Björn Daníel: Kominn tími á bikarmeistaratitil í Krikann Anton Ingi Leifsson skrifar 13. september 2019 13:45 Pétur Viðarsson og Björn Daníel Sverrisson verða í eldlínunni á morgun. vísir/daníel Björn Daníel Sverrisson, miðjumaður FH, segir að það sé kominn tími á bikarmeistaratitil í Krikanum en segir að stemningin í FH-hópnum sé róleg. FH og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli á morgun en Víkingur hefur ekki orðið bikarmeistari frá árinu 1971. „Þetta leggst bara vel í mig. Það eru allir spenntir og þetta eru skemmtilegustu leikirnir sem þú spilar á Íslandi. Ég held að það sé spenningur og menn tilbúnir í þetta,“ sagði Björn við Vísi á æfingu FH-liðsins í dag. Miðjumaðurinn knái segir að það sé spenna í hópnum en þeir séu ekki yfirspenntir. „Já en það er samt búið að vera rólegt andrúmsloft. Það er langt síðan við spilum síðast og menn búnir að hvílast vel. Við erum búnir að hafa nægan tíma til að fara yfir Víkings-liðið.“ „Þetta er stórleikur en menn þurfa að spila þetta eins og hvern annan fótboltaleik svo ég held að menn séu nokkuð slakir yfir þessu.“ FH og Víkingur hafa spilað tvo leiki í sumar. Liðin gerðu jafntefli á Eimskips-vellinum í byrjun sumarsins og FH vann nauman sigur í Kaplakrika. „Þetta leggst fínt í mig. Víkingur er búið að sýna að þeir eru með gott lið þó að taflan sýni annað, þá skiptir það engu máli. Við erum búnir að vinna einn leik gegn þeim og gera eitt jafntefli.“FH-ingar fagna sigri á KR í undanúrslitunum sem skaut þeim í úrslitaleikinn.vísir/daníel„Þeir eru góðir í fótbolta, sprækir og pressa vel. Við erum búnir að spila við þá tvisvar í sumar en samt sem áður búnir að fara vel yfir þá síðustu daga.“ Björn horfir ekki mikið á stöðu Víkinga í deildinni þar sem þeir hafa verið að berjast við botninn lengst af sumri. „Þetta er bikarúrslitaleikur og það er öðruvísi en að spila á Íslandsmótinu. Það skiptir engu máli við hvaða lið þú ert að fara spila á móti, þetta verður alltaf erfitt og snýst um hvort liðið sé meira tilbúið.“ FH hefur ekki orðið meistari síðan 2016 og ekki unnið bikarinn síðan 2010, einmitt þegar Björn Daníel var síðast í FH-liðinu. „Það er þó nokkuð langur tími. Það er einnig langt síðan FH varð bikarmeistari og það var 2010 þegar ég var í FH síðast. Það eru níu ár síðan og kominn tími á bikarmeistaratitil í Krikann.“ Upphitun fyrir úrslitaleikinn hefst á Stöð 2 Sport klukkan 16.30 en leikurinn sjálfur hefst klukkan 17.00. Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Fimleikafélagið: „Þú mátt fá tvo ef ég verð í liðinu á laugardaginn“ FH og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardaginn en mikil spenna er fyrir leiknum. 12. september 2019 14:30 Fjórir úr byrjunarliði FH í bikarúrslitunum 2010 verða væntanlega aftur í liðinu níu árum síðar Víkingur og FH mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli á morgun en flautað verður til leiks klukkan 17.00. 13. september 2019 12:30 Kári fer í myndatöku í dag: „Vinnum þennan bikar með eða án hans“ Þjálfari Víkings heldur í vonina að hægt verði að tjasla Kára Árnasyni saman fyrir bikarúrslitaleikinn á laugardaginn. 11. september 2019 14:58 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Björn Daníel Sverrisson, miðjumaður FH, segir að það sé kominn tími á bikarmeistaratitil í Krikanum en segir að stemningin í FH-hópnum sé róleg. FH og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli á morgun en Víkingur hefur ekki orðið bikarmeistari frá árinu 1971. „Þetta leggst bara vel í mig. Það eru allir spenntir og þetta eru skemmtilegustu leikirnir sem þú spilar á Íslandi. Ég held að það sé spenningur og menn tilbúnir í þetta,“ sagði Björn við Vísi á æfingu FH-liðsins í dag. Miðjumaðurinn knái segir að það sé spenna í hópnum en þeir séu ekki yfirspenntir. „Já en það er samt búið að vera rólegt andrúmsloft. Það er langt síðan við spilum síðast og menn búnir að hvílast vel. Við erum búnir að hafa nægan tíma til að fara yfir Víkings-liðið.“ „Þetta er stórleikur en menn þurfa að spila þetta eins og hvern annan fótboltaleik svo ég held að menn séu nokkuð slakir yfir þessu.“ FH og Víkingur hafa spilað tvo leiki í sumar. Liðin gerðu jafntefli á Eimskips-vellinum í byrjun sumarsins og FH vann nauman sigur í Kaplakrika. „Þetta leggst fínt í mig. Víkingur er búið að sýna að þeir eru með gott lið þó að taflan sýni annað, þá skiptir það engu máli. Við erum búnir að vinna einn leik gegn þeim og gera eitt jafntefli.“FH-ingar fagna sigri á KR í undanúrslitunum sem skaut þeim í úrslitaleikinn.vísir/daníel„Þeir eru góðir í fótbolta, sprækir og pressa vel. Við erum búnir að spila við þá tvisvar í sumar en samt sem áður búnir að fara vel yfir þá síðustu daga.“ Björn horfir ekki mikið á stöðu Víkinga í deildinni þar sem þeir hafa verið að berjast við botninn lengst af sumri. „Þetta er bikarúrslitaleikur og það er öðruvísi en að spila á Íslandsmótinu. Það skiptir engu máli við hvaða lið þú ert að fara spila á móti, þetta verður alltaf erfitt og snýst um hvort liðið sé meira tilbúið.“ FH hefur ekki orðið meistari síðan 2016 og ekki unnið bikarinn síðan 2010, einmitt þegar Björn Daníel var síðast í FH-liðinu. „Það er þó nokkuð langur tími. Það er einnig langt síðan FH varð bikarmeistari og það var 2010 þegar ég var í FH síðast. Það eru níu ár síðan og kominn tími á bikarmeistaratitil í Krikann.“ Upphitun fyrir úrslitaleikinn hefst á Stöð 2 Sport klukkan 16.30 en leikurinn sjálfur hefst klukkan 17.00.
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Fimleikafélagið: „Þú mátt fá tvo ef ég verð í liðinu á laugardaginn“ FH og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardaginn en mikil spenna er fyrir leiknum. 12. september 2019 14:30 Fjórir úr byrjunarliði FH í bikarúrslitunum 2010 verða væntanlega aftur í liðinu níu árum síðar Víkingur og FH mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli á morgun en flautað verður til leiks klukkan 17.00. 13. september 2019 12:30 Kári fer í myndatöku í dag: „Vinnum þennan bikar með eða án hans“ Þjálfari Víkings heldur í vonina að hægt verði að tjasla Kára Árnasyni saman fyrir bikarúrslitaleikinn á laugardaginn. 11. september 2019 14:58 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Fimleikafélagið: „Þú mátt fá tvo ef ég verð í liðinu á laugardaginn“ FH og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardaginn en mikil spenna er fyrir leiknum. 12. september 2019 14:30
Fjórir úr byrjunarliði FH í bikarúrslitunum 2010 verða væntanlega aftur í liðinu níu árum síðar Víkingur og FH mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli á morgun en flautað verður til leiks klukkan 17.00. 13. september 2019 12:30
Kári fer í myndatöku í dag: „Vinnum þennan bikar með eða án hans“ Þjálfari Víkings heldur í vonina að hægt verði að tjasla Kára Árnasyni saman fyrir bikarúrslitaleikinn á laugardaginn. 11. september 2019 14:58