Samgönguás og Borgarlína Hilmar Þ. Björnsson skrifar 13. september 2019 07:00 Borgarlínan kom fyrst á dagskrá með Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Ég man að mér fannst þetta stórkostleg hugmynd af margvíslegum ástæðum. Hún átti auðvitað að breyta ferðavenjum borgarbúa, minnka álag vegna einkabíla, draga úr tafatíma í umferðinni, gera borgina skemmtilegri, þægilegri, hagkvæmari og ekki síst vistvænni. En það var ekki bara það. Hugmyndin byggði ekki bara á þessum starfrænu markmiðum, heldur stóð hún á traustri og sterkri skipulagshugmynd. Menn vildu breyta skipulagsstefnunni úr nánast stjórnlausri útþenslu þar sem aðalsamgöngutækið var einkabíllinn, í þétta og líflega borg. „Þróunar- og samgönguás“ var kynntur til sögunnar, sem átti að binda borgina saman í línulega sjálfbæra borg. Frábær hugmynd sem lengi hafði verið beðið eftir. Ekki var komið nafn á hugmyndina, en henni lýst sem „strætisvögnum á sérakgreinum“ eða „léttlest í framtíðinni“. Samgönguásinn átti að liggja eftir endilangri borginni í miðjum svokölluðum „þróunarás“. Þessi hugmynd, sem síðar fékk hið ágæta nafn Borgarlína, átti að liggja frá Granda í vestri eftir borginni endilangri að Keldum í austri. Við Keldur bíður landsvæði sem er litlu minna en ríkislandið sem nú er undir Reykjavíkurflugvelli og hentar vel fyrir mjög fjölmenna vinnustaði. Svæðið gæti verið eins konar La Defense Reykjavíkur. Uppbygging þarna gæti minnkað þrýstinginn á miðborgina og verið andstæður póll við hana og skapað þannig traustan rekstrargrundvöll Borgarlínunnar og jafnað umferðarflæðið til austurs og vesturs. Leiðin var um 9 kílómetra löng og átti að þræða sig í gegnum þéttasta svæði borgarinnar þar sem fyrirhugað var að þétta byggðina enn frekar. Slíkur línulegur miðbær er í raun „vísbending um þróun sem þegar hefur átt sér stað“ eins og það er orðað í aðalskipulaginu. Línulegi miðbærinn er í samhljómi við þá viðurkenndu skoðun að eðlilegasta þróun borga gerist hægt og sígandi á löngum tíma. „Hugmyndin felst í því að viðurkenna í hugsun og verki, línulegan vöxt miðborgarinnar til austurs“ að Keldnalandi, svo aftur sé vitnað í aðalskipulagið. Þessi áætlun var sérlega áhugaverð og raunhæf. Mörg okkar töldu að fljótlegt væri að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Hún var óumdeild í borgarstjórn og í umræðunni almennt. Hún virtist fjárhagslega yfirstíganleg og „win-win“ hugmynd. Hún var af þeirri stærðargráðu að borgin gæti staðið undir henni sjálf. Fólk hélt að þetta yrði komið í rekstur með einhverjum hætti, t.d. Grandi-Skeifa, innan 3-5 ára. Nú þegar skipulagstímabilið er næstum hálfnað og aðeins 10 ár eftir sér maður að þessi frábæra hugmynd hefur verið leidd á nokkuð aðra slóð en upphaflega var ætlað. Hún hefur blásið út. Næstum í óyfirstíganlega stærð. Leiðin hefur lengst úr tæpum tíu kílómetrum upp í 54 kílómetra og þanist út um allt höfuðborgarsvæðið. Kostnaðaráætlanir eru gagnrýndar og rekstraráætlanir liggja ekki fyrir svo ég viti. Verkefni sem átti að breyta Reykjavík í línulega þétta borg með öflugum almenningsflutningum þar sem umferðin er mest og byggðin þéttust fór í vinnslunni að dreifa sér á strjálbýlustu svæði höfuðborgarsvæðisins. Hún hefur ekki lengur þessi sterku tengsl við frábæra skipulagshugmynd AR2010-2030. Manni virðist samgönguás aðalskipulagsins vera að þróast í e.k. „Borgarlínu útþenslu“ alls höfuðborgarsvæðisins sem fæstir átta sig almennilega á. Þetta sveitarstjórnarmál er orðið svo stórt að það er komið á ríkisstjórnarplan og eina úrræðið til að fjármagna framkvæmdina er talið vera með veggjöldum. Áætlunin er eðlilega umdeild og líklega of stór og dýr til þess að leggja á eina til tvær kynslóðir að framkvæma. En sem betur fer virðist stuðningur við Borgarlínuna fara vaxandi. Hlúa þarf að þessum stuðningi og auka hann með því að vanda til verka, einbeita sér að viðráðanlegum áföngum og fara ekki of geyst. Það þarf að taka minni skref og auka ekki byggingarheimildir fyrr en einstakir áfangar Borgarlínunnar er komnir í fullan rekstur. Ekki öfugt. Nú í vikunni voru kynntar hugmyndir um fyrstu áfanga Borgarlínunnar og góðu heilli sýnir það sig að að þær eru mun lágstemmdari en áður hafa verið kynntar og í ágætu samræmi við það sem kom fram í AR2010-2030. Fyrsti áfanginn virðist samkvæmt þessu vera af viðráðanlegri stærð sem ætti að vera hægt að fjármagna án þess að leggja skatt á vegfarendur í formi vegtolla innan höfuðborgarsvæðisins eins og nú er stefnt að. Hafa þarf í huga að Borgarlínan er engin patentlausn eða eina lausnin á umferðarvanda höfuðborgarsvæðisins, eins og oft heyrist. Það finnast margir aðrir kostir og það ber að nýta þá sem flesta, samtímis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Samgöngur Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Borgarlínan kom fyrst á dagskrá með Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Ég man að mér fannst þetta stórkostleg hugmynd af margvíslegum ástæðum. Hún átti auðvitað að breyta ferðavenjum borgarbúa, minnka álag vegna einkabíla, draga úr tafatíma í umferðinni, gera borgina skemmtilegri, þægilegri, hagkvæmari og ekki síst vistvænni. En það var ekki bara það. Hugmyndin byggði ekki bara á þessum starfrænu markmiðum, heldur stóð hún á traustri og sterkri skipulagshugmynd. Menn vildu breyta skipulagsstefnunni úr nánast stjórnlausri útþenslu þar sem aðalsamgöngutækið var einkabíllinn, í þétta og líflega borg. „Þróunar- og samgönguás“ var kynntur til sögunnar, sem átti að binda borgina saman í línulega sjálfbæra borg. Frábær hugmynd sem lengi hafði verið beðið eftir. Ekki var komið nafn á hugmyndina, en henni lýst sem „strætisvögnum á sérakgreinum“ eða „léttlest í framtíðinni“. Samgönguásinn átti að liggja eftir endilangri borginni í miðjum svokölluðum „þróunarás“. Þessi hugmynd, sem síðar fékk hið ágæta nafn Borgarlína, átti að liggja frá Granda í vestri eftir borginni endilangri að Keldum í austri. Við Keldur bíður landsvæði sem er litlu minna en ríkislandið sem nú er undir Reykjavíkurflugvelli og hentar vel fyrir mjög fjölmenna vinnustaði. Svæðið gæti verið eins konar La Defense Reykjavíkur. Uppbygging þarna gæti minnkað þrýstinginn á miðborgina og verið andstæður póll við hana og skapað þannig traustan rekstrargrundvöll Borgarlínunnar og jafnað umferðarflæðið til austurs og vesturs. Leiðin var um 9 kílómetra löng og átti að þræða sig í gegnum þéttasta svæði borgarinnar þar sem fyrirhugað var að þétta byggðina enn frekar. Slíkur línulegur miðbær er í raun „vísbending um þróun sem þegar hefur átt sér stað“ eins og það er orðað í aðalskipulaginu. Línulegi miðbærinn er í samhljómi við þá viðurkenndu skoðun að eðlilegasta þróun borga gerist hægt og sígandi á löngum tíma. „Hugmyndin felst í því að viðurkenna í hugsun og verki, línulegan vöxt miðborgarinnar til austurs“ að Keldnalandi, svo aftur sé vitnað í aðalskipulagið. Þessi áætlun var sérlega áhugaverð og raunhæf. Mörg okkar töldu að fljótlegt væri að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Hún var óumdeild í borgarstjórn og í umræðunni almennt. Hún virtist fjárhagslega yfirstíganleg og „win-win“ hugmynd. Hún var af þeirri stærðargráðu að borgin gæti staðið undir henni sjálf. Fólk hélt að þetta yrði komið í rekstur með einhverjum hætti, t.d. Grandi-Skeifa, innan 3-5 ára. Nú þegar skipulagstímabilið er næstum hálfnað og aðeins 10 ár eftir sér maður að þessi frábæra hugmynd hefur verið leidd á nokkuð aðra slóð en upphaflega var ætlað. Hún hefur blásið út. Næstum í óyfirstíganlega stærð. Leiðin hefur lengst úr tæpum tíu kílómetrum upp í 54 kílómetra og þanist út um allt höfuðborgarsvæðið. Kostnaðaráætlanir eru gagnrýndar og rekstraráætlanir liggja ekki fyrir svo ég viti. Verkefni sem átti að breyta Reykjavík í línulega þétta borg með öflugum almenningsflutningum þar sem umferðin er mest og byggðin þéttust fór í vinnslunni að dreifa sér á strjálbýlustu svæði höfuðborgarsvæðisins. Hún hefur ekki lengur þessi sterku tengsl við frábæra skipulagshugmynd AR2010-2030. Manni virðist samgönguás aðalskipulagsins vera að þróast í e.k. „Borgarlínu útþenslu“ alls höfuðborgarsvæðisins sem fæstir átta sig almennilega á. Þetta sveitarstjórnarmál er orðið svo stórt að það er komið á ríkisstjórnarplan og eina úrræðið til að fjármagna framkvæmdina er talið vera með veggjöldum. Áætlunin er eðlilega umdeild og líklega of stór og dýr til þess að leggja á eina til tvær kynslóðir að framkvæma. En sem betur fer virðist stuðningur við Borgarlínuna fara vaxandi. Hlúa þarf að þessum stuðningi og auka hann með því að vanda til verka, einbeita sér að viðráðanlegum áföngum og fara ekki of geyst. Það þarf að taka minni skref og auka ekki byggingarheimildir fyrr en einstakir áfangar Borgarlínunnar er komnir í fullan rekstur. Ekki öfugt. Nú í vikunni voru kynntar hugmyndir um fyrstu áfanga Borgarlínunnar og góðu heilli sýnir það sig að að þær eru mun lágstemmdari en áður hafa verið kynntar og í ágætu samræmi við það sem kom fram í AR2010-2030. Fyrsti áfanginn virðist samkvæmt þessu vera af viðráðanlegri stærð sem ætti að vera hægt að fjármagna án þess að leggja skatt á vegfarendur í formi vegtolla innan höfuðborgarsvæðisins eins og nú er stefnt að. Hafa þarf í huga að Borgarlínan er engin patentlausn eða eina lausnin á umferðarvanda höfuðborgarsvæðisins, eins og oft heyrist. Það finnast margir aðrir kostir og það ber að nýta þá sem flesta, samtímis.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar