Ætla að opna sjoppu aftur í Stykkishólmi Ari Brynjólfsson skrifar 13. september 2019 06:15 Rúmlega 1200 manns búa sjoppulausir í Stykkishólmi. Fréttablaðið/stefán Rekstraraðilar Skúrsins í Stykkishólmi stefna að því að opna veitingastað með sjoppu í gamla húsnæði Olís í bænum. Þetta staðfestir Sveinn Arnar Davíðsson, kokkur og einn eigenda Skúrsins. Skúrnum og Pizzunni, sem einnig er í eigu Sveins Arnars og Arnþórs Pálssonar, verður lokað, í staðinn munu þeir opna veitingastað og sjoppu í anda þess sem Olís rak. „Við verðum með litla sjoppu og stærri veitingastað. Svo munum við selja olíuvörur eins og Olís gerði,“ segir Sveinn Arnar. „Fyrirkomulagið verður eins og á gamla Olís, fólk sækir mat í afgreiðsluna en við munum halda því sem gengið hefur vel í Skúrnum, eins og mat í hádeginu fyrir vinnumennina.“ Þeir eru ekki búnir að fá húsnæðið afhent og geta ekki gefið dagsetninguna þegar þeir opna, það verði þó í haust. „Við fáum afhent fljótlega,“ segir Sveinn. „Við erum tvær fjölskyldur sem erum að leggja allt undir, þannig að það má ekki mikið klikka.“ Olís þurfti að loka verslun og veitingastað bensínstöðvarinnar í mars síðastliðnum að kröfu Samkeppniseftirlitsins í kjölfar sameiningar Olís og Haga í fyrra, en Hagar reka verslun Bónuss í bænum. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, furðar sig enn á þeirri ákvörðun.Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi.„Við búum svo vel að vera með Bónus hér í Stykkishólmi og taldi Samkeppniseftirlitið það takmörkun á smásölu að hafa Olís hér líka,“ segir Jakob. „Eins og allir vita þá er Bónus með sama verð um allt land, ég geri ráð fyrir að Olís sé með nær öll verð eins um allt land, þá heldur það engu vatni að halda að það komi neytendum í Stykkishólmi til góða að loka verslun Olís nema þeir fari að hækka verðin hér.“ Athafnamaðurinn Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson opnaði verslunina Bensó eftir að Olís lokaði, þeirri verslun var lokað nú í vikunni. Íbúi í Stykkishólmi sem Fréttablaðið ræddi við segir marga óánægða með að hafa enga sjoppu í bænum, ekki sé lengur hægt að fara á nammibar, fá ís í brauðformi og þegar Bónus sé lokað þurfi að keyra til Grundarfjarðar til að kaupa gos. „Það varð allt vitlaust hérna,“ segir Sveinn. „Það var óánægja þegar nammibarinn fór og svona.“ Jakob segir að hann sjái enn eftir verslun Olís, til dæmis þegar komi að því að nálgast gas. Hann horfir þó bjartsýnum augum á framtíðina. „Núna er það tímabundið ástand að það er engin sjoppa, svo eiga strákarnir eftir að sanna sig.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Stykkishólmur Veitingastaðir Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Rekstraraðilar Skúrsins í Stykkishólmi stefna að því að opna veitingastað með sjoppu í gamla húsnæði Olís í bænum. Þetta staðfestir Sveinn Arnar Davíðsson, kokkur og einn eigenda Skúrsins. Skúrnum og Pizzunni, sem einnig er í eigu Sveins Arnars og Arnþórs Pálssonar, verður lokað, í staðinn munu þeir opna veitingastað og sjoppu í anda þess sem Olís rak. „Við verðum með litla sjoppu og stærri veitingastað. Svo munum við selja olíuvörur eins og Olís gerði,“ segir Sveinn Arnar. „Fyrirkomulagið verður eins og á gamla Olís, fólk sækir mat í afgreiðsluna en við munum halda því sem gengið hefur vel í Skúrnum, eins og mat í hádeginu fyrir vinnumennina.“ Þeir eru ekki búnir að fá húsnæðið afhent og geta ekki gefið dagsetninguna þegar þeir opna, það verði þó í haust. „Við fáum afhent fljótlega,“ segir Sveinn. „Við erum tvær fjölskyldur sem erum að leggja allt undir, þannig að það má ekki mikið klikka.“ Olís þurfti að loka verslun og veitingastað bensínstöðvarinnar í mars síðastliðnum að kröfu Samkeppniseftirlitsins í kjölfar sameiningar Olís og Haga í fyrra, en Hagar reka verslun Bónuss í bænum. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, furðar sig enn á þeirri ákvörðun.Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi.„Við búum svo vel að vera með Bónus hér í Stykkishólmi og taldi Samkeppniseftirlitið það takmörkun á smásölu að hafa Olís hér líka,“ segir Jakob. „Eins og allir vita þá er Bónus með sama verð um allt land, ég geri ráð fyrir að Olís sé með nær öll verð eins um allt land, þá heldur það engu vatni að halda að það komi neytendum í Stykkishólmi til góða að loka verslun Olís nema þeir fari að hækka verðin hér.“ Athafnamaðurinn Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson opnaði verslunina Bensó eftir að Olís lokaði, þeirri verslun var lokað nú í vikunni. Íbúi í Stykkishólmi sem Fréttablaðið ræddi við segir marga óánægða með að hafa enga sjoppu í bænum, ekki sé lengur hægt að fara á nammibar, fá ís í brauðformi og þegar Bónus sé lokað þurfi að keyra til Grundarfjarðar til að kaupa gos. „Það varð allt vitlaust hérna,“ segir Sveinn. „Það var óánægja þegar nammibarinn fór og svona.“ Jakob segir að hann sjái enn eftir verslun Olís, til dæmis þegar komi að því að nálgast gas. Hann horfir þó bjartsýnum augum á framtíðina. „Núna er það tímabundið ástand að það er engin sjoppa, svo eiga strákarnir eftir að sanna sig.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Stykkishólmur Veitingastaðir Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira