Trump segir ljósaperur gera sig appelsínugulan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. september 2019 14:01 Trump segir ljósaperur gera sig appelsínugulan. getty/Paul Hennessy Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á fimmtudagskvöld að orkusparandi ljósaperur létu hann líta út fyrir að vera appelsínugulur. Þetta voru aðeins ein fjölda furðulegra ummæla sem hann lét falla um græna orku og loftslagsmál þegar hann ræddi við flokksmenn Repúblikanaflokksins í Baltimore. „Hvað er í gangi með ljósaperurnar?“ spurði Trump í þegar hann lét móðan mása um nokkur umhverfismál í meira en klukkutíma. Hann sagði orkusparandi ljósaperur vera „margfalt dýrari en gömlu perurnar sem virkuðu mjög vel“ og að „ljósið [frá nýju perunum] væri alls ekki gott.“ „Ljósaperurnar sem við erum neydd til að nota láta mig alltaf líta út fyrir að vera appelsínugulur,“ sagði hann á meðan áhorfendur hlógu. Trump hefur ítrekað gert ljósaperur að skotspæni sínum en hann hefur notað þær sem táknmynd alls þess sem hann telur þurfa gagnrýna þegar kemur að orku- og loftslagsmálum. Í upphafi mánaðarins var reglum um orkusjálfbærni lyft í Bandaríkjunum sem leifðu á ný nokkrar týpur ljósapera en gagnrýnendur telja þetta nýjustu tilraun stjórnvalda til að vinna gegn hamfarhlýnun og orkunotkun. Ríkisstjórnin segir afturkölluðu reglurnar, sem voru samdar á síðustu dögum Obama stjórnarinnar og áttu að taka gildi í janúar, myndu láta verð ljósapera hækka upp úr öllu valdi.Loftgæði í Bandaríkjunum best í heimi Í ræðu sinni á fimmtudag talaði Trump einnig gegn Parísarsamkomulaginu sem var undirritað árið 2015, en Trump ákvað að Bandaríkin myndu segja sig úr samkomulaginu snemma á valdatíð sinni. „Hvernig gengur þetta hjá París?“ spurði Trump og benti á gulvesta mótmælin í Frakklandi. Trump sagði mótmælendur „ekki líka það að allir þessir peningar væru sendir til fólks sem það hafði aldrei heyrt af eða landanna þaðan sem það kæmi.“ En sérstaklega hafi gulvesta mótmælendur mótmælt hækkandi skatta á olíu í Frakklandi og hafi kallað eftir að lágmarkslaun yrðu hækkuð. „Talandi um Parísarsamkomulagið,“ sagði Trump, „Þeir ætluðu að ræna af okkur auðnum okkar. Þeir ætluðu að segja að við gætum ekki stundað ákveðin viðskipti. Við getum ekki notað olíuna og gasið. Við getum ekki gert neitt. Þetta hefði verið einn af stærstu harmleikjunum.“ Trump sagði einnig að samkomulagið „myndi ekki gera neitt til að bæta umhverfi okkar“ en myndi þess í stað „refsa“ Bandaríkjunum „á meðan erlendir mengunarvaldar myndu halda áfram án afskipta.“ Obama stjórnin hét því við undirritun samkomulagsins að losun gróðurhúsalofttegunda myndi lækka um 26-28%, miðað við hlutfall gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu árið 2005, árið 2025. Trump tilkynnti árið 2017 að Bandaríkin myndu draga sig úr samkomulaginu. Trump snerti á mörgu öðru í ræðunni, þar á meðal að þar til gerð löggjöf hefði engin áhrif á hreinleika vatna í Bandaríkjunum, en Umhverfisstofnun ríkisins dró þann sama dag til baka löggjöf sem verndar vötn. Hann sagði einnig að loftgæði í Bandaríkjunum væru þau bestu í heiminum, að vatnið í ríkjunum væri hreinna núna en það hefur verið síðustu 25 ár. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á fimmtudagskvöld að orkusparandi ljósaperur létu hann líta út fyrir að vera appelsínugulur. Þetta voru aðeins ein fjölda furðulegra ummæla sem hann lét falla um græna orku og loftslagsmál þegar hann ræddi við flokksmenn Repúblikanaflokksins í Baltimore. „Hvað er í gangi með ljósaperurnar?“ spurði Trump í þegar hann lét móðan mása um nokkur umhverfismál í meira en klukkutíma. Hann sagði orkusparandi ljósaperur vera „margfalt dýrari en gömlu perurnar sem virkuðu mjög vel“ og að „ljósið [frá nýju perunum] væri alls ekki gott.“ „Ljósaperurnar sem við erum neydd til að nota láta mig alltaf líta út fyrir að vera appelsínugulur,“ sagði hann á meðan áhorfendur hlógu. Trump hefur ítrekað gert ljósaperur að skotspæni sínum en hann hefur notað þær sem táknmynd alls þess sem hann telur þurfa gagnrýna þegar kemur að orku- og loftslagsmálum. Í upphafi mánaðarins var reglum um orkusjálfbærni lyft í Bandaríkjunum sem leifðu á ný nokkrar týpur ljósapera en gagnrýnendur telja þetta nýjustu tilraun stjórnvalda til að vinna gegn hamfarhlýnun og orkunotkun. Ríkisstjórnin segir afturkölluðu reglurnar, sem voru samdar á síðustu dögum Obama stjórnarinnar og áttu að taka gildi í janúar, myndu láta verð ljósapera hækka upp úr öllu valdi.Loftgæði í Bandaríkjunum best í heimi Í ræðu sinni á fimmtudag talaði Trump einnig gegn Parísarsamkomulaginu sem var undirritað árið 2015, en Trump ákvað að Bandaríkin myndu segja sig úr samkomulaginu snemma á valdatíð sinni. „Hvernig gengur þetta hjá París?“ spurði Trump og benti á gulvesta mótmælin í Frakklandi. Trump sagði mótmælendur „ekki líka það að allir þessir peningar væru sendir til fólks sem það hafði aldrei heyrt af eða landanna þaðan sem það kæmi.“ En sérstaklega hafi gulvesta mótmælendur mótmælt hækkandi skatta á olíu í Frakklandi og hafi kallað eftir að lágmarkslaun yrðu hækkuð. „Talandi um Parísarsamkomulagið,“ sagði Trump, „Þeir ætluðu að ræna af okkur auðnum okkar. Þeir ætluðu að segja að við gætum ekki stundað ákveðin viðskipti. Við getum ekki notað olíuna og gasið. Við getum ekki gert neitt. Þetta hefði verið einn af stærstu harmleikjunum.“ Trump sagði einnig að samkomulagið „myndi ekki gera neitt til að bæta umhverfi okkar“ en myndi þess í stað „refsa“ Bandaríkjunum „á meðan erlendir mengunarvaldar myndu halda áfram án afskipta.“ Obama stjórnin hét því við undirritun samkomulagsins að losun gróðurhúsalofttegunda myndi lækka um 26-28%, miðað við hlutfall gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu árið 2005, árið 2025. Trump tilkynnti árið 2017 að Bandaríkin myndu draga sig úr samkomulaginu. Trump snerti á mörgu öðru í ræðunni, þar á meðal að þar til gerð löggjöf hefði engin áhrif á hreinleika vatna í Bandaríkjunum, en Umhverfisstofnun ríkisins dró þann sama dag til baka löggjöf sem verndar vötn. Hann sagði einnig að loftgæði í Bandaríkjunum væru þau bestu í heiminum, að vatnið í ríkjunum væri hreinna núna en það hefur verið síðustu 25 ár.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Sjá meira