Breytt umhverfismat Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 13. september 2019 07:00 Umhverfismatsdagurinn fer fram í dag. Í tilefni af yfirstandandi endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum heldur Skipulagsstofnun málþing þar sem sjónum verður beint að virkni umhverfismats fyrir náttúru og samfélag og umbótum á framkvæmd matsins. Með mati á umhverfisáhrifum fer fram mikilvæg greining á áhrifum framkvæmda á umhverfi og samfélag. Gert er ráð fyrir aðkomu almennings og annarra hagsmunaaðila en með því að tryggja virka aðkomu þeirra ætti að geta skapast meiri sátt um framkvæmdir, þó sumar verði alltaf umdeildar. Þessi aðkoma er einnig í samræmi við Árósasamninginn. Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu hefur nú verið unnin sérstök aðgerðaáætlun um Árósasamninginn og hef ég m.a. falið Skipulagsstofnun að meta áhrif þátttöku almennings og félagasamtaka á ákvarðanatöku í skipulags- og framkvæmdaverkefnum hér á landi. Einnig hef ég falið stofnuninni að móta, þróa og gera tillögu að verklagi sem tryggir þátttöku almennings og félagasamtaka snemma í ferli ákvarðanatöku, bæði á skipulags- og framkvæmdastigi. Heildarendurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum stendur nú yfir. Núgildandi lög eru að meginstefnu til frá árinu 2000 og nauðsynlegt að taka þau til endurskoðunar. Ráðuneytið lét vinna samanburð á löggjöf nokkurra nágrannaríkja um mat á umhverfisáhrifum og sú greining mun nýtast starfshópnum sem skipaður var við endurskoðun laganna. Heildarendurskoðuninni er ætlað að auka skilvirkni í ákvarðanatöku við mat á umhverfisáhrifum og að tryggja sem best aðkomu almennings og annarra hagsmunaaðila að ferlinu þannig að hún samræmist sem best ákvæðum Árósasamningsins. Einnig þarf að skoða önnur lög, m.a. skipulagslög og lög um umhverfismat áætlana auk sérlöggjafar um leyfisskylda starfsemi. Með því að samþætta þá ferla sem framangreind lög tilgreina vona ég að hægt verði að auka skilvirkni í ákvarðanatöku við mat á umhverfisáhrifum. Ég vonast einnig til að meiri sátt muni nást um það mikilvæga ferli sem mat á umhverfisáhrifum er og bæði náttúru- og umhverfisvernd eflist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfismál Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Umhverfismatsdagurinn fer fram í dag. Í tilefni af yfirstandandi endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum heldur Skipulagsstofnun málþing þar sem sjónum verður beint að virkni umhverfismats fyrir náttúru og samfélag og umbótum á framkvæmd matsins. Með mati á umhverfisáhrifum fer fram mikilvæg greining á áhrifum framkvæmda á umhverfi og samfélag. Gert er ráð fyrir aðkomu almennings og annarra hagsmunaaðila en með því að tryggja virka aðkomu þeirra ætti að geta skapast meiri sátt um framkvæmdir, þó sumar verði alltaf umdeildar. Þessi aðkoma er einnig í samræmi við Árósasamninginn. Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu hefur nú verið unnin sérstök aðgerðaáætlun um Árósasamninginn og hef ég m.a. falið Skipulagsstofnun að meta áhrif þátttöku almennings og félagasamtaka á ákvarðanatöku í skipulags- og framkvæmdaverkefnum hér á landi. Einnig hef ég falið stofnuninni að móta, þróa og gera tillögu að verklagi sem tryggir þátttöku almennings og félagasamtaka snemma í ferli ákvarðanatöku, bæði á skipulags- og framkvæmdastigi. Heildarendurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum stendur nú yfir. Núgildandi lög eru að meginstefnu til frá árinu 2000 og nauðsynlegt að taka þau til endurskoðunar. Ráðuneytið lét vinna samanburð á löggjöf nokkurra nágrannaríkja um mat á umhverfisáhrifum og sú greining mun nýtast starfshópnum sem skipaður var við endurskoðun laganna. Heildarendurskoðuninni er ætlað að auka skilvirkni í ákvarðanatöku við mat á umhverfisáhrifum og að tryggja sem best aðkomu almennings og annarra hagsmunaaðila að ferlinu þannig að hún samræmist sem best ákvæðum Árósasamningsins. Einnig þarf að skoða önnur lög, m.a. skipulagslög og lög um umhverfismat áætlana auk sérlöggjafar um leyfisskylda starfsemi. Með því að samþætta þá ferla sem framangreind lög tilgreina vona ég að hægt verði að auka skilvirkni í ákvarðanatöku við mat á umhverfisáhrifum. Ég vonast einnig til að meiri sátt muni nást um það mikilvæga ferli sem mat á umhverfisáhrifum er og bæði náttúru- og umhverfisvernd eflist.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar