Lærdómurinn Hörður Ægisson skrifar 13. september 2019 07:00 Skiptir samkeppnishæfni Íslands máli? Svarið virðist einhlítt en orð og efndir fara sjaldnast saman hjá stjórnvöldum. Fyrir þá sem kjósa einfaldar skýringar er auðveldast að telja sér trú um að krónan sé orsök hærra vaxtastigs en í nágrannaríkjum okkar. Ástæðurnar eru flóknari og margþættari. Heimatilbúnar aðgerðir skipta meira máli. Strangar eiginfjárkröfur ásamt auknum álögum hafa skilað þeirri niðurstöðu að við höfum búið til dýrasta bankakerfi í Evrópu. Þessu munu embættismenn og starfsmenn FME vafalaust neita, enda gerir það starf þeirra auðveldara að svona sé búið um hnútana, en þetta er samt staðan. Afleiðingarnar eru hærri fjármögnunarkostnaður fyrirtækja og lakari framleiðni. Er fórnarkostnaðurinn þess virði? Rannsóknir hafa sýnt að eins prósentustigs hækkun á vogunarhlutfalli, sem reiknast sem eigið fé sem hlutfall af heildareignum, skili sér að jafnaði í hærri lánskjörum sem nemur um 0,16%. Vogunarhlutfall íslensku bankanna var um síðustu áramót að jafnaði um 15% á meðan það var um 5,5% í evrópskum bönkum. Sjónarmiðin sem hér togast á, eins og Benedikt Gíslason, nýr bankastjóri Arion banka, útskýrði í viðtali við Markaðinn, eru annars vegar varúðarkröfur og neytendavernd og hins vegar skilvirkni og hagkvæmni í fjármálakerfinu. „Við þurfum að spyrja okkur þeirrar spurningar hvar þessi jafnvægispunktur eigi að liggja en í dag er hann talsvert frá okkar nágrannalöndum,“ segir Benedikt. Í tilfelli Arion, sem hefur skilað arðsemi undir áhættulausum vöxtum, má segja að búið sé að svara þeirri spurningu. Bankinn er ekki lengur samkeppnisfær í útlánum til stærri fyrirtækja, sem geta sótt sér betri kjör á skuldabréfamarkaði, en eftir sitja minni og meðalstór fyrirtæki sem reiða sig á dýra fjármögnun í bankakerfinu. Þessi umræða, sem snýst ekki um að gera eigi bankana berskjaldaða gagnvart fjármálaáföllum, varðar ekki aðeins hagsmuni viðskiptavina heldur einnig ríkisins. Bankasýslan hefur sett fram tillögur sínar um næstu skref í söluferli bankanna. Þær hugmyndir, sem eru skynsamlegar, lúta að því að seldur verði fjórðungshlutur í Íslandsbanka með útboði og tvíhliða skráningu eða að allt að hundrað prósenta hlutur með uppboðsleið þar sem fjárfestingabankar og sjóðir gera tilboð. Lilja Alfreðsdóttir hefur sagst leggja áherslu á mikilvægi þess að eigendastefna ríkisins verði áður uppfærð og eins að staðið verðið þannig að málum að almenningur muni hafa traust á ferlinu og í garð fjármálakerfisins. Undir þau sjónarmið má taka. Meira þarf samt til. Áhugasamir fjárfestar, sem bíða ekki í röðum, vilja vita við hverju má búast þegar kemur að lagalegri umgjörð horft fram í tímann. Þar er ekki síður mikilvægt að sýn ríkisstjórnarinnar liggi fyrir, meðal annars um skattlagningu, eiginfjárkröfur og samstarf til að minnka upplýsingatæknikostnað, enda ræður það miklu um það verð sem skattgreiðendur geta vænst þess að fá fyrir bankana. Lærdómur síðustu ára, sem við sáum hvað skýrast við úrlausn slitabúa föllnu bankanna og áætlunar um losun hafta, er að pólitískt eignarhald er forsenda árangurs í stórum og flóknum málum. Sala á tveimur bönkum, sem eru með yfir 400 milljarða í eigið fé, er slíkt verkefni. Bankasýslan hefur gert sitt, en nú er komið að stjórnmálunum að taka við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Skiptir samkeppnishæfni Íslands máli? Svarið virðist einhlítt en orð og efndir fara sjaldnast saman hjá stjórnvöldum. Fyrir þá sem kjósa einfaldar skýringar er auðveldast að telja sér trú um að krónan sé orsök hærra vaxtastigs en í nágrannaríkjum okkar. Ástæðurnar eru flóknari og margþættari. Heimatilbúnar aðgerðir skipta meira máli. Strangar eiginfjárkröfur ásamt auknum álögum hafa skilað þeirri niðurstöðu að við höfum búið til dýrasta bankakerfi í Evrópu. Þessu munu embættismenn og starfsmenn FME vafalaust neita, enda gerir það starf þeirra auðveldara að svona sé búið um hnútana, en þetta er samt staðan. Afleiðingarnar eru hærri fjármögnunarkostnaður fyrirtækja og lakari framleiðni. Er fórnarkostnaðurinn þess virði? Rannsóknir hafa sýnt að eins prósentustigs hækkun á vogunarhlutfalli, sem reiknast sem eigið fé sem hlutfall af heildareignum, skili sér að jafnaði í hærri lánskjörum sem nemur um 0,16%. Vogunarhlutfall íslensku bankanna var um síðustu áramót að jafnaði um 15% á meðan það var um 5,5% í evrópskum bönkum. Sjónarmiðin sem hér togast á, eins og Benedikt Gíslason, nýr bankastjóri Arion banka, útskýrði í viðtali við Markaðinn, eru annars vegar varúðarkröfur og neytendavernd og hins vegar skilvirkni og hagkvæmni í fjármálakerfinu. „Við þurfum að spyrja okkur þeirrar spurningar hvar þessi jafnvægispunktur eigi að liggja en í dag er hann talsvert frá okkar nágrannalöndum,“ segir Benedikt. Í tilfelli Arion, sem hefur skilað arðsemi undir áhættulausum vöxtum, má segja að búið sé að svara þeirri spurningu. Bankinn er ekki lengur samkeppnisfær í útlánum til stærri fyrirtækja, sem geta sótt sér betri kjör á skuldabréfamarkaði, en eftir sitja minni og meðalstór fyrirtæki sem reiða sig á dýra fjármögnun í bankakerfinu. Þessi umræða, sem snýst ekki um að gera eigi bankana berskjaldaða gagnvart fjármálaáföllum, varðar ekki aðeins hagsmuni viðskiptavina heldur einnig ríkisins. Bankasýslan hefur sett fram tillögur sínar um næstu skref í söluferli bankanna. Þær hugmyndir, sem eru skynsamlegar, lúta að því að seldur verði fjórðungshlutur í Íslandsbanka með útboði og tvíhliða skráningu eða að allt að hundrað prósenta hlutur með uppboðsleið þar sem fjárfestingabankar og sjóðir gera tilboð. Lilja Alfreðsdóttir hefur sagst leggja áherslu á mikilvægi þess að eigendastefna ríkisins verði áður uppfærð og eins að staðið verðið þannig að málum að almenningur muni hafa traust á ferlinu og í garð fjármálakerfisins. Undir þau sjónarmið má taka. Meira þarf samt til. Áhugasamir fjárfestar, sem bíða ekki í röðum, vilja vita við hverju má búast þegar kemur að lagalegri umgjörð horft fram í tímann. Þar er ekki síður mikilvægt að sýn ríkisstjórnarinnar liggi fyrir, meðal annars um skattlagningu, eiginfjárkröfur og samstarf til að minnka upplýsingatæknikostnað, enda ræður það miklu um það verð sem skattgreiðendur geta vænst þess að fá fyrir bankana. Lærdómur síðustu ára, sem við sáum hvað skýrast við úrlausn slitabúa föllnu bankanna og áætlunar um losun hafta, er að pólitískt eignarhald er forsenda árangurs í stórum og flóknum málum. Sala á tveimur bönkum, sem eru með yfir 400 milljarða í eigið fé, er slíkt verkefni. Bankasýslan hefur gert sitt, en nú er komið að stjórnmálunum að taka við.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun