Heimsókn Pence kostaði lögregluna tvær milljónir á klukkustund Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. september 2019 08:57 Mike Pence mætir í Höfða á miðvikudag í síðustu viku. Vísir/vilhelm Heildarkostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna sjö klukkustunda heimsóknar Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna nam 14,1 milljón króna, eða tveimur milljónum á klukkustund. Þetta kemur fram í svari lögreglu við fyrirspurn fréttastofu. Rúv greindi fyrst frá málinu. Heimsókn Pence til Reykjavíkur þann 4. september síðastliðinn fór vart fram hjá nokkrum íbúa höfuðborgarsvæðisins en mikill viðbúnaður var vegna komu hans. Götulokanir settu svip sinn á borgina yfir daginn og þá sinntu fjölmargir lögreglumenn öryggisgæslu á viðkomustöðum varaforsetans, einkum við Höfða í Borgartúni þar sem Pence fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra. Vinnuframlag lögregluþjóna á vakt og í rannsóknardeild var stærsti kostnaðarliður heimsóknarinnar og hljóðaði upp á rúmar 4,2 milljónir króna. Vinnuframlag lögreglumanna við fylgd og í aðgerðasveit nam rúmlega 3,6 milljónum í hvorum flokki. Frekari sundurliðun kostnaðar má sjá í töflunni hér að neðan.Þá var kostnaður lögreglu vegna heimsóknar Angelu Merkel kanslara Þýskalands, forsætisráðherra allra Norðurlandanna, lögmanni Færeyja og formanni landsstjórnar Grænlands og landsstjóra Álandseyja öllu minni en við heimsókn Pence, eða um 5,5 milljónir króna. Þar bar hæst vinnuframlag lögregluþjóna við fylgd, sem nam rétt tæpum þremur milljónum króna. Sundurliðaðan kostnað vegna heimsóknar Merkel og félaga má sjá í töflunni hér að neðan.Leiðtogarnir voru hér á landi í tvo sólarhringa en öryggisgæsla þeirra var nokkuð frjálslegri en í tilfelli Pence. Merkel fékk sér til að mynda göngutúr í miðborginni en til hennar sást á röltinu í Bankastræti.Fréttin hefur verið uppfærð. Heimsókn Mike Pence Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Utanríkismál Tengdar fréttir Mun minni viðbúnaður vegna komu Indlandsforseta en Pence Engar fastar lokanir verða á götum vegna komu Indlandsforseta til landsins eins og var við heimsókn Mikes Pence í síðustu viku. 9. september 2019 06:15 Leyniskytta miðaði byssu á tökumann RÚV Vilhjálmur Þór segist hafa orðið hræddur þegar hann varð var við rauðan byssugeislann á sér. 10. september 2019 11:55 Ófyrirséður aukakostnaður fylgdi heimsókn Pence Endanlegur kostnaður vegna heimsóknarinar liggur ekki fyrir en hann virðist hafa verið meiri en við fyrri heimsóknir erlendra ráðamanna. 6. september 2019 17:57 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Heildarkostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna sjö klukkustunda heimsóknar Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna nam 14,1 milljón króna, eða tveimur milljónum á klukkustund. Þetta kemur fram í svari lögreglu við fyrirspurn fréttastofu. Rúv greindi fyrst frá málinu. Heimsókn Pence til Reykjavíkur þann 4. september síðastliðinn fór vart fram hjá nokkrum íbúa höfuðborgarsvæðisins en mikill viðbúnaður var vegna komu hans. Götulokanir settu svip sinn á borgina yfir daginn og þá sinntu fjölmargir lögreglumenn öryggisgæslu á viðkomustöðum varaforsetans, einkum við Höfða í Borgartúni þar sem Pence fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra. Vinnuframlag lögregluþjóna á vakt og í rannsóknardeild var stærsti kostnaðarliður heimsóknarinnar og hljóðaði upp á rúmar 4,2 milljónir króna. Vinnuframlag lögreglumanna við fylgd og í aðgerðasveit nam rúmlega 3,6 milljónum í hvorum flokki. Frekari sundurliðun kostnaðar má sjá í töflunni hér að neðan.Þá var kostnaður lögreglu vegna heimsóknar Angelu Merkel kanslara Þýskalands, forsætisráðherra allra Norðurlandanna, lögmanni Færeyja og formanni landsstjórnar Grænlands og landsstjóra Álandseyja öllu minni en við heimsókn Pence, eða um 5,5 milljónir króna. Þar bar hæst vinnuframlag lögregluþjóna við fylgd, sem nam rétt tæpum þremur milljónum króna. Sundurliðaðan kostnað vegna heimsóknar Merkel og félaga má sjá í töflunni hér að neðan.Leiðtogarnir voru hér á landi í tvo sólarhringa en öryggisgæsla þeirra var nokkuð frjálslegri en í tilfelli Pence. Merkel fékk sér til að mynda göngutúr í miðborginni en til hennar sást á röltinu í Bankastræti.Fréttin hefur verið uppfærð.
Heimsókn Mike Pence Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Utanríkismál Tengdar fréttir Mun minni viðbúnaður vegna komu Indlandsforseta en Pence Engar fastar lokanir verða á götum vegna komu Indlandsforseta til landsins eins og var við heimsókn Mikes Pence í síðustu viku. 9. september 2019 06:15 Leyniskytta miðaði byssu á tökumann RÚV Vilhjálmur Þór segist hafa orðið hræddur þegar hann varð var við rauðan byssugeislann á sér. 10. september 2019 11:55 Ófyrirséður aukakostnaður fylgdi heimsókn Pence Endanlegur kostnaður vegna heimsóknarinar liggur ekki fyrir en hann virðist hafa verið meiri en við fyrri heimsóknir erlendra ráðamanna. 6. september 2019 17:57 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Mun minni viðbúnaður vegna komu Indlandsforseta en Pence Engar fastar lokanir verða á götum vegna komu Indlandsforseta til landsins eins og var við heimsókn Mikes Pence í síðustu viku. 9. september 2019 06:15
Leyniskytta miðaði byssu á tökumann RÚV Vilhjálmur Þór segist hafa orðið hræddur þegar hann varð var við rauðan byssugeislann á sér. 10. september 2019 11:55
Ófyrirséður aukakostnaður fylgdi heimsókn Pence Endanlegur kostnaður vegna heimsóknarinar liggur ekki fyrir en hann virðist hafa verið meiri en við fyrri heimsóknir erlendra ráðamanna. 6. september 2019 17:57