Halla Sigrún og Páll Magnús sækjast eftir forystu í SUS Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. september 2019 10:30 Halla Sigrún Mathiesen og Páll Magnús Pálsson. Aðsend Halla Sigrún Mathiesen gefur kost á sér til formennsku Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS), á 45. þingi sambandsins sem fram á Akureyri dagana 20. til 22. september næstkomandi. Páll Magnús Pálsson býður sig fram til varaformanns. Þau eru bæði af miklum Sjálfstæðisættum. Faðir Höllu Sigrúnar er Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegs- og fjármálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Faðir Páls Magnúsar er Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Í framboðstilkynningu þeirra er þess getið að Halla er 21 árs, uppalinn Hafnfirðingur. Hún útskrifaðist með alþjóðlegt stúdentspróf frá menntaskóla í Róm vorið 2015 og lauk BA gráðu í hagfræði, stjórnmálafræði og sögu frá UCL vorið 2018. Halla Sigrún sinnti ýmsum félagsstörfum samhliða námi; t.a.m. er hún formaður Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, og situr jafnframt í fulltrúaráði flokksins í Hafnarfirði.SUS veiti fulltrúum aðhald Haft er eftir henni í tilkynningunni að hún vilji gera frelsinu hátt undir höfði og sýna að Sjálfstæðisflokkurinn og erindi hans eigi fullt erindi við ungt fólk. „SUS gegnir mikilvægu hlutverki innan flokksins og það hefur sýnt sig að okkar skoðanir og áherslur skipta máli. Sem formaður vonast ég til að efla þennan vettvang þar sem ungt fólk getur tekið þátt í að móta stefnu flokksins, en einnig veitt kjörnum fulltrúum nauðsynlegt aðhald. Mitt markmið er að SUS verði enn öflugra í að beita sér fyrir bættum lífskjörum, auknum tækifærum og frelsi einstaklingsins,“ segir Halla Sigrún.Garðbæingur og Eyjamaður Páll Magnús er 23 ára gamall, lögfræðingur að mennt og leggur stund á meistaranám við Háskólann í Reykjavík. Hann er sagður hafa verið virkur í félagsstörfum síðustu ár og þess getið að hann hafi verið formaður málfundafélags Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík, og varaformaður Hugins, félags ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ. Aukinheldur situr Páll Magnús í umhverfisnefnd Garðabæjar, en Páll er í tilkynningunni sagður „Garðbæingur og Eyjamaður“. Sem fyrr segir ganga Ungir sjálfstæðismenn til kosninga um nýja forystu SUS á þingi sambandsins á Akureyri, helgina 20. til 22. september. Sem stendur eru þau Halla Sigrún og Páll Magnús þau einu sem hafa tilkynnt um framboð sitt. Akureyri Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Halla Sigrún Mathiesen gefur kost á sér til formennsku Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS), á 45. þingi sambandsins sem fram á Akureyri dagana 20. til 22. september næstkomandi. Páll Magnús Pálsson býður sig fram til varaformanns. Þau eru bæði af miklum Sjálfstæðisættum. Faðir Höllu Sigrúnar er Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegs- og fjármálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Faðir Páls Magnúsar er Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Í framboðstilkynningu þeirra er þess getið að Halla er 21 árs, uppalinn Hafnfirðingur. Hún útskrifaðist með alþjóðlegt stúdentspróf frá menntaskóla í Róm vorið 2015 og lauk BA gráðu í hagfræði, stjórnmálafræði og sögu frá UCL vorið 2018. Halla Sigrún sinnti ýmsum félagsstörfum samhliða námi; t.a.m. er hún formaður Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, og situr jafnframt í fulltrúaráði flokksins í Hafnarfirði.SUS veiti fulltrúum aðhald Haft er eftir henni í tilkynningunni að hún vilji gera frelsinu hátt undir höfði og sýna að Sjálfstæðisflokkurinn og erindi hans eigi fullt erindi við ungt fólk. „SUS gegnir mikilvægu hlutverki innan flokksins og það hefur sýnt sig að okkar skoðanir og áherslur skipta máli. Sem formaður vonast ég til að efla þennan vettvang þar sem ungt fólk getur tekið þátt í að móta stefnu flokksins, en einnig veitt kjörnum fulltrúum nauðsynlegt aðhald. Mitt markmið er að SUS verði enn öflugra í að beita sér fyrir bættum lífskjörum, auknum tækifærum og frelsi einstaklingsins,“ segir Halla Sigrún.Garðbæingur og Eyjamaður Páll Magnús er 23 ára gamall, lögfræðingur að mennt og leggur stund á meistaranám við Háskólann í Reykjavík. Hann er sagður hafa verið virkur í félagsstörfum síðustu ár og þess getið að hann hafi verið formaður málfundafélags Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík, og varaformaður Hugins, félags ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ. Aukinheldur situr Páll Magnús í umhverfisnefnd Garðabæjar, en Páll er í tilkynningunni sagður „Garðbæingur og Eyjamaður“. Sem fyrr segir ganga Ungir sjálfstæðismenn til kosninga um nýja forystu SUS á þingi sambandsins á Akureyri, helgina 20. til 22. september. Sem stendur eru þau Halla Sigrún og Páll Magnús þau einu sem hafa tilkynnt um framboð sitt.
Akureyri Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira