„Fannst ég fá endanlega staðfest að ég væri bara ógeðslega heimsk“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2019 10:30 Jóhanna hefur náð langt í lífinu þrátt fyrir erfiða byrjun í skóla. Alla barnæskuna hélt Jóhanna Sigríður Hannesdóttir að hún væri heimsk. Sama hvað hún lagði á sig í skóla, aldrei fékk hún hærri einkunn en sex og oftast bara fjarka og fimmur. Lestur gekk illa og stærðfræðin líka og fljótlega eftir að hún byrjaði í framhaldsskóla gafst hún upp. Hana langaði þó að læra, byrjaði aftur og var svo heppin að fá kennara sem gerði sér grein fyrir að hún væri með lesblindu. Þá fyrst var brugðist við með viðeigandi hætti. Í dag er hún með háskólagráðu og rekur fyrirtæki. Í Íslandi í dag sagði Jóhanna sögu sína og talaði um mikilvægi þess að börn fái greiningu sem fyrst svo þeim gangi betur innan kassalaga skólakerfisins. „Alla mína grunnskólagöngu reyndi ég að læra alveg eins og ég gat og lagði mig mjög mikið fram. Þetta var því ekki leti eða eitthvað annað. Ég lærði og lærði en það bara síaðist einhvern veginn ekki inn,“ segir Jóhanna. Lesturinn og stærðfræðin gekk strax illa og þá hugsaði hún: „Ég er greinilega ekki nægilega klár,“ segir Jóhanna en svona var staðan alveg upp í tíunda bekk.Jóhanna leið alltaf eins og hún væri einfaldlega heims í grunnskóla.„Ég lærði og lærði fyrir samræmdu prófin og var voðalega spennt þegar ég fékk einkunnaspjaldið en þegar ég dró það upp úr umslaginu hugsaði ég að þetta mætti enginn sjá og setti beint ofan í skúffu. Þarna fannst ég fá endanlega staðfest að ég væri bara ógeðslega heimsk og það yrði aldrei neitt úr mér.“ Jóhanna óttaðist þarna framtíðina. „Ég vil fá að taka það fram að ég hef alltaf haft góða kennara sem vildu gera sitt besta en þekkingin var bara ekki til staðar þegar kemur að lesblindu.“ Jóhann var nokkuð hissa þegar hún komst inn í FSU á Selfossi og var þá sannfærð um að það yrði lokastöðin. „Ég hugsaði aldrei að ég myndi fara í háskóla og langaði bara að fara í FSU og vera með vinunum. Ég entist í þrjár annir í FSU og var alltaf bara með sexur. Ég var samt alveg fyrirmyndarnemandi og lærði mikið.“ Þarna ákvað Jóhanna að fara á vinnumarkaðinn.Einkunnarspjaldið sem hún fékk eftir samræmduprófin árið 1998.„Mér fannst það ekkert gaman. Mig langaði í þetta stúdentspróf og langaði að læra meira. Ég trúði því að menntun væri máttur. Ég byrjaði því aftur eftir smá hlé þegar ég var 21 árs í FSU.“ Þá hittu hún fyrir þýskukennara sem sá um leið að hún væri lesblind og á hún honum gríðarlega mikið að þakka. „Alltaf þegar ég sá að það væri útsala út um allt las ég útslag. Hann benti mér á að fara til námsráðgjafa sem staðfesti strax að ég væri lesblind. Þá fékk ég allt í einu útskýringu á öllu og hugsaði að ég væri kannski ekki heimsk. Þá fékk ég í kjölfarið lengri próftíma sem breytti öllu. Þá gat ég verið að taka prófin í rólegheitunum. Þegar maður er að flýta sér að lesa þá verður lesblindan verri.“ Þarna fékk hún fyrst trú á sjálfri sér. „Ég fór allt í einu að fá hærri einkunnir, áttur og níur sem ég hafði aldrei séð og það var ótrúlega hvetjandi,“ segir Jóhanna sem fékk til að mynda viðurkenningu við útskrift fyrir framúrskarandi árangur í fjölmiðla- og félagsfræði. Hún fór seinna í nám í Þjóðfræði í Háskóla Íslands sem hún mælir sannarlega með. „Ég vil að fólk skilji að lesblinda er ekki böl heldur blessun en það er þetta ferhynta skólakerfi sem gerir það að verkum að maður upplifir sig heimska og skammast sín.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Alla barnæskuna hélt Jóhanna Sigríður Hannesdóttir að hún væri heimsk. Sama hvað hún lagði á sig í skóla, aldrei fékk hún hærri einkunn en sex og oftast bara fjarka og fimmur. Lestur gekk illa og stærðfræðin líka og fljótlega eftir að hún byrjaði í framhaldsskóla gafst hún upp. Hana langaði þó að læra, byrjaði aftur og var svo heppin að fá kennara sem gerði sér grein fyrir að hún væri með lesblindu. Þá fyrst var brugðist við með viðeigandi hætti. Í dag er hún með háskólagráðu og rekur fyrirtæki. Í Íslandi í dag sagði Jóhanna sögu sína og talaði um mikilvægi þess að börn fái greiningu sem fyrst svo þeim gangi betur innan kassalaga skólakerfisins. „Alla mína grunnskólagöngu reyndi ég að læra alveg eins og ég gat og lagði mig mjög mikið fram. Þetta var því ekki leti eða eitthvað annað. Ég lærði og lærði en það bara síaðist einhvern veginn ekki inn,“ segir Jóhanna. Lesturinn og stærðfræðin gekk strax illa og þá hugsaði hún: „Ég er greinilega ekki nægilega klár,“ segir Jóhanna en svona var staðan alveg upp í tíunda bekk.Jóhanna leið alltaf eins og hún væri einfaldlega heims í grunnskóla.„Ég lærði og lærði fyrir samræmdu prófin og var voðalega spennt þegar ég fékk einkunnaspjaldið en þegar ég dró það upp úr umslaginu hugsaði ég að þetta mætti enginn sjá og setti beint ofan í skúffu. Þarna fannst ég fá endanlega staðfest að ég væri bara ógeðslega heimsk og það yrði aldrei neitt úr mér.“ Jóhanna óttaðist þarna framtíðina. „Ég vil fá að taka það fram að ég hef alltaf haft góða kennara sem vildu gera sitt besta en þekkingin var bara ekki til staðar þegar kemur að lesblindu.“ Jóhann var nokkuð hissa þegar hún komst inn í FSU á Selfossi og var þá sannfærð um að það yrði lokastöðin. „Ég hugsaði aldrei að ég myndi fara í háskóla og langaði bara að fara í FSU og vera með vinunum. Ég entist í þrjár annir í FSU og var alltaf bara með sexur. Ég var samt alveg fyrirmyndarnemandi og lærði mikið.“ Þarna ákvað Jóhanna að fara á vinnumarkaðinn.Einkunnarspjaldið sem hún fékk eftir samræmduprófin árið 1998.„Mér fannst það ekkert gaman. Mig langaði í þetta stúdentspróf og langaði að læra meira. Ég trúði því að menntun væri máttur. Ég byrjaði því aftur eftir smá hlé þegar ég var 21 árs í FSU.“ Þá hittu hún fyrir þýskukennara sem sá um leið að hún væri lesblind og á hún honum gríðarlega mikið að þakka. „Alltaf þegar ég sá að það væri útsala út um allt las ég útslag. Hann benti mér á að fara til námsráðgjafa sem staðfesti strax að ég væri lesblind. Þá fékk ég allt í einu útskýringu á öllu og hugsaði að ég væri kannski ekki heimsk. Þá fékk ég í kjölfarið lengri próftíma sem breytti öllu. Þá gat ég verið að taka prófin í rólegheitunum. Þegar maður er að flýta sér að lesa þá verður lesblindan verri.“ Þarna fékk hún fyrst trú á sjálfri sér. „Ég fór allt í einu að fá hærri einkunnir, áttur og níur sem ég hafði aldrei séð og það var ótrúlega hvetjandi,“ segir Jóhanna sem fékk til að mynda viðurkenningu við útskrift fyrir framúrskarandi árangur í fjölmiðla- og félagsfræði. Hún fór seinna í nám í Þjóðfræði í Háskóla Íslands sem hún mælir sannarlega með. „Ég vil að fólk skilji að lesblinda er ekki böl heldur blessun en það er þetta ferhynta skólakerfi sem gerir það að verkum að maður upplifir sig heimska og skammast sín.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira