Borgin ætlar að stórefla samráð og samskipti Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 13. september 2019 22:30 Reykjavíkurborg ætlar að stórefla upplýsingamiðlun og samráð við íbúa og rekstraraðila þar sem framkvæmdir fara fram eftir harða gagnrýni undanfarið. Gert er ráð fyrir að fyrri hluta framkvæmda á Óðinsgötu verði lokið um næstu mánaðamót, það sama á við um Hverfisgötu. Fornleifar hafa fundist á þremur stöðum í ferlinu. Hagsmunaaðilar á Óðinsgötu og Hverfisgötu hafa gagnrýnt borgina í fréttum okkar fyrir samráðsleysi, of litlar upplýsingar og frestanir á framkvæmdum í götunum. Framkvæmalokum við Óðinsgötu hefur verið frestað í þrígang og í gær kom í ljós að aftur þarf að fresta framkvæmdum þar til næstu mánaðamóta. Íbúar við hluta Óðinsgötu fengu bréf frá borgaryfirvöldum í gær þar sem fram kom að framkvæmdum yrði að mestu lokið í lok september. “Í heildina þá er verkið náttúrlega að tefjast hjá okkur. Það er að tefjast um fjórar til sex vikur frá því sem upphaflega var lagt upp með. Það er fyrst og fremst vegna þess umfangs sem hefur komið í ljós hér undir yfirborðinu,“ sagði Ámundi V. Brynjólfsson, stjórnandi framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg, í samtali við fréttastofu.Hefði ekki mátt sjá þetta fyrir?„Að einhverju leyti kannski, vissulega, en heilt yfir þá vitum við ekki hvað er hér undir yfirborðinu þegar við rjúfum yfirborðið. Hér er hafa til dæmis líka komið í ljós fornminjar á að minnsta kosti þremur stöðum,“ sagði Ámundi jafnframt. Hann segir að borgin hafi ákveðið að stórefla upplýsingagjöf og samskipti við hagsmunaaðila vegna umkvartana þeirra undanfarið. „Það er nú bara þegar komin af stað umbótavinna í því skyni einmitt að bæta upplýsingagjöfina í kringum framkvæmdir og þá sérstaklega hér í miðborginni. Krafan er kannski orðin svolítið sú í samfélaginu núna að fólk vill upplýsingar fljótt og ört, og oft þurfum við að gefa þær nánast maður á mann.“ Ámundi býst við því að Óðinstorg verði að mestu tilbúið í desember. „Og stefnum að því ótrauð enn þá að hér í desember verði jólamarkaður á torginu.“ Hann segir enn fremur að búist sé við að framkvæmdum verði að mestu lokið á Hverfisgötu um næstu mánaðamót. Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Segir að borgaryfirvöld skorti auðmýkt, stjórnsýslan völundarhús og framkvæmdir illa útfærðar Hildur segir að eitt af stóru vandamálunum Miðborgarinnar séu kvaðir sem borgin setti á nýbyggingar þess efnis að nýbyggingar þyrftu að gera ráð fyrir verslunarrými á neðstu hæð. Hildur segir að kvaðirnar séu hrópandi ósamræmi við þróunina sem sé að eiga sér stað erlendis. 25. ágúst 2019 15:00 Skoða málsókn vegna Hverfisgötu Lögmaður undirbýr nú mögulega hópmálsókn rekstraraðila við Hverfisgötu á hendur Reykjavíkurborg vegna vanefnda og seinagangs en óvíst er um undirtektir. Hótel við götuna hefur þurft að gefa gestum sínum helmings afslátt vegna framkvæmda. 26. ágúst 2019 07:30 Segir Reykjavíkurborg þurfa að bæta upplýsingagjöf Reykjavíkurborg þarf að bæta verklag sitt hvað varðar upplýsingagjöf vegna framkvæmda, þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Skipulagsráðs. Sigurborg var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 18. ágúst 2019 13:10 „Þetta er rugl og sorglegt“ segir rekstraraðili á Óðinsgötu um framgöngu borgarinnar Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. 10. september 2019 18:45 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Sjá meira
Reykjavíkurborg ætlar að stórefla upplýsingamiðlun og samráð við íbúa og rekstraraðila þar sem framkvæmdir fara fram eftir harða gagnrýni undanfarið. Gert er ráð fyrir að fyrri hluta framkvæmda á Óðinsgötu verði lokið um næstu mánaðamót, það sama á við um Hverfisgötu. Fornleifar hafa fundist á þremur stöðum í ferlinu. Hagsmunaaðilar á Óðinsgötu og Hverfisgötu hafa gagnrýnt borgina í fréttum okkar fyrir samráðsleysi, of litlar upplýsingar og frestanir á framkvæmdum í götunum. Framkvæmalokum við Óðinsgötu hefur verið frestað í þrígang og í gær kom í ljós að aftur þarf að fresta framkvæmdum þar til næstu mánaðamóta. Íbúar við hluta Óðinsgötu fengu bréf frá borgaryfirvöldum í gær þar sem fram kom að framkvæmdum yrði að mestu lokið í lok september. “Í heildina þá er verkið náttúrlega að tefjast hjá okkur. Það er að tefjast um fjórar til sex vikur frá því sem upphaflega var lagt upp með. Það er fyrst og fremst vegna þess umfangs sem hefur komið í ljós hér undir yfirborðinu,“ sagði Ámundi V. Brynjólfsson, stjórnandi framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg, í samtali við fréttastofu.Hefði ekki mátt sjá þetta fyrir?„Að einhverju leyti kannski, vissulega, en heilt yfir þá vitum við ekki hvað er hér undir yfirborðinu þegar við rjúfum yfirborðið. Hér er hafa til dæmis líka komið í ljós fornminjar á að minnsta kosti þremur stöðum,“ sagði Ámundi jafnframt. Hann segir að borgin hafi ákveðið að stórefla upplýsingagjöf og samskipti við hagsmunaaðila vegna umkvartana þeirra undanfarið. „Það er nú bara þegar komin af stað umbótavinna í því skyni einmitt að bæta upplýsingagjöfina í kringum framkvæmdir og þá sérstaklega hér í miðborginni. Krafan er kannski orðin svolítið sú í samfélaginu núna að fólk vill upplýsingar fljótt og ört, og oft þurfum við að gefa þær nánast maður á mann.“ Ámundi býst við því að Óðinstorg verði að mestu tilbúið í desember. „Og stefnum að því ótrauð enn þá að hér í desember verði jólamarkaður á torginu.“ Hann segir enn fremur að búist sé við að framkvæmdum verði að mestu lokið á Hverfisgötu um næstu mánaðamót.
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Segir að borgaryfirvöld skorti auðmýkt, stjórnsýslan völundarhús og framkvæmdir illa útfærðar Hildur segir að eitt af stóru vandamálunum Miðborgarinnar séu kvaðir sem borgin setti á nýbyggingar þess efnis að nýbyggingar þyrftu að gera ráð fyrir verslunarrými á neðstu hæð. Hildur segir að kvaðirnar séu hrópandi ósamræmi við þróunina sem sé að eiga sér stað erlendis. 25. ágúst 2019 15:00 Skoða málsókn vegna Hverfisgötu Lögmaður undirbýr nú mögulega hópmálsókn rekstraraðila við Hverfisgötu á hendur Reykjavíkurborg vegna vanefnda og seinagangs en óvíst er um undirtektir. Hótel við götuna hefur þurft að gefa gestum sínum helmings afslátt vegna framkvæmda. 26. ágúst 2019 07:30 Segir Reykjavíkurborg þurfa að bæta upplýsingagjöf Reykjavíkurborg þarf að bæta verklag sitt hvað varðar upplýsingagjöf vegna framkvæmda, þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Skipulagsráðs. Sigurborg var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 18. ágúst 2019 13:10 „Þetta er rugl og sorglegt“ segir rekstraraðili á Óðinsgötu um framgöngu borgarinnar Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. 10. september 2019 18:45 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Sjá meira
Segir að borgaryfirvöld skorti auðmýkt, stjórnsýslan völundarhús og framkvæmdir illa útfærðar Hildur segir að eitt af stóru vandamálunum Miðborgarinnar séu kvaðir sem borgin setti á nýbyggingar þess efnis að nýbyggingar þyrftu að gera ráð fyrir verslunarrými á neðstu hæð. Hildur segir að kvaðirnar séu hrópandi ósamræmi við þróunina sem sé að eiga sér stað erlendis. 25. ágúst 2019 15:00
Skoða málsókn vegna Hverfisgötu Lögmaður undirbýr nú mögulega hópmálsókn rekstraraðila við Hverfisgötu á hendur Reykjavíkurborg vegna vanefnda og seinagangs en óvíst er um undirtektir. Hótel við götuna hefur þurft að gefa gestum sínum helmings afslátt vegna framkvæmda. 26. ágúst 2019 07:30
Segir Reykjavíkurborg þurfa að bæta upplýsingagjöf Reykjavíkurborg þarf að bæta verklag sitt hvað varðar upplýsingagjöf vegna framkvæmda, þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Skipulagsráðs. Sigurborg var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 18. ágúst 2019 13:10
„Þetta er rugl og sorglegt“ segir rekstraraðili á Óðinsgötu um framgöngu borgarinnar Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. 10. september 2019 18:45