Umhverfisvernd Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. september 2019 07:00 Síðustu ár hefur öflug vakning orðið í náttúruverndarmálum og æ fleiri einstaklingar taka sér nú stöðu með náttúrunni. Ekki veitir af því stöðugt er verið að fórna náttúruperlum. Virkjanahugmyndir á Ströndum eru nýjasta dæmið um skammsýni þeirra virkjanagráðugu. Það er mikilvægt að sem flestir tali máli náttúruverndar og sýni kraft sinn í verki. Þar hafa stjórnmálamenn ríka skyldu. Sumir kæra sig þó ekki um að bera þá skyldu á herðum og kasta henni kæruleysislega frá sér. Þar eru ákveðnir stjórnmálaflokkar sekari en aðrir. Sjálfstæðisflokkurinn verður seint talinn flokkur náttúruverndar – ólíkt öðrum samstarfsflokknum, Vinstri grænum. Þegar umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, vann samkvæmt starfsskyldu sinni og gekk rösklega til verks í friðlýsingum hlaut að heyrast óp úr ranni Sjálfstæðisflokksins. Þingmaðurinn Jón Gunnarsson tók það að sér og sagðist efast um að þingmenn Sjálfstæðisflokksins gætu stutt stjórnarsamstarf þar sem umhverfisráðherra færi fram með þessum hætti. Jón tók fram að hann talaði fyrir hönd fleiri þingmanna flokks síns. Jón Gunnarsson er því ekki sá eini af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem hefur horn í síðu umhverfisráðherra vegna umhyggju hans fyrir náttúru landsins. Sennilega er farið fram á of mikið þegar þess er óskað að þingmenn Sjálfstæðisflokksins vakni til meðvitundar um mikilvægi náttúruverndar. Þeir eru ekki þekktir fyrir ástríðufullan málflutning þegar kemur að verndun náttúruperlna. Í þessu ríkisstjórnarsamstarfi kemur í hlut Vinstri grænna að taka sér stöðu með náttúrunni en um leið getur það kostað ágreining í ríkisstjórnarsamstarfinu. Sjálfstæðismenn eru vanir því, og finnst það reyndar sjálfsagt, að samstarfsflokkar gefi eftir í samstarfi við þá en Vinstri græn geta ekki látið það um sig spyrjast að þau víki af náttúruverndarvaktinni. Þetta ríkisstjórnarsamstarf hefur þegar kostað Vinstri græn æði mikið. Áherslur sem fyrirferðarmiklar voru í stjórnarandstöðu sjást vart lengur. Þannig fer reyndar iðulega fyrir flokkum sem leggja lag sitt við Íhaldið, þeir fórna málstað fyrir ráðherrasæti. En ansi er það nú orðið öfugsnúið ef ekki er rými fyrir öfluga náttúruverndarstefnu í ríkisstjórnarsamstarfi sem Vinstri græn leiða. Ef ætlunin er að fórna þeirri stefnu til að halda frið á stjórnarheimilinu þá er illa komið fyrir flokki sem á tyllidögum hjalar hvað mest um umhverfisvernd. Náttúruverndarsinnar verða að slá skjaldborg um umhverfisráðherra. Í þessu ríkisstjórnarsamstarfi hefur hann stundum virst hikandi, eins og hann óttist viðbrögð Sjálfstæðisflokksins. Þegar hann svo tekur af skarið þá er rík ástæða til að sýna honum stuðning. Það er kominn tími til að rödd náttúrverndarsinna í Vinstri grænum heyrist í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Samstarfi sem fram að þessu hefur aðallega verið á forsendum Sjálfstæðisflokksins. Vinstri græn hljóta að sjá að ástæða er til að breyta þeim áherslum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur öflug vakning orðið í náttúruverndarmálum og æ fleiri einstaklingar taka sér nú stöðu með náttúrunni. Ekki veitir af því stöðugt er verið að fórna náttúruperlum. Virkjanahugmyndir á Ströndum eru nýjasta dæmið um skammsýni þeirra virkjanagráðugu. Það er mikilvægt að sem flestir tali máli náttúruverndar og sýni kraft sinn í verki. Þar hafa stjórnmálamenn ríka skyldu. Sumir kæra sig þó ekki um að bera þá skyldu á herðum og kasta henni kæruleysislega frá sér. Þar eru ákveðnir stjórnmálaflokkar sekari en aðrir. Sjálfstæðisflokkurinn verður seint talinn flokkur náttúruverndar – ólíkt öðrum samstarfsflokknum, Vinstri grænum. Þegar umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, vann samkvæmt starfsskyldu sinni og gekk rösklega til verks í friðlýsingum hlaut að heyrast óp úr ranni Sjálfstæðisflokksins. Þingmaðurinn Jón Gunnarsson tók það að sér og sagðist efast um að þingmenn Sjálfstæðisflokksins gætu stutt stjórnarsamstarf þar sem umhverfisráðherra færi fram með þessum hætti. Jón tók fram að hann talaði fyrir hönd fleiri þingmanna flokks síns. Jón Gunnarsson er því ekki sá eini af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem hefur horn í síðu umhverfisráðherra vegna umhyggju hans fyrir náttúru landsins. Sennilega er farið fram á of mikið þegar þess er óskað að þingmenn Sjálfstæðisflokksins vakni til meðvitundar um mikilvægi náttúruverndar. Þeir eru ekki þekktir fyrir ástríðufullan málflutning þegar kemur að verndun náttúruperlna. Í þessu ríkisstjórnarsamstarfi kemur í hlut Vinstri grænna að taka sér stöðu með náttúrunni en um leið getur það kostað ágreining í ríkisstjórnarsamstarfinu. Sjálfstæðismenn eru vanir því, og finnst það reyndar sjálfsagt, að samstarfsflokkar gefi eftir í samstarfi við þá en Vinstri græn geta ekki látið það um sig spyrjast að þau víki af náttúruverndarvaktinni. Þetta ríkisstjórnarsamstarf hefur þegar kostað Vinstri græn æði mikið. Áherslur sem fyrirferðarmiklar voru í stjórnarandstöðu sjást vart lengur. Þannig fer reyndar iðulega fyrir flokkum sem leggja lag sitt við Íhaldið, þeir fórna málstað fyrir ráðherrasæti. En ansi er það nú orðið öfugsnúið ef ekki er rými fyrir öfluga náttúruverndarstefnu í ríkisstjórnarsamstarfi sem Vinstri græn leiða. Ef ætlunin er að fórna þeirri stefnu til að halda frið á stjórnarheimilinu þá er illa komið fyrir flokki sem á tyllidögum hjalar hvað mest um umhverfisvernd. Náttúruverndarsinnar verða að slá skjaldborg um umhverfisráðherra. Í þessu ríkisstjórnarsamstarfi hefur hann stundum virst hikandi, eins og hann óttist viðbrögð Sjálfstæðisflokksins. Þegar hann svo tekur af skarið þá er rík ástæða til að sýna honum stuðning. Það er kominn tími til að rödd náttúrverndarsinna í Vinstri grænum heyrist í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Samstarfi sem fram að þessu hefur aðallega verið á forsendum Sjálfstæðisflokksins. Vinstri græn hljóta að sjá að ástæða er til að breyta þeim áherslum.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun