Fjölbreytileiki á Midgard-ráðstefnunni um helgina Eiður Þór Árnason skrifar 13. september 2019 22:53 Um helgina fer fram Midgard-ráðstefnan í Fífunni í Kópavogi. Þar kemur saman stór hópur áhugafólks um meðal annars vísindaskáldskap, spil og myndasögur. Fjölmargir viðburðir verða á ráðstefnunni um helgina sem er nú haldin í annað sinn hér á landi. Nýsjálenski leikarinn Manu Bennett er meðal þeirra erlendu gesta sem verða viðstaddir ráðstefnuna. Bennett er til dæmis þekktur fyrir hlutverk sitt sem skylmingakappinn Crixus í sjónvarpsþáttunum Spartacus og sem orkinn Azog í kvikmyndunum um Hobbitann.Reiknað með metaðsókn Þórgnýr Einar Albertsson tók stöðuna á ráðstefnunni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og ræddi við gesti og Gísla Einarsson, framkvæmdarstjóra Nexus og einn stofnanda ráðstefnunnar. Gísli býst fastlega við því að fjölmennt verði þar núna um helgina. „Forsalan er helmingi meiri en í fyrra og við erum með þrisvar sinnum meira pláss. Getum tekið á móti fullt af fólki á morgun og hinn. Við vonumst eftir að það verði alveg metaðsókn,“ sagði Gísli í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Hvað er það sem trekkir að?„Þetta er í rauninni annað skiptið sem svona hátíð er haldin á Íslandi. Það hefur alltaf vantað í þessa menningu, að koma svona saman, sjá sölubása, fara á fyrirlestra, alls konar uppákomur, umræður, spila saman. Það er bara svo mikið að gera,“ bætti Gísli við.Stærra og fjölbreyttara en þær áttu von á Önnu Eir Pálsdóttur, gesti á Midgard-ráðstefnunni leist vel á dagskránna um helgina. „Það er miklu meiri fjölbreytileiki en ég átti von á og þetta er miklu stærra en ég átti von á.“ Inga Lilja Snorradóttir var sömuleiðis ánægð með ráðstefnuna. „Mér finnst þetta bara ótrúlega geggjað. Ég hef aldrei séð svona marga með sama áhugamál og ég, þetta er bara geggjað.“ Á hátíðinni er fjöldi aðila saman kominn til að kynna ýmsar vörur og þjónustu. Þar á meðal er William Holm, prentari hjá Prusa, sem sýnir þar þrívíddarprentara og framleiðsluvörur þeirra á ráðstefnunni um helgina. Midgard-ráðstefnan mun standa fram á sunnudagskvöld og er þétt dagskrá alla helgina. Kópavogur Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Um helgina fer fram Midgard-ráðstefnan í Fífunni í Kópavogi. Þar kemur saman stór hópur áhugafólks um meðal annars vísindaskáldskap, spil og myndasögur. Fjölmargir viðburðir verða á ráðstefnunni um helgina sem er nú haldin í annað sinn hér á landi. Nýsjálenski leikarinn Manu Bennett er meðal þeirra erlendu gesta sem verða viðstaddir ráðstefnuna. Bennett er til dæmis þekktur fyrir hlutverk sitt sem skylmingakappinn Crixus í sjónvarpsþáttunum Spartacus og sem orkinn Azog í kvikmyndunum um Hobbitann.Reiknað með metaðsókn Þórgnýr Einar Albertsson tók stöðuna á ráðstefnunni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og ræddi við gesti og Gísla Einarsson, framkvæmdarstjóra Nexus og einn stofnanda ráðstefnunnar. Gísli býst fastlega við því að fjölmennt verði þar núna um helgina. „Forsalan er helmingi meiri en í fyrra og við erum með þrisvar sinnum meira pláss. Getum tekið á móti fullt af fólki á morgun og hinn. Við vonumst eftir að það verði alveg metaðsókn,“ sagði Gísli í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Hvað er það sem trekkir að?„Þetta er í rauninni annað skiptið sem svona hátíð er haldin á Íslandi. Það hefur alltaf vantað í þessa menningu, að koma svona saman, sjá sölubása, fara á fyrirlestra, alls konar uppákomur, umræður, spila saman. Það er bara svo mikið að gera,“ bætti Gísli við.Stærra og fjölbreyttara en þær áttu von á Önnu Eir Pálsdóttur, gesti á Midgard-ráðstefnunni leist vel á dagskránna um helgina. „Það er miklu meiri fjölbreytileiki en ég átti von á og þetta er miklu stærra en ég átti von á.“ Inga Lilja Snorradóttir var sömuleiðis ánægð með ráðstefnuna. „Mér finnst þetta bara ótrúlega geggjað. Ég hef aldrei séð svona marga með sama áhugamál og ég, þetta er bara geggjað.“ Á hátíðinni er fjöldi aðila saman kominn til að kynna ýmsar vörur og þjónustu. Þar á meðal er William Holm, prentari hjá Prusa, sem sýnir þar þrívíddarprentara og framleiðsluvörur þeirra á ráðstefnunni um helgina. Midgard-ráðstefnan mun standa fram á sunnudagskvöld og er þétt dagskrá alla helgina.
Kópavogur Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira