulegum rekstarafgangi síðustu ár. Á þessari stofnun er starfsemin alltaf eins, engar óvæntar breytur, enginn óvæntur kostnaður. Veruleiki olnbogabarnsins Landspítala er annar. Enginn dagur er eins. Haga verður seglum eftir vindi því kostnaður stofnunarinnar sveiflast eins og trampolín í íslensku fárviðri. Íslendingum fer fjölgandi. Ferðamönnum og innflytjendum líka. En þessari skjólstæðingafjölgun fylgir ekkert fjármagn. Öldrun þjóðarinnar ætti að vera til marks um velferð en hér á landi gerum við eiginlega ekki ráðfyrir því að fólk eldist. Hvað á eiginlega að gera við allt þetta gamla fólk? Hvernig getur það komið ráðamönnum á óvart að fólk skuli eldast. Hefðu þeir skoðað tölur hinnar ríkisstofnunarinnar, þessarar sem skilar alltaf rekstarafgangi og fer í óvissuferðir, hefðu þeir séð í hvað stefndi. „Döhhh“ segir þjóðin, „Úpps“ segja ráðamenn. Birgjum brunninn þegar barnið er dottið ofan í. Byrjum að byggja þegar allir eru orðnir aldraðir og hundruðir hafa eytt ævikvöldinu á rándýrum og ópersónulegum legudeildum í stað þess að fá að enda ævina í notalegu umhverfi hjúkrunarheimila. Svipaða sögu er að segja um flesta sjúklingahópa. Guð forði þér frá því að finna fyrir andlegri vanlíðan utan opnunartíma Bráðamóttöku geðdeildar. Gakktu um á ónýtri mjöðm svo mánuðum skiptir, þetta er þinn verkur, ekki minn. Hjartaaðgerðin getur beðið…held ég, það eru sko engin pláss opin vegna skorts á hjúkrunarfræðingum svo við tökum bara sénsinn. Hættið að kvarta. Við þurfum að spara, spara, spara. Spítalinn er alltaf stútfullur, rúmanýting vandræðalega mikil fyrir vestrænt þjóðarsjúkrahús og staðan á starfsfólkinu hefur sjaldan verið verri. Hjúkrunarfræðingum sem kæra sig um að starfa undir þessum kringumstæðum fer fækkandi og skal engan furða. Tilraun Landspítala til að halda í þá fáu hjúkrunarfræðinga sem eftir eru hefur nú verið felld niður. Engar álagsgreiðslur „for you my friend“ en hlaupið áfram aðeins hraðar í maraþoninu sem tekur engan enda. Sjúkraliðar sáu aldrei neinar álagsgreiðslur en taka samt fullan þátt í þessu hlaupi. Og enn spyrja ráðamenn sig að því augljósa. „Af hverju hverfa hjúkrunarfræðingar til annarra starfa og af hverju koma þeir ekki aftur?“. Er ekki nóg að lifa á hugsjóninni á meðan enn logar á lampanum hennar Florence Nightengale? Þurfa hjúkrunarfræðingar kannski ásættanlegar vinnuaðstæður, laun sem hægt er að vera stoltur af og mannlegt vinnuálag? Getur verið að starfsfólk Landspítala þurfi smá slaka? Kannski einstaka hrós frá ríkisstjórninni í stað ásakana um „óþarfa“ eyðslusemi. Getur verið að hrista þurfi aðeins upp í fjármálum ríkiskassans í stað þess að þurrausa þjóðarsjúkrahúsið? Getur verðið að sumar ríkisstofnanir skili alltaf rekstarafgangi vegna þess að fjármagn til þeirra sé ofmetið? Getur verið að starfsmenn Landspítala séu ekki gráðugir eyðsluseggir sem brenni peninga alla daga heldur séu þeir að sinna skyldu sinni gagnvart skjólstæðingum af alúð og fagmennsku. Getur fjármálaráðherra tekið hausinn uppúr holunni, kynnt sér málið af alvöru og byrjað að sinna starfi sínu? Getur hann notað menntun sína, dómgreind og stöðu til að jafna fjárframlög til stofnana ríkisins? Nú eru samningar hjúkrunarfræðinga lausir eftir fjögurra ára Gerðardóm Bjarna og Sigmundar. Þeir félagar voru reyndar ekki viðstaddir þegar dómurinn féll, þeir voru að horfa á fótboltaleik. Maður verður nú að forgangsraða. Vonandi vandar ríkið sig betur í þetta sinn og kemur með alvöru tillögur að borðinu til að bæta hag hjúkrunarfræðinga. Komi hjúkrunarfræðingar aftur til starfa á sjúkrahúsið eru smá möguleikar. Nú er boltinn hjá ríkinu. Vonandi sparka þau ekki spítalanum út af vellinum. Eins og alla aðra daga redduðu ofurhetjur sjúkrahússins föstudeginum þrettánda. Við vorum heppin, aðflæði minnkaði og svigrúm skapaðist. En eins og við vitum öll vex heppnin ekki á trjánum. Einn daginn verðum við ekki heppin og hvað gerum við þá?Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Föstudagurinn þrettándi september var erfiður dagur í sögu Landspítala. Starfsfólk Bráðamóttöku veit að þjóðsögur um föstudaginn þrettánda eru sannar og þegar dagurinn ber upp á fullu tungli er voðinn vís á vaktinni. Ekkert okkar grunaði að nýtt og ömurlegt met yrði slegið þennan dag. Innlagnarstaðan á 36 rúma Bráðamóttökunni fór í 41 sjúkling. Það þýðir að deild sem veltir um 100 skjólstæðingum á sólarhring var yfirfull af sjúklingum sem hefðu átt að liggja á legudeildum og ekkert svigrúm var fyrir starfsfólk að taka á móti nýjum sem samt streymdu á spítalann bæði í einkabílum sem sjúkrabílum. Þetta þýðir á mannamáli að eina bráðamóttaka suðvesturhornsins var óstarfhæf þennan dag. Spáið í því! Fyrir tveimur vikum voru örfá dæmi um að innlagnarstaða deildarinnar hafi farið yfir 30 sjúklinga. Síðastliðnar tvær vikur hefur staðan verið önnur. Talan þrjátíuogeitthvað ullar ítrekað á okkur af sjúklingaskjáborðinu. Spilin sem starfsmenn Landspítala voru gefin þennan föstudag voru ömurleg og ekkert annað en þrekvirki kom til greina til að leysa úr vandanum. Þennan sama dag, á annarri ríkisstofnun, var starfsmönnum gefið frí. Allir starfsmenn áttu þó að mæta á vinnustaðinn en þennan dag voru þó engin verk unnin. Starfsfólkið mætti klukkan tíu og steig upp í rútu á leið í óvissuferð á kostnað stofnunarinnar. Fólk sem vinnur með tölur verður að fá að hvílast og lyfta sér upp. Hlaða batteríin og tengjast vinnufélögum. Þessi sama stofnun hefur ítrekað skilað verulegum rekstarafgangi síðustu ár. Á þessari stofnun er starfsemin alltaf eins, engar óvæntar breytur, enginn óvæntur kostnaður. Veruleiki olnbogabarnsins Landspítala er annar. Enginn dagur er eins. Haga verður seglum eftir vindi því kostnaður stofnunarinnar sveiflast eins og trampolín í íslensku fárviðri. Íslendingum fer fjölgandi. Ferðamönnum og innflytjendum líka. En þessari skjólstæðingafjölgun fylgir ekkert fjármagn. Öldrun þjóðarinnar ætti að vera til marks um velferð en hér á landi gerum við eiginlega ekki ráðfyrir því að fólk eldist. Hvað á eiginlega að gera við allt þetta gamla fólk? Hvernig getur það komið ráðamönnum á óvart að fólk skuli eldast. Hefðu þeir skoðað tölur hinnar ríkisstofnunarinnar, þessarar sem skilar alltaf rekstarafgangi og fer í óvissuferðir, hefðu þeir séð í hvað stefndi. „Döhhh“ segir þjóðin, „Úpps“ segja ráðamenn. Birgjum brunninn þegar barnið er dottið ofan í. Byrjum að byggja þegar allir eru orðnir aldraðir og hundruðir hafa eytt ævikvöldinu á rándýrum og ópersónulegum legudeildum í stað þess að fá að enda ævina í notalegu umhverfi hjúkrunarheimila. Svipaða sögu er að segja um flesta sjúklingahópa. Guð forði þér frá því að finna fyrir andlegri vanlíðan utan opnunartíma Bráðamóttöku geðdeildar. Gakktu um á ónýtri mjöðm svo mánuðum skiptir, þetta er þinn verkur, ekki minn. Hjartaaðgerðin getur beðið…held ég, það eru sko engin pláss opin vegna skorts á hjúkrunarfræðingum svo við tökum bara sénsinn. Hættið að kvarta. Við þurfum að spara, spara, spara. Spítalinn er alltaf stútfullur, rúmanýting vandræðalega mikil fyrir vestrænt þjóðarsjúkrahús og staðan á starfsfólkinu hefur sjaldan verið verri. Hjúkrunarfræðingum sem kæra sig um að starfa undir þessum kringumstæðum fer fækkandi og skal engan furða. Tilraun Landspítala til að halda í þá fáu hjúkrunarfræðinga sem eftir eru hefur nú verið felld niður. Engar álagsgreiðslur „for you my friend“ en hlaupið áfram aðeins hraðar í maraþoninu sem tekur engan enda. Sjúkraliðar sáu aldrei neinar álagsgreiðslur en taka samt fullan þátt í þessu hlaupi. Og enn spyrja ráðamenn sig að því augljósa. „Af hverju hverfa hjúkrunarfræðingar til annarra starfa og af hverju koma þeir ekki aftur?“. Er ekki nóg að lifa á hugsjóninni á meðan enn logar á lampanum hennar Florence Nightengale? Þurfa hjúkrunarfræðingar kannski ásættanlegar vinnuaðstæður, laun sem hægt er að vera stoltur af og mannlegt vinnuálag? Getur verið að starfsfólk Landspítala þurfi smá slaka? Kannski einstaka hrós frá ríkisstjórninni í stað ásakana um „óþarfa“ eyðslusemi. Getur verið að hrista þurfi aðeins upp í fjármálum ríkiskassans í stað þess að þurrausa þjóðarsjúkrahúsið? Getur verðið að sumar ríkisstofnanir skili alltaf rekstarafgangi vegna þess að fjármagn til þeirra sé ofmetið? Getur verið að starfsmenn Landspítala séu ekki gráðugir eyðsluseggir sem brenni peninga alla daga heldur séu þeir að sinna skyldu sinni gagnvart skjólstæðingum af alúð og fagmennsku. Getur fjármálaráðherra tekið hausinn uppúr holunni, kynnt sér málið af alvöru og byrjað að sinna starfi sínu? Getur hann notað menntun sína, dómgreind og stöðu til að jafna fjárframlög til stofnana ríkisins? Nú eru samningar hjúkrunarfræðinga lausir eftir fjögurra ára Gerðardóm Bjarna og Sigmundar. Þeir félagar voru reyndar ekki viðstaddir þegar dómurinn féll, þeir voru að horfa á fótboltaleik. Maður verður nú að forgangsraða. Vonandi vandar ríkið sig betur í þetta sinn og kemur með alvöru tillögur að borðinu til að bæta hag hjúkrunarfræðinga. Komi hjúkrunarfræðingar aftur til starfa á sjúkrahúsið eru smá möguleikar. Nú er boltinn hjá ríkinu. Vonandi sparka þau ekki spítalanum út af vellinum. Eins og alla aðra daga redduðu ofurhetjur sjúkrahússins föstudeginum þrettánda. Við vorum heppin, aðflæði minnkaði og svigrúm skapaðist. En eins og við vitum öll vex heppnin ekki á trjánum. Einn daginn verðum við ekki heppin og hvað gerum við þá?Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun