Fjölbreytileiki á Midgard-ráðstefnunni um helgina Eiður Þór Árnason skrifar 13. september 2019 22:53 Um helgina fer fram Midgard-ráðstefnan í Fífunni í Kópavogi. Þar kemur saman stór hópur áhugafólks um meðal annars vísindaskáldskap, spil og myndasögur. Fjölmargir viðburðir verða á ráðstefnunni um helgina sem er nú haldin í annað sinn hér á landi. Nýsjálenski leikarinn Manu Bennett er meðal þeirra erlendu gesta sem verða viðstaddir ráðstefnuna. Bennett er til dæmis þekktur fyrir hlutverk sitt sem skylmingakappinn Crixus í sjónvarpsþáttunum Spartacus og sem orkinn Azog í kvikmyndunum um Hobbitann.Reiknað með metaðsókn Þórgnýr Einar Albertsson tók stöðuna á ráðstefnunni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og ræddi við gesti og Gísla Einarsson, framkvæmdarstjóra Nexus og einn stofnanda ráðstefnunnar. Gísli býst fastlega við því að fjölmennt verði þar núna um helgina. „Forsalan er helmingi meiri en í fyrra og við erum með þrisvar sinnum meira pláss. Getum tekið á móti fullt af fólki á morgun og hinn. Við vonumst eftir að það verði alveg metaðsókn,“ sagði Gísli í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Hvað er það sem trekkir að?„Þetta er í rauninni annað skiptið sem svona hátíð er haldin á Íslandi. Það hefur alltaf vantað í þessa menningu, að koma svona saman, sjá sölubása, fara á fyrirlestra, alls konar uppákomur, umræður, spila saman. Það er bara svo mikið að gera,“ bætti Gísli við.Stærra og fjölbreyttara en þær áttu von á Önnu Eir Pálsdóttur, gesti á Midgard-ráðstefnunni leist vel á dagskránna um helgina. „Það er miklu meiri fjölbreytileiki en ég átti von á og þetta er miklu stærra en ég átti von á.“ Inga Lilja Snorradóttir var sömuleiðis ánægð með ráðstefnuna. „Mér finnst þetta bara ótrúlega geggjað. Ég hef aldrei séð svona marga með sama áhugamál og ég, þetta er bara geggjað.“ Á hátíðinni er fjöldi aðila saman kominn til að kynna ýmsar vörur og þjónustu. Þar á meðal er William Holm, prentari hjá Prusa, sem sýnir þar þrívíddarprentara og framleiðsluvörur þeirra á ráðstefnunni um helgina. Midgard-ráðstefnan mun standa fram á sunnudagskvöld og er þétt dagskrá alla helgina. Kópavogur Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Sjá meira
Um helgina fer fram Midgard-ráðstefnan í Fífunni í Kópavogi. Þar kemur saman stór hópur áhugafólks um meðal annars vísindaskáldskap, spil og myndasögur. Fjölmargir viðburðir verða á ráðstefnunni um helgina sem er nú haldin í annað sinn hér á landi. Nýsjálenski leikarinn Manu Bennett er meðal þeirra erlendu gesta sem verða viðstaddir ráðstefnuna. Bennett er til dæmis þekktur fyrir hlutverk sitt sem skylmingakappinn Crixus í sjónvarpsþáttunum Spartacus og sem orkinn Azog í kvikmyndunum um Hobbitann.Reiknað með metaðsókn Þórgnýr Einar Albertsson tók stöðuna á ráðstefnunni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og ræddi við gesti og Gísla Einarsson, framkvæmdarstjóra Nexus og einn stofnanda ráðstefnunnar. Gísli býst fastlega við því að fjölmennt verði þar núna um helgina. „Forsalan er helmingi meiri en í fyrra og við erum með þrisvar sinnum meira pláss. Getum tekið á móti fullt af fólki á morgun og hinn. Við vonumst eftir að það verði alveg metaðsókn,“ sagði Gísli í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Hvað er það sem trekkir að?„Þetta er í rauninni annað skiptið sem svona hátíð er haldin á Íslandi. Það hefur alltaf vantað í þessa menningu, að koma svona saman, sjá sölubása, fara á fyrirlestra, alls konar uppákomur, umræður, spila saman. Það er bara svo mikið að gera,“ bætti Gísli við.Stærra og fjölbreyttara en þær áttu von á Önnu Eir Pálsdóttur, gesti á Midgard-ráðstefnunni leist vel á dagskránna um helgina. „Það er miklu meiri fjölbreytileiki en ég átti von á og þetta er miklu stærra en ég átti von á.“ Inga Lilja Snorradóttir var sömuleiðis ánægð með ráðstefnuna. „Mér finnst þetta bara ótrúlega geggjað. Ég hef aldrei séð svona marga með sama áhugamál og ég, þetta er bara geggjað.“ Á hátíðinni er fjöldi aðila saman kominn til að kynna ýmsar vörur og þjónustu. Þar á meðal er William Holm, prentari hjá Prusa, sem sýnir þar þrívíddarprentara og framleiðsluvörur þeirra á ráðstefnunni um helgina. Midgard-ráðstefnan mun standa fram á sunnudagskvöld og er þétt dagskrá alla helgina.
Kópavogur Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Sjá meira