Ætla að opna sjoppu aftur í Stykkishólmi Ari Brynjólfsson skrifar 13. september 2019 06:15 Rúmlega 1200 manns búa sjoppulausir í Stykkishólmi. Fréttablaðið/stefán Rekstraraðilar Skúrsins í Stykkishólmi stefna að því að opna veitingastað með sjoppu í gamla húsnæði Olís í bænum. Þetta staðfestir Sveinn Arnar Davíðsson, kokkur og einn eigenda Skúrsins. Skúrnum og Pizzunni, sem einnig er í eigu Sveins Arnars og Arnþórs Pálssonar, verður lokað, í staðinn munu þeir opna veitingastað og sjoppu í anda þess sem Olís rak. „Við verðum með litla sjoppu og stærri veitingastað. Svo munum við selja olíuvörur eins og Olís gerði,“ segir Sveinn Arnar. „Fyrirkomulagið verður eins og á gamla Olís, fólk sækir mat í afgreiðsluna en við munum halda því sem gengið hefur vel í Skúrnum, eins og mat í hádeginu fyrir vinnumennina.“ Þeir eru ekki búnir að fá húsnæðið afhent og geta ekki gefið dagsetninguna þegar þeir opna, það verði þó í haust. „Við fáum afhent fljótlega,“ segir Sveinn. „Við erum tvær fjölskyldur sem erum að leggja allt undir, þannig að það má ekki mikið klikka.“ Olís þurfti að loka verslun og veitingastað bensínstöðvarinnar í mars síðastliðnum að kröfu Samkeppniseftirlitsins í kjölfar sameiningar Olís og Haga í fyrra, en Hagar reka verslun Bónuss í bænum. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, furðar sig enn á þeirri ákvörðun.Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi.„Við búum svo vel að vera með Bónus hér í Stykkishólmi og taldi Samkeppniseftirlitið það takmörkun á smásölu að hafa Olís hér líka,“ segir Jakob. „Eins og allir vita þá er Bónus með sama verð um allt land, ég geri ráð fyrir að Olís sé með nær öll verð eins um allt land, þá heldur það engu vatni að halda að það komi neytendum í Stykkishólmi til góða að loka verslun Olís nema þeir fari að hækka verðin hér.“ Athafnamaðurinn Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson opnaði verslunina Bensó eftir að Olís lokaði, þeirri verslun var lokað nú í vikunni. Íbúi í Stykkishólmi sem Fréttablaðið ræddi við segir marga óánægða með að hafa enga sjoppu í bænum, ekki sé lengur hægt að fara á nammibar, fá ís í brauðformi og þegar Bónus sé lokað þurfi að keyra til Grundarfjarðar til að kaupa gos. „Það varð allt vitlaust hérna,“ segir Sveinn. „Það var óánægja þegar nammibarinn fór og svona.“ Jakob segir að hann sjái enn eftir verslun Olís, til dæmis þegar komi að því að nálgast gas. Hann horfir þó bjartsýnum augum á framtíðina. „Núna er það tímabundið ástand að það er engin sjoppa, svo eiga strákarnir eftir að sanna sig.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Stykkishólmur Veitingastaðir Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
Rekstraraðilar Skúrsins í Stykkishólmi stefna að því að opna veitingastað með sjoppu í gamla húsnæði Olís í bænum. Þetta staðfestir Sveinn Arnar Davíðsson, kokkur og einn eigenda Skúrsins. Skúrnum og Pizzunni, sem einnig er í eigu Sveins Arnars og Arnþórs Pálssonar, verður lokað, í staðinn munu þeir opna veitingastað og sjoppu í anda þess sem Olís rak. „Við verðum með litla sjoppu og stærri veitingastað. Svo munum við selja olíuvörur eins og Olís gerði,“ segir Sveinn Arnar. „Fyrirkomulagið verður eins og á gamla Olís, fólk sækir mat í afgreiðsluna en við munum halda því sem gengið hefur vel í Skúrnum, eins og mat í hádeginu fyrir vinnumennina.“ Þeir eru ekki búnir að fá húsnæðið afhent og geta ekki gefið dagsetninguna þegar þeir opna, það verði þó í haust. „Við fáum afhent fljótlega,“ segir Sveinn. „Við erum tvær fjölskyldur sem erum að leggja allt undir, þannig að það má ekki mikið klikka.“ Olís þurfti að loka verslun og veitingastað bensínstöðvarinnar í mars síðastliðnum að kröfu Samkeppniseftirlitsins í kjölfar sameiningar Olís og Haga í fyrra, en Hagar reka verslun Bónuss í bænum. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, furðar sig enn á þeirri ákvörðun.Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi.„Við búum svo vel að vera með Bónus hér í Stykkishólmi og taldi Samkeppniseftirlitið það takmörkun á smásölu að hafa Olís hér líka,“ segir Jakob. „Eins og allir vita þá er Bónus með sama verð um allt land, ég geri ráð fyrir að Olís sé með nær öll verð eins um allt land, þá heldur það engu vatni að halda að það komi neytendum í Stykkishólmi til góða að loka verslun Olís nema þeir fari að hækka verðin hér.“ Athafnamaðurinn Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson opnaði verslunina Bensó eftir að Olís lokaði, þeirri verslun var lokað nú í vikunni. Íbúi í Stykkishólmi sem Fréttablaðið ræddi við segir marga óánægða með að hafa enga sjoppu í bænum, ekki sé lengur hægt að fara á nammibar, fá ís í brauðformi og þegar Bónus sé lokað þurfi að keyra til Grundarfjarðar til að kaupa gos. „Það varð allt vitlaust hérna,“ segir Sveinn. „Það var óánægja þegar nammibarinn fór og svona.“ Jakob segir að hann sjái enn eftir verslun Olís, til dæmis þegar komi að því að nálgast gas. Hann horfir þó bjartsýnum augum á framtíðina. „Núna er það tímabundið ástand að það er engin sjoppa, svo eiga strákarnir eftir að sanna sig.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Stykkishólmur Veitingastaðir Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira