Heimsókn Pence kostaði lögregluna tvær milljónir á klukkustund Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. september 2019 08:57 Mike Pence mætir í Höfða á miðvikudag í síðustu viku. Vísir/vilhelm Heildarkostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna sjö klukkustunda heimsóknar Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna nam 14,1 milljón króna, eða tveimur milljónum á klukkustund. Þetta kemur fram í svari lögreglu við fyrirspurn fréttastofu. Rúv greindi fyrst frá málinu. Heimsókn Pence til Reykjavíkur þann 4. september síðastliðinn fór vart fram hjá nokkrum íbúa höfuðborgarsvæðisins en mikill viðbúnaður var vegna komu hans. Götulokanir settu svip sinn á borgina yfir daginn og þá sinntu fjölmargir lögreglumenn öryggisgæslu á viðkomustöðum varaforsetans, einkum við Höfða í Borgartúni þar sem Pence fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra. Vinnuframlag lögregluþjóna á vakt og í rannsóknardeild var stærsti kostnaðarliður heimsóknarinnar og hljóðaði upp á rúmar 4,2 milljónir króna. Vinnuframlag lögreglumanna við fylgd og í aðgerðasveit nam rúmlega 3,6 milljónum í hvorum flokki. Frekari sundurliðun kostnaðar má sjá í töflunni hér að neðan.Þá var kostnaður lögreglu vegna heimsóknar Angelu Merkel kanslara Þýskalands, forsætisráðherra allra Norðurlandanna, lögmanni Færeyja og formanni landsstjórnar Grænlands og landsstjóra Álandseyja öllu minni en við heimsókn Pence, eða um 5,5 milljónir króna. Þar bar hæst vinnuframlag lögregluþjóna við fylgd, sem nam rétt tæpum þremur milljónum króna. Sundurliðaðan kostnað vegna heimsóknar Merkel og félaga má sjá í töflunni hér að neðan.Leiðtogarnir voru hér á landi í tvo sólarhringa en öryggisgæsla þeirra var nokkuð frjálslegri en í tilfelli Pence. Merkel fékk sér til að mynda göngutúr í miðborginni en til hennar sást á röltinu í Bankastræti.Fréttin hefur verið uppfærð. Heimsókn Mike Pence Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Utanríkismál Tengdar fréttir Mun minni viðbúnaður vegna komu Indlandsforseta en Pence Engar fastar lokanir verða á götum vegna komu Indlandsforseta til landsins eins og var við heimsókn Mikes Pence í síðustu viku. 9. september 2019 06:15 Leyniskytta miðaði byssu á tökumann RÚV Vilhjálmur Þór segist hafa orðið hræddur þegar hann varð var við rauðan byssugeislann á sér. 10. september 2019 11:55 Ófyrirséður aukakostnaður fylgdi heimsókn Pence Endanlegur kostnaður vegna heimsóknarinar liggur ekki fyrir en hann virðist hafa verið meiri en við fyrri heimsóknir erlendra ráðamanna. 6. september 2019 17:57 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Heildarkostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna sjö klukkustunda heimsóknar Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna nam 14,1 milljón króna, eða tveimur milljónum á klukkustund. Þetta kemur fram í svari lögreglu við fyrirspurn fréttastofu. Rúv greindi fyrst frá málinu. Heimsókn Pence til Reykjavíkur þann 4. september síðastliðinn fór vart fram hjá nokkrum íbúa höfuðborgarsvæðisins en mikill viðbúnaður var vegna komu hans. Götulokanir settu svip sinn á borgina yfir daginn og þá sinntu fjölmargir lögreglumenn öryggisgæslu á viðkomustöðum varaforsetans, einkum við Höfða í Borgartúni þar sem Pence fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra. Vinnuframlag lögregluþjóna á vakt og í rannsóknardeild var stærsti kostnaðarliður heimsóknarinnar og hljóðaði upp á rúmar 4,2 milljónir króna. Vinnuframlag lögreglumanna við fylgd og í aðgerðasveit nam rúmlega 3,6 milljónum í hvorum flokki. Frekari sundurliðun kostnaðar má sjá í töflunni hér að neðan.Þá var kostnaður lögreglu vegna heimsóknar Angelu Merkel kanslara Þýskalands, forsætisráðherra allra Norðurlandanna, lögmanni Færeyja og formanni landsstjórnar Grænlands og landsstjóra Álandseyja öllu minni en við heimsókn Pence, eða um 5,5 milljónir króna. Þar bar hæst vinnuframlag lögregluþjóna við fylgd, sem nam rétt tæpum þremur milljónum króna. Sundurliðaðan kostnað vegna heimsóknar Merkel og félaga má sjá í töflunni hér að neðan.Leiðtogarnir voru hér á landi í tvo sólarhringa en öryggisgæsla þeirra var nokkuð frjálslegri en í tilfelli Pence. Merkel fékk sér til að mynda göngutúr í miðborginni en til hennar sást á röltinu í Bankastræti.Fréttin hefur verið uppfærð.
Heimsókn Mike Pence Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Utanríkismál Tengdar fréttir Mun minni viðbúnaður vegna komu Indlandsforseta en Pence Engar fastar lokanir verða á götum vegna komu Indlandsforseta til landsins eins og var við heimsókn Mikes Pence í síðustu viku. 9. september 2019 06:15 Leyniskytta miðaði byssu á tökumann RÚV Vilhjálmur Þór segist hafa orðið hræddur þegar hann varð var við rauðan byssugeislann á sér. 10. september 2019 11:55 Ófyrirséður aukakostnaður fylgdi heimsókn Pence Endanlegur kostnaður vegna heimsóknarinar liggur ekki fyrir en hann virðist hafa verið meiri en við fyrri heimsóknir erlendra ráðamanna. 6. september 2019 17:57 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Mun minni viðbúnaður vegna komu Indlandsforseta en Pence Engar fastar lokanir verða á götum vegna komu Indlandsforseta til landsins eins og var við heimsókn Mikes Pence í síðustu viku. 9. september 2019 06:15
Leyniskytta miðaði byssu á tökumann RÚV Vilhjálmur Þór segist hafa orðið hræddur þegar hann varð var við rauðan byssugeislann á sér. 10. september 2019 11:55
Ófyrirséður aukakostnaður fylgdi heimsókn Pence Endanlegur kostnaður vegna heimsóknarinar liggur ekki fyrir en hann virðist hafa verið meiri en við fyrri heimsóknir erlendra ráðamanna. 6. september 2019 17:57